Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Sjá Guðs lamb sem ber syndir heimsins

Jóh.1:29 Daginn eftir sér Jóhannes Jesú koma til sín og segir: Sjá Guðs lamb sem ber synd heimsins.

Það sem ég hef verið að velta fyrir mér þarna og þá með sérstöku tiliti til þess að Jesús var gyðingur og gyðingum var kennt að aðrar þjóðir væru óhreinar. Gyðingar máttu ekki heldur eiga samneiti við aðrar þjóðir. Sumir segja að gyðingar hafi litið á aðra jafna hundum.

Jóhannes skírari hefur þá fengið opinberun frá Föðurnum um það að Jesús myndi ekki bara deyja fyrir syndir gyðinga heldur alls heimsins.

Fyrst þegar fagnaðarerindið er predikað að þá var bara predikað til Gyðinga. Pétur Postuli hélt kyrru um í Jerúsalem og var ekkert að fara lengra með fagnaðarerindið, og þá sérstaklega þar sem Gyðingum var kennt að líta niður á aðrar þjóðir.

En síðan frelsast Páll Postuli sem hét reyndar Sál fyrst. Honum er fengið það verk að fullna fagnaðerindið. Það er að segja að taka má móti Fagnaðarerindinu til fulls frá himnum ofan. Því að fagnaðarerindið er ekki frá mönnum komið heldur Guði.

Það er svoldið merkilegt sem Guð sýnir Pétri svo, hann fær sýn og sér óhrein dýr eins og svín oflr. Drottinn segir svo við hann ekki segja að það sé óhreint sem ég hef lýst yfir hreint. samhengið í þessum versum er það að Drottinn er að sýna Pétri að fagnaðererindið ( Góðu Fréttirnar) skuli predikað til allra manna allt til enda veraldar.

Í Róm.1:16 stendur að Fagnaðarerindið er Kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir, Gyðinginn fyrst og aðra síðan (Nýja þýðingin)

Páll fékk líka það hlutverk að boða heiðingjunum sem erum við góðu fréttirnar um Jesú Krist.

Þannig að ef maður fer aðeins til baka að þá vissi Jóhannes skírari að fagnaðarerindið yrði predikað öllum mönnum ekki bara gyðingum.

það sem er líka merkilegt að skoða er að menn slátruðu lömbum til að fá fyrirgefningu synda sinna í gamla sáttmálanum. En fyrirgefning þýddi þá að hylja yfir. Syndin var þarna en hún var falin með blóði, og menn þurftu stöðuglega að vera að fórna til að láta hylja yfir syndir sínar.

En Jesús sem er lamb Guðs kemur með hina fullkomnu fórn og það þarf alldrei framar að færa fórn til fyrirgefningar syndar okkar. Því að fórn Jesú var fyrir allan heiminn þá og allt til enda veraldar eða þar til Jesús snýr aftur og sækir þá sem tilheyra honum. Orðið fyrirgefning fær líka nýja merkingu á Golgata, það þýðir ekki lengur að hylja yfir, heldur að afmá. Jesús hefur afmáð syndina í eitt skipti fyrir öll. Og þetta er það fullkomin fyrirgefning að þegar Guð lítur á okkur að þá er eins og við höfum alldrei syndgað, þvi hann sér Jesús í okkur. Við erum fullkomnlega réttlætt frammi fyrir Guði og leyst undan valdi syndarinnar. Það sem við höfum gert og eigum eftir að gera hefur okkur verið fyrirgefið.

Ég er ekki að boða það að, af því að Guð hefur fyrirgefið okkur allt að við eigum þá að halda áfram að syndga og finnast það í lagi því að okkur er hvort sem er fyrirgefið. Biblían kallar það að freista Krists. Páll Postuli tekur vel á þessu og segir að við eigum að álíta okkur dáin syndinni. Hann útskýrir líka að við eigum ekki við syndavandamál að stríða lengur því það hefur verið leyst í eitt skipti fyrir öll. Það sem Páll bendir á í rómverjabréfinu að við erum í stríði við girndina í okkur sem vill gera fjandsamlega hluti, girnast í peninga, hluti sem aðrir eiga, kynlíf utan hjónabands oflr sem er gegn lögmáli Krists. Hann kemur með þá lausn í 8 kaflanum í Rómverjabréfinu að við eigum að lifa í andanum og þá fullnægjum við alls ekki girndum holdsins.


Ferðin inn í fyrirheitna landið

FERÐIN INN Í FYRIRHEITNALANDIÐ..
Ganga okkar með Guði í dag, trúarganga okkar og hindranir til að sigrast á... Samantekt:Sigvarður Hans Hilmarsson úr bókinni sönn karlmennska...

Það sem við ætlum að skoða í dag er ferð okkar inn í fyrirheitna landið...

Við byrjum þar sem Ísraelsmenn eru fastir í ánauð í Egyptalandi, Drottinn hafði útvalið Móse þjón sinn til að leiða þjóðina úr ánauðinni og inn í fyrirheitna landið. Ísraelsmenn hefðu getað verið einhverja daga að fara þá leið sem þeir þurftu að fara inn til fyrirheitna landsins. Enn þeir voru 40ár í eyðimörkinni og þeir sem upphaflega áttu að komast inn komust ekki vegna fimm misgjörða sem þýðir það að það átti sér stað kynslóðakipti í eyðimörkinni. Þessi nýja kynslóð þekkti ekki Egyptaland og gat því ekki snúið við þangað... Þeim var ætlað að ganga inn í hið fyrirheitnaland..

Það sem ég ætla að gera nú er að yfirfæra þetta yfir í nútímann. Egyptaland er táknræn mynd upp á heiminn. Þegar líður Drottins er í ánauð í Egyptalandi sem er heimurinn. Að þá trúi ég því að Drottinn vilji leiða okkur þaðan burt og inn í ríki síns elskaða sonar Drottins Jesú Krists..Ef Drottinn hefði leitt Ísraelsmenn strax inn í Fyrirheitna landið að þá hefðu þeir hugsanlega snúið strax aftur til baka... Enn nú skulum við skoða þessar fimm hindranir sem gerðu það að verkum að þeir komust ekki inn í Fyrirheitna landið.

1.Kor.10.1-22.. 1Kor 10:1-22
-1- Ég vil ekki, bræður, að yður skuli vera ókunnugt um það, að feður vorir voru allir undir skýinu og fóru allir yfir um hafið.
-2- Allir voru skírðir til Móse í skýinu og hafinu.
-3- Allir neyttu hinnar sömu andlegu fæðu
-4- og drukku allir hinn sama andlega drykk. Þeir drukku af hinum andlega kletti, sem fylgdi þeim. Kletturinn var Kristur.
-5- En samt hafði Guð enga velþóknun á flestum þeirra og þeir féllu í eyðimörkinni.
-6- Þessir hlutir hafa gjörst sem fyrirboðar fyrir oss, til þess að vér verðum ekki sólgnir í það, sem illt er, eins og þeir urðu sólgnir í það.
-7- Verðið ekki skurðgoðadýrkendur, eins og nokkrir þeirra. Ritað er: Lýðurinn settist niður til að eta og drekka, og þeir stóðu upp til að leika.
-8- Drýgjum ekki heldur hórdóm, eins og nokkrir þeirra drýgðu hórdóm, og tuttugu og þrjár þúsundir féllu á einum degi.
-9- Freistum ekki heldur Drottins, eins og nokkrir þeirra freistuðu hans, þeir biðu bana af höggormum.
-10- Möglið ekki heldur eins og nokkrir þeirra mögluðu, þeir fórust fyrir eyðandanum.
-11- Allt þetta kom yfir þá sem fyrirboði, og það er ritað til viðvörunar oss, sem endir aldanna er kominn yfir.
-12- Sá, er hyggst standa, gæti því vel að sér, að hann falli ekki.
-13- Þér hafið ekki reynt nema mannlega freistingu. Guð er trúr og lætur ekki freista yðar um megn fram, heldur mun hann, þegar hann reynir yður, einnig sjá um, að þér fáið staðist.
-14- Fyrir því, mínir elskuðu, flýið skurðgoðadýrkunina.
-15- Ég tala til yðar sem skynsamra manna. Dæmið þér um það, sem ég segi.
-16- Sá bikar blessunarinnar, sem vér blessum, er hann ekki samfélag um blóð Krists? Og brauðið, sem vér brjótum, er það ekki samfélag um líkama Krists?
-17- Af því að brauðið er eitt, erum vér hinir mörgu einn líkami, því að vér höfum allir hlutdeild í hinu eina brauði.
-18- Lítið á Ísraelsþjóðina. Eiga þeir, sem fórnirnar eta, ekki hlut í altarinu?
-19- Hvað segi ég þá? Að kjöt fórnað skurðgoðum sé nokkuð? Eða skurðgoð sé nokkuð?
-20- Nei, heldur að það sem heiðingjarnir blóta, það blóta þeir illum öndum, en ekki Guði. En ég vil ekki, að þér hafið samfélag við illa anda.
-21- Ekki getið þér drukkið bikar Drottins og bikar illra anda. Ekki getið þér tekið þátt í borðhaldi Drottins og borðhaldi illra anda.
-22- Eða eigum vér að reita Drottin til reiði? Munum vér vera máttugri en hann?

Þessi fimm atriði eru: Girnd, Skurðgoðadýrkun, Hórdómur, Að freista Krists, Möglun.

Við skulum taka þessi fimm atriði og skoða þau nánar....

1) Girnd..
Girnd er ekki aðeins kynferðisleg. Girnd er þegar maðurinn hugsar sífellt um eigin þarfir án tilits til Guðs eða annara og er upptekinn af því sem hann vill sjálfur. Þetta er að hugsa um að fullnægja holdinu eða upphefja það. Kærleikurinn er frá Guði og kærleikurinn gefur alltaf. Kærleikurinn leitast við að gera vilja Guðs, því að eins og segir því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, Guð er kærleikur og kærleikurinn gefur, enn girndin heimtar. Hún er fullkomnlega eigingjörn. Kærleikurinn gefur enn girndin tekur. Líf okkar er oft flakkandi á milli þessara tveggja atriða, kærleikans og girndarinnar. Við sjáum það með göngu Ísraelsmanna í eyðimörkinni að fætur þeirra báru þá til Fyrirheitnalandsins enn hjarta þeirra var enn í Egyptalandi. Það er auðvelt að sjá þegar mannskeppnan girnist eitthvað. Þá vill hún fullnægja sjálfri sér á kostnað annara. Girndin sést líka greinilega í hjónabandi, það er þegar annar aðilinn vill fullnægja þörfum sínum á tilits við makann. Enn kærleikurinn sést þegar makinn kemur til móts við þarfir hins makans án þess að hugsa stöðuglega um sjálfa sig. Karlmenn geta átt það til að vilja bara fullægja sínum þörfum og eins er girndin hjá konunum þegar þær fara að misnota kretidkortið þannig að reikningar hlaðist upp sem fjölskyldan getur ekki borgað og þungar byrðar hlaðast á fjölskylduna. Girndin hún heldur manninum frá því að fullnýta þá hæfileika sem Guð hefur gefið honum til þjóna sér....

2) Skurðgoðadýrkun

Þegar líf okkar verður þannig að það fer að snúast um annað enn Guð og aðrir hlutir taka fyrsta sætið í hjarta okkar þá er það skurðgoðadýrkun. Það getur verið, völd, áhrif, menntun,peningar, viðskipti, trúarbrögð, vinsældir, sjálfselska og klám getur orðið skurðgoð. Sumir falla að fótum viðskiptana enn aðrir gera líkamsrækt og íþróttir að musteri sínu. Enn aðrir hneigja höfuð sitt við bjölluhljóm peningakassans. Sumir prestar og forstöðumenn fara jafnvel að tilbiðja þjónustu sína. Þeir verða svo háðir þjónustu sinni að þeir gefa sér ekki tíma til að tilbiðja Guð, dvelja í nærveru hans eða eyða með honum tíma. Sjónvarpstæki getur orðið skurðgoð sumra. Allt klám er skurðgoðadýrkun. Klám byggist á hæfileika mannsins til að ýmynda sér og kalla fram hugmyndir sem fróa honum og hann gefur sig á vald. Ég heyrði um eina konu sem fór að stunda ýmyndað kynlíf, hún var svo eftir sig að hún gat ekki einu sinni eldað matinn fyrir manninn sinn. Og sjálf hélt hún því fram að þetta væri verri enn áfengissýki. Atvinna og vinnustaður hefur í mörgum tilfellum orðið að skurðgoði nútíma mannsins. Hann fórnar jafnvel fjölskyldu sinni fyrir hagsmuni fyrirtækisins. Margir leikarar tilbiðja sjálfa sig, öllum getur orðið það á, en leikurum er meiri hæta búin vegna þeirrar athyglar sem þeir fá frá aðdáendum sínum.

3) Hórdómur.

Hórdómur spannar íllar kynferðislegar syndir. Synd er alltaf synd, alveg sama hvernig þú stafar hana. Hórdómur er algengur og kynferðisleg lausung er víðast hvar viðurkennd, nema í Biblíunni. Það er enginn furða að menn vilji brenna hana, hafna henni og krossfesta hana. Biblían eða Orðið markar enn viðmið trúarinnar, leggur lífsreglurnar og opinberar persónuleika Guðs. Í frásögum af Samson, Davíð konungi og ýmsum öðrum er fólgin mikilvæg kennsla um afleiðingar kynferðislegra synda. Samt erum við hin Kristnu enn við sama heygarðshornið þrátt fyrir allar þær aðvarinir sem við fáum frá ritningunni. Kynferðislegar syndir hafa fellt marga frá Guði. Margir einhleypir og giftir menn og konur á öllum aldri eru háðir þeim þrám, girndum, ástríðum og freistingum sem krefjast síns tolls og varna þeim að verða það sem Guð hefur ætlað þeim að verða. Þjónusta mannsins nær ekki þroska eða styrk.

Guð hefur lofað þeim sem hann kallar sigurvegara að sitja við hlið hásætis hans. Sigurvegarar eru þeir Guðsmenn sem hafa náð settu marki. Öllum mönnum stendur til boða að ganga inn til fyrirheitna landsins til að þroska líf sitt til hins ýtrasta. Þegar Ísraelsmenn drýgðu hór dóu þeir í eyðimörkinni hnýttir í fjötra siðleysis . Mennirinir deyja enþá daginn í dag hnýttir í fjötra siðleysis og fara á mis við það besta sem Guð hefur fyrirbúið þeim. Það hefur alldrei verið áætlun Guðs að við deyjum í eyðimörkinni...

4) Að freista Krists

Þegar mannfjöldinn heimtaði að Kristur kæmi niður af krossinum freistaði hann hans. Að freista Krists er að biðja Guð um að gera eitthvað sem er gagnstætt vilja hans, eða persónuleika. Enn þann dag í dag leika menn sama leikinn með því að heimta að Guð úvegi þeim aðra leið til frelsis en krossinn. Að ljúga og svíkja í viðskiptum en krefjast um leið blessunar og hagsældar frá Guði er að freista Krists. Karlar og konur sem ástunda lauslæti þótt þau viti að það sé rangt, börn sem hafna guðlegum ráðum foreldra sinna, söfnuðir sem heimta að forstöðumaðurinn byggji upp kirkjuna á félagslífi frekar en Orði Guðs og bæn, eða trúaðir sem vilja fleyta rjómann af frelsinu en jafnframt njóta lystisemda syndarinnar, eru að freista Krists. Þetta líferni hélt Ísraelsmönnum frá fyrirheitna landinu. Og þetta líferni heldur enþá daginn í dag líð Guðs frá því að komast inn í fyrirheitna landið.

5) Möglun...

Þegar orðið möglun er skoðað þýðir það ekkert annað en neikvæð játning. Kvartanir, gagnrýni, aðfinnslur og baktal, allt þetta og meira til flokkast undir mögl. Í fyrsta .Kor.5 kafla er orðið lastmáll, en það orð er ekki notað mikið nú til dags. Lastmáll er sá sem sem slúðrar, blótar og baktalar og Guð ætlast til þess að við tökum á því með festu og aga. (Jak.3:5.. Sjá hversu lítill neisti getur kveikt í miklum skógi..)

Þannig er tungan. Lítil innskot, hárbeittar athugasemdir og kaldhæðni, kveikja að lokum ólökkvandi elda haturs, styrjalda og óvildar. Sambönd leggast í rúst og ekkert verður eftir nema kvöl. Menn mögla við kaffikönnuna gegn vinnustaðnum eða yfirmanninum, og kvarta svo yfir því að þeir fái ekki stöðuhækkun. Þeir mögla gegn predikaranum og undrast svo að börnin þeirra meðtaki ekki fagnaðarerindið. Þeir mögla gegn Orði Guðs og nöldra svo yfir því að þeir sjái ekki trúnna virka í lífi sínu. Þarna er engin merki fyrirheitna landsins sjáanleg..

Þegar við áttum okkur á þessum fimm syndum sem við höfum farið hér yfir að þá eru þær enn höfuðorsök þess að þjónar Drottins fullnýti ekki eigileika sína til fullnustu. Ég trúi því að Guð vilji að við göngum inn til fyrirheitna landsins sem er land hvíldar, blessunar, árangurs, hæfileika og valds. Ég trúi því að Drottinn þrái að við komumst á þennan stað sem okkur er ætlað að vera á sem börn Guðs. Enn því miður eru alltof margir sem veigra um í eyðimörkinni og láta líf sitt þar af því að þeir vilja ekki gera vilja Guðs og ganga inn í þau fyrirheiti sem hann hefur fyrir okkur


hugleiðing á góðum degi sem Guð hefur gefið okkur

Eftir að hafa setið kennslu um opinberunarþekkingu, þá er mér eitt hugleikið.
Þegar Jesús segir við Pétur þú ert Pétur , kletturinn.

Matt 16:13-19
-13- Þegar Jesús kom í byggðir Sesareu Filippí, spurði hann lærisveina sína: Hvern segja menn Mannssoninn vera?-14- Þeir svöruðu: Sumir Jóhannes skírara, aðrir Elía og enn aðrir Jeremía eða einn af spámönnunum.-15- Hann spyr: En þér, hvern segið þér mig vera?-16- Símon Pétur svarar: Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.-17- Þá segir Jesús við hann: Sæll ert þú, Símon Jónasson! Hold og blóð hefur ekki opinberað þér þetta, heldur faðir minn á himnum. -18- Og ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast.-19- Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum.

Orðið yfir klettur sem Jesús notar í fyrra skiptið er grísk karlkynsorð sem er Petros og þýðir stór klettur.

Síðan þegar hann segir á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína , notar hann gríska kvenkynsorðið Petra sem þýðir gígantískur klettur.

Hann er ekki að segja að Pétur sé Petra eða þessi gígantíski klettur heldur er að hann að segja að kirkjan verði byggð á þeirri opinberun að Kristur sé sonur Guðs.

Því miður að þá heldur ein kirkjan að þarna sé átt við Pétur sjálfan og hafa byggt kirkju sína ofan á gröf hans. Guð miskunni þeim fyrir þá vitleysu.

Jesús er Petra eða þessi gígantísku klettur.

En það sem ég hef verið að hugleiða er þessi lyklill af himnaríki sem Jesús lætur Pétur fá.

-19- Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum.

Það sem er að veltast fyrir mér er að af því Pétur hafði fengið þessa opinberun frá Föðurnum á himnum hver Jesús væri að þá hefði hann fengið fyrstur lykilinn af fagnaðarerindinu. Vegna þess að þegar Heilagur Andi kom yfir lærisveina Jesú á Hvítasunnudag, að þá var það Pétur sem stígur fram með þennan lykil af himnaríki og opnar fyrir dyrum fagnaðarerindisins.

Ég er ekki að segja að Pétur hafi verið lykilinn sjálfur, heldur að Jesús sé lykillinn að frelsun mannanna. En þarna notar Pétur þann lykil sem hann fær.

En Pétur gat samt ekki notað þennan lykil fyrr en á réttum tíma, því að hann hafði fengið hann meðan Jesús gekk enþá um á Jörðinni fyrir golgata. En akkúrat á réttum tíma, réttum stað hefur Heilagur Andi fyllt hann af krafti og djörfung til að stíga fram fyrir mannfjöldan og predika fagnaðarerindið.

Pétur var ekki sami maðurinn fyrir úthellingu Heilags Anda of fyrir. Það þarf bara að skoða þegar það var verið að fara krossfesta Jesú að Pétri skorti kraft og hugrekki til að viðkenna að hann væri lærisveinn Jesú. Ég tel það líklegast að Pétur hafi verið hræddur við þeim viðbrögðum sem hann gæti fengið ef hann myndi játa að hann væri lærisveinn Jesú. En sem betur fer brást hann öðruvísi við en Júdas sem hafði líka svikið Jesú, og grét og iðraðist þessara röngu viðbragða sinna.

Til þess að skilja þennan mun og þessa miklu breytingu sem varð á Pétri þarf að skilja hvað orðið kraftur þýðir.

Orðið er líklega best þýtt sem möguleiki eða geta til þess að geta framkvæmt.

Áður en Heilagur Andi kom yfir Pétur að þá átti hann ekki möguleika að geta framkvæmt það sem hann gat framkvæmt eftir úthellingu Heilags Anda.

Þannig að það hlítur að vera gríðarlega mikilvægt að meðtaka Heilagan Anda inn í líf sitt. Því að fyrsti lykillinn er að fá þá opinberun hver Jesús er, svo er að taka það hlýðniskref að láta skírast og meðtaka Heilagan Anda inn í líf sitt.

Sem þýðir það að Guð sjálfur fer að búa innra með okkur, sem er einungis hægt í gegnum fórnardauða og fyrirgefningu Jesú Krists. Því að Guð getur ekki búið þar sem sem synd er. En þá kemur þessi spurnging hvernig gat Heilagur Andi þá verið með mönnum á dögum gamla testamenntisins þar sem þeir voru ekki endurfæddir til Krists?

Munurinn er sá að Heilagur Andi gekk hliðina á þeim en í dag er hann innra með okkur, Páll postuli segir að við séum musteri Heilags Anda.

þannig að það er mikilvægt að hafa þessa lykla í lífi okkar, Því að án Heilags Anda , opiberast ekki orðið fyrir okkur og án hans getum við ekki framkvæmt nein kraftaverk í Jesú nafni.

Með Heilögum Anda opnast dyr og við förum að geta framkvæmt hltui sem voru ekki mögulegir áður. Það opnast dyr fyrir okkur að sjá fólk losna frá fjötrum og sjúkdómum, og við öðlumst vald sem synir og dætur Guðs að binda verk óvinarins og leysa alla sem eru fjötraðir.

Þess vegna er ég handviss um það að Pétur hefði alldrei þorað að nota þennan lykil af fagnaðarerindinu sem Jesú lét hann fá án Heilags Anda.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband