Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015
O Lord
3.7.2015 | 05:32
Send your fire in my heart o Lord
My heart burns for you o Lord
I am filled with the Holy Ghost o Lord
Baptized by your fire O Lord
Fill my heart with your love o Lord
That it will overflow o Lord
Let me by your hands and feet o Lord
so i can lead others to you o Lord
Sigvarður (Guðs gjöf) 3 júlí 20015
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að takast á við margt í einu í lífinu
1.7.2015 | 12:07
Hvernig tekst maður á við það að komast að því, að dóttir manns er ekki manns eigið hold og blóð, að faðir manns er ekki blóðfaðir manns heldur ? Eigin skilnað, skilnað foreldra, erfið veikindi dóttur og svo síðast að öllu að vera allt í einu meinað að eiga samskipti við dóttur sína ?
Satt að segja er þetta svoldið stór pakki til að díla við. En allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir.
Það fyrsta var gríðarlegt sjokk varðandi dóttir mína. En lærdómurinn þar að kærleikurinn til barnsins er það sem skiptir mestu máli.
Skilnaður foreldra og eigin skilnaður, er eitt og sér allveg meira en nóg til að díla við. En lærdómurinn þar ekkert er öruggt í þessum heimi nema Guð, hann bregst alldrei og yfirgefur okkur alldrei , né ástvini okkar.
Að díla við faðernisbreytingar er svoldið sérstakt. Að komast að því að sá sem er skráður faðir manns, reynist svo ekki vera það. Er áfall út af fyrir sig. Þá vakna upp spurningar, hver er þá faðir minn, afhverju þetta líka, var þetta ekki nóg með dóttir mína ? Þetta fer eflaust misjafnlega í okkur eins og við erum mörg og eftir aðstæðum. Í mínu tilfelli voru samskiptin sama sem engin við þann sem var skráður faðir. Þýðir það að hann sé eitthvað slæm persóna, af því að ég gat ekki tengst honum ? Nei fjarri fer því, þvert á móti er hann góð persóna. Það var mér til góðs að hafa ekki getað tengst honum, vegna niðurstöðu dna prófs. Þó svo tenginginn hafi ekki verið mikil. Að þá er samt viss söknuður sem á sér stað, allt í einu hefst leit af þeim rétta.
Það er hægt að taka svona hlutum á allan hátt. En ég valdi að líta á þetta sem verkefni að finna þann rétta. Þó svo að það hafi tekið sinn tíma. Að þá var það þess virði. Því sá rétti tók mér vel og hef ég átt auðvelt með að tengjast honum og á góð samskipti við hann. Fyrir það er ég mjög þakklátur, því slíkt er ekki sjálfgefið. En kostar vinnu.
Fyrst kemur sorg yfir því að faðir manns er ekki faðir manns og systkyn manns eru ekki raunveruleg systkyn manns. Síðan tekur við annað ferli, þar sem hugsanir á borð við, hefði líf mitt orðið öðruvísi ef þetta hefði verið rétt allan tímann ? Það kemur viss söknuður að hafa misst af stórum hluta ævi sinnar. En satt að segja, að þá er lítið við þessu að gera. en að taka hlutunum eins og þeir eru og sætta sig við það, og gera gott úr því sem komið er, og byggja upp ný samskipti og tengsl.
Allt hefur þetta reynt mikið á, en líklega ekkert eins mikið og fá ekki að hitta litlu lengur. Fyrstu viðbrögðin eru reiði og varnarleysi. Í raun varð ég að játa mig sigraðan, ég vissi ekki hvernig ég ætti að takast á við þetta og hvað ég gæti gert. En ég á góða að sem eru tilbúnir að leiðbeina mér og fékk aðstoð til að breyta rétt.
Það að einstaklingur sem maður elskar án skilyrða er tekin úr lífi manns, er bæði erfitt og sárt. Barnið er einungis 2 og hálfs árs. Í mínum huga er þetta hrein ílska að gera barninu slíkt. Tenging okkar hefur alltaf verið góð og náin. Það sem hryggir mig mest er að hún er barn og er varnarlaus. Hún skilur ekki svona. Hugsanir eins og er ég ekki nógu góð lengur, vill hann ekki lengur vera pabbi minn ? Hvað gerði ég rangt ? Margar aðrar hugsanir gætu farið í gegnum huga hennar og hún upplifað höfnun. En engar af þessum hugsunum eru réttar.
Því sannleikurinn er sá, ég elska hana og mun alltaf elska hana sama þótt móðir hennir hafi tekið þessa ákvörðun af eigin geðþótta. Ég vil alls ekki gera eitthvað lítið úr móður barnsins eða segja eitthvað slæmt um hana. Það lagar ekkert og breytir engu til góðs. En mín upplifun og skoðun er sú, að þetta er röng ákvörðun og margir sem þekkja til eru mér sammála.
En lífið heldur áfram, og þá þarf að endurskipuleggja líf sitt. Líklegast er komin tími á að maður geri eitthvað fyrir sjálfan sig og rækti eigin garð og hlúi að eigin sárum.
Það má vera að sumum þyki ég vera of hreinskilinn eða persónulegur, en svona rúlla ég bara og mun ekki breyta því fyrir aðra. Ég er opið bréf og finnst betra að tala um hlutina en að bera þá innra með mér ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)