Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Síðasti dagur ársins - uppgjör

Núna er síðasti dagur ársins, og verð ég að segja að síðustu 2 ár hafa verið þau allra viðburðarríkustu sem ég man eftir. Og þá sérstaklega þetta ár sem er að enda sitt skeið. Ég held ég hafi alldrei upplifað eins margar raunir og þetta ár.

En það er samt hugarfarið sem skiptir mestu máli, ekki það sem kemur upp á. En mig langar að renna yfir árið í stuttu máli.

Líf manns breytist töluvert þegar börn koma í heimin. Það má segja að þroskastiginn hjá manni hafi risið upp um margar hæðir , þótt sjálfur segi frá. Bara hvað nærvera lítils kríli gefur manni mikið er svo ótrúlegt, að því fá engin orð lýst og svo sannarlega blessun að fá það traust hjá Skaparanum að ala upp dýrmætt líf.

Árið einkennist af miklum breytingum og svoldlu rótleysi varðandi fluttninga og annara viðburða.Það að ganga í gegnum margar raunir í einu, getur tekið sinn toll af manni. En um leið nær maður að þroskast.

Þó svo ég lýti ekki á að sem gleðiefni að rata í erfiðar raunir, að þá er það tækifæri til að vaxa og þroskast. 

Síðasta ár einnkendist af því að læra takast á við að dna prufur gagnvart dóttir minni reyndust neikvæðar í tvígang.Lærdómurinn þar var að það er kærleikurinn í samskiptum okkar sem skiptir mestu máli, ekki blóðtengslin.

Þetta ár var töluvert viðburðarríkara en það síðasta hvað þetta varðar. Skilnaður móður minnar og stjúpföður til 28 ára, tók sinn toll og fór ekki vel í neinn nákomin. Allvarleg veikindi dóttur minnar sem var hætt komin vegna vírusar i öndunarfærum. En þökk sé öllum þeim sem tóku sér tíma og báðu fyrir henni, að þá varð hún heil meina sinna. Og þökk sé sjúkrahúsinu fyrir skjót viðbrögð og hjálp þeirra í henanr garð. Þökk sé þeim hæsta að lækna hana og heyra bænirnar sem upp stigu hennar vegna.

Eigin skilnaður tók sinn toll líka. En þakklæti fyrir að fá að halda áfram að ala upp dóttir mína, þótt blóðskyld séum við ekki. En náin og sterk tengsl á milli okkar.

Strax í kjölfarið komu niðurstöður úr enn einu dna prófinu, þar sem ég kemst að þvi að ég er rangfeðraður. Síðan að þurfa hafa upp á mögulegum feðrum var ævintýri líkast. En jafnfamt þakklátur að gefast ekki upp og halda áfram þar til leitinni var lokið. 5 dna próf á rúmi ári er fullmikið af hinu slæma. En samt partur af lífinu.

Ég greyndist svo með allvarlegt þundglyndi um mitt árið. Margir virðast vera í skömm að tala um þunglyndi, enn hjá mér birtist það í áhugaleysi á lífinu, orkuleysi í að framkvæma og depurð. Ég er líka með áfallastreyturöskun og hún var greint áður en allt skellur á þessu ári. Ég hef alldrei á ævi minni verið á lyfjum fyrr en nú. Ég skammast mín ekkert að tala um þetta, þunglyndi er eitthvað sem margir þurfa að berjast við á lífsleiðinni, og ætti ekki að hvíla nein skömm að því. Einnig fæ ég lyf til að geta sofið, og á langvarandi svefnleysi sinn þátt í þessu þunglyndi, ég fór ekki að geta sofið allmennilega fyrr en ég fékk lyf og hvílist betur. Jólin hafa líka alltaf verið erfiður tími hvað þunglyndið varðar, en þessi jól ákvað ég að vera jákvæður og raunin varð sú að þessi jól urðu þau bestu til margra ára.

Em aftur að dna, það að vera orðin þetta gamall og komast að því að þurfa leita af réttum föður er ekkert grín. Enn inn á milli langar mig að koma minni skoðun hvað þetta varðar. Mér finnst það ekki réttlátt að konur geti sofið hjá mörgum karlmönnum á stuttum tíma, og svo á sem sem á barnið að bera allan kostnað af hórarí kvenmannsins. Hví þurfa einungis feður að greiða fyrir þetta ? Er það ekki á ábyrgð móðurinnar að haga sér ósæmilega? En nóg um þetta mál ...

Ég fann rétta föður minn og niðurstöðurnar voru 99.9999999. Fyrir aftan 99 voru 7 níur. Talan 7 er tala fullkomnunar. Ég leit á þessar niðurstöður sem leitinni væri lokið.

Ég er ótrúlega heppin hvað réttan föður minn varðar. Hann er í rauninni sá faðir sem mig langaði alltaf að eignast. Þótt skrítið sé að segja frá, að þá upplifði ég eins og ég hefði fundið týndan part af sjálfum mér. Mér hefur verið tekið vel af nýjum fjölskyldumeðlimum og fyrir það er ég gríðarlega þakklátur.

Það hefur ýmislegt annað reynt á dagana. En ég gafst ekki upp og hélt áfram. Ég trúi því að allt samverki til góðs og þegar uppi er staðið, er ég búin að eignast dýrmæta reynslu.

Öll þau loforð sem Guð hefur gefið mér, hafa ræst. Því fer ég bjartsýnn inn í nýja árið og í þeirri trúi að þetta ári muni skila mér góðri uppskeru á öllum sviðum lífsins.

Um leið og ég óska öllum gleðilegs nýs árs og friðar á nýju ári. Langar mig að segja, að lífið er tækfæri og verkefni sem við þurfum að takast a við. Þó svo okkur verði á oft á tíðum. Mistök okkar geta haft misjafnar afleiðingar, hvort sem okkur finnst þær sanngjarnar eða ekki.

En mundu þú ert sigurvegari sama hvað aðrir segja, eina sem þú þarft er að trúa þvi að ganga út á það ... eigðu góðan dag og takk fyrir lesturinn ...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband