Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014
Hreingerning
10.4.2014 | 23:30
Að hreinsa ti reglulega, er alltaf nauðsynlegt. Við setjum ruslið sem safnast saman á heimilinu í ruslapoka, og svo þegar hann hefur fyllst að þá bindum við fyrir hann og hendum honum í ruslið, og setjum nýjan poka í. Þetta er eitthvað sem all flestir vita og gera.
En hvað með þegar það kemur að okkur sjálfum ? Það er mikið áreiti í kringum okkur flesta daga. Mörg okkar segja eða gera eitthvað sem þau sjá eftir. Við fyllum huga okkar á alls konar rusli sem fjölmiðlar landsins bjóða okkur upp á. Og er það ekki frásögu færandi, að margir þættir fjalla um daður, framhjáhöld, kynlíf, ofbeldi, lastmæli og svo mætti lengi telja.
Jafnvel er það gengið svo langt að sumt fólk er orðið heilaþvegið af þessum óþvera, sem því er boðið upp á að horfa. Margir segja að þetta hafi engin áhrif á þá. En samt sýna staðreyndir fram á að, hjónaskilnaðir og framhjáhöld hafa því miður aukist til muna. Ekki það að ég ætli mér að gerast einhver siðapostuli yfir öðrum. Enda er það hverjum manni frjálst að velja og hafna.
Einnig er það staðreynd, að stundum þurfum við að taka til í okkar eigin lífi og fara út með ruslið og henda því. Bæði skoðanir okkar, slæmar lífsvenjur geta verið okkur til ama. Við mennirnir getum verið oft eins og hlutir sem þeitast með vindinum og förum þangað sem hann þeytir okkur.
Áður en ég kom til Guðs, að þá voru margar skoðanir mínar mótaðar af fordómum og fáfræði, og einnig rasisma og hatri í annara garð. Ég var mjög fordómafullur vegna margra hluta. En ég fékk þá náð að henda þeim skoðunum beint í ruslið, og taka inn nýjar skoðanir og ný viðmið, byggt á orði Guðs.
Tímarnir sem við lifum á, eru mjög sérstakir, og margir hafa haft sig í frammi við að reyna afkristna þjóðina. Margir hafa sagt skilið við trúnna og snúið sér að hégóma, og á meðan hafa kristnir söfnuðir á landinu horft á sofandi og látið valta yfir sig.
Ég er þannig gerður, að mér er allveg sama hvort fólk muni hata mig fyrir að taka afstöðu með Biblíunni. Ég er ekki hræddur við að taka afstöðu með sannleikanum í Orði Guðs. En ég er hræddur við að ranghvolfa sannleikanum eins og margir gera í dag. Ég óttast refsingu Guðs meira en hatur manna.
Því hef ég ávallt tamið mér, þrátt fyrir breiskleika minn, að deila ekki við Guð. Það sem hann segir að sé rétt og rangt. Er þannig, og því verður ekkert breytt, þótt að tíðarandinn sé þannig í dag, að hann vilji gera allt í andstöðu við vilja Guðs.
Það þyrfti að taka tíðarandan í dag og henda honum ofan í ruslið. Því að siðferðisþröskuldur þjóðarinnar færist sífellt neðar og neðar. Fyrir ákveðnum árum, mátti ekki blóta í fjölmiðlum. En ekki alls fyrir löngu kom myndin wolf of wall street út, en þar er Guðlastað og blótað í kringum 250 sinnum fyrstu 10 mínúturnar í myndinni.
Þannig að ég varpa þeirri spurningu fram, er ekki komi tími á hreingerningu hjá Íslensku þjóðinni ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)