Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015
Að lifa frjáls í breiskum heimi.
11.11.2015 | 18:37
Það er eitt sem flestir forðast held ég, og það er að láta særa sig. Það má vel vera að einhverjir séu svo sjúkir að þau sæki í það. Það er þó greinarmunur á því að koma sér í skaðlegar aðstæður en að láta særa sig.
En það sem einkennir einstaklinga sem koma sér ekki út úr skaðlegum aðstæðum, er að þeir tapa. Það er alldrei nein uppbygging fyrir okkur eða gróði í því að koma okkur endalaust í aðstæður þar sem er ílla komið fram við okkur. Eða þar sem okkur líður hreinlega ílla.
Hvað er það sem veldur því að einstaklingar festist á þessum slóðum ? Það er eflaust hægt að fá mörg mismunandi svör við því. En það sem ég trúi að sé rétt hvað þetta varðar, er skortur á ást. Börn sem alast upp án þess að fá allan þá ást og hlýju sem það þarf. Getur orðið vanhæft að læra meðtaka ást. Þetta eru kannski slánandi orð. En ef ég set sjálfan mig í samhengi þá er þetta dagsatt.
Ég er þannig einstaklingur sem hef átt erfitt með að meðtaka elsku. En átt auðvelt með að gefa af mér og enda alltaf á þvi að tæma mig. En vatn sem rennur úr, endar á þvi að verða tómt. Það þarf að renna jafnt í það sem frá því. Þess vegna skiptir svo miklu máli að læra að meðtaka elsku og gefa elsku.
Það má vel vera að þetta hljómi væmið í huga einhverja, en mér er bara nákvæmlega sama hvað öðrum finnst. Að geta gefið og ekki þegið, veldur þvi að við tæmum okkur, skiljum ekkert í því afhverju þetta er svona.
Það er talað um að nánd er það sem skiptir mestu máli í samskiptum einstaklinga. Það að geta tengst öðrum heilbrigðum böndum skiptir gríarlega miklu máli. Nánd er að gefa og þyggja. Gefa og þyggja, gefa og þyggja, gefa og þyggja .. það veitir ekki af því að skrifa þetta nógu oft svo maður læri að meðtaka.
Eitt að þvi sem er oft erfitt fyrir einstaklinga sem gefa mikið er að þyggja. En það verður að vera jafnvægi þarna á milli. Vilji maður ekki verða of þreyttur andlega, þá þarf maður líka að læra að meðtaka.
Þetta er hlutur sem ég er að æfa mig persónulega í. Ég er oft gjarn á því að gefa og gefa og þyggja ekkert til baka. Síðan sit ég uppi tómur og skil ekkert í hlutunum, afhverju þeir eru svona eins og þeir eru.
En þegar ég hef komist að þessum grundvallar sannleika að ást er gefin og þegin jafnt á báða bóga. Að þá get ég hafið ferli í því að læra elska sjálfan mig, aðra og meðtaka frá öðrum.
Elska Guðs, hún læknar og leysir okkur. Innan frá og út.
Það sem veldur því oft að við viljum ekki hleypa fólki nær okkur er særindi og vonbrigði. Við lokum hjarta okkar, til að verja okkur frá því að vera særð , eða fyrir vonbrigðum. Ég man vel eftir því að hafa tekið ákvörðun um að gera þetta. Ég var 12 ára, þegar ég ákvað að ég æltlaði ekki að treysta neinum, eða tengjast neinum. Því að þá þyrfti ég ekki að finna aftur til eða vera særður. Traust mitt til annara var í molum og ég var særður.
Það sem ég byggði upp sem varnarmúr í kringum mig, til að vernda sjálfan mig. Varð einungis til þess að ég varð fangi einangrunar og einmannaleika. Lokað hjarta sem tekur ekki við, er vannært hjarta og fjarri því að vera heilbrigt.
Það er sem er á bakvið þessa varnarmúra er ótti við að vera berskjaldaður, ótti við annað fólk, ótti við að vera ekki meðtekin, ótti við að vera ekki nógu góð/ur .
Það að komast út úr sjálfum sér er ákvörðun sem við tökum og treystum Guði fyrir. Það er líka ákveðið ferli sem við förum í gegnum. Ferli fyrirgefningar sem felur í sér að við veljum að sleppa tökunum og veljum að lifa frjáls.
Þessi hugsun þessi á ekki skiliið að vera fyrirgefið, eða þessi orð, þetta ætla ég alldrei að fyrirgefa þér. Þetta má bara fara beint ofan í klósettið og muna svo að sturta niður. Því að þetta hugarfar er allgjörlega rangt.
Ég fyrirgef svo ég sé sjálfur frjáls, og vissulega set ég aðra frjálsa með þvi að fyrirgefa þeim. því að ef við setjum í samhengi, fyrirgefninu Krists á krossinum, að þá var hún fyrir okkur svo við gætum orðið frjáls undan dómi heimsins.
Það að velja að fyrirgefa er miklu betri kostur en að lifa í heimi einangrunar , reiði og sýki.
Þú fyrirgefur svo þú sért frjáls. En já sumt er bara ómögulegt að fyrirgefa eða veistu hvað þessi gerði mér ?
Fyrirgefningin er fyrst og fremst ákvörðun sem ég vel, hún er valkostur og verkfæri til að lifa frjáls í breiskum heimi. Ef ég ætla mér að vera með varnarmúra í kringum mig endalaust, þá mun ég fara á mis við það sem lífið hefur upp á að bjóða .. Lifðu og leyfðu öðrum að lifa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)