Bloggfærslur mánaðarins, september 2015
Hvernig breytist staða okkar þegar við frelsumst.
10.9.2015 | 02:02
Það sem hefur komið mér á óvart, er að ég upplifi að allt of fáir skilji stöðu sína sem kristnir einstaklingar, og viti hver þau eru.
Þegar ég kem til Guðs að þá er ég syndari.
Fyrir náðarverk Jesú Krists á krossinum að þá breytist staða mín. Ég er ekki lengur munaðarlaus syndari. Ég er orðin barn Guðs, það er að segja sonur. Páll talar um að þegar við komum til Krists að þá öðlumst við rétt til að kalla Guð Abba Faðir. Orðið Abba á upprunna sinn í arameisku og þýðir í raun pabbi. Faðir virkar fyrir mér svoldið fjarlægt, pabbi er með meiri nánd.
Allveg eins og lítil pörn kalla pabbi, megum við segja við Drottinnn Pabbi, staða okkar er sú að við komum ekki lengur fram fyrir hann sem syndarar, heldur sem heilög börn hans. Náðarverk Jesú á krossinum var það fullkomið, að við erum orðin börn Guðs, við erum orðin 100% réttlát, okkur er fyrirgefið allt það sem við höfum gert og eigum eftir að gera. Við höfum öðlast eilíft líf og Hjálparinn mikli tekur sér bústað innra með okkur. Við þurfum ekki að rembast við að breyta okkur sjálf.
Ég hef oft í gegnum árin staðið sjálfan mig að því að rembast eins og rjúpan við staurinn. En staðreyndin er sú, að það sem ég breyti sjálfur í eigin mætti, varir ekki lengi í einu. En þegar ég sækist eftir því að dvelja í nærveru Heilags Anda, að þá fæ ég að breytast innan frá og út.
Það er sagt að við líkjumst þeim sem við umgöngumst. Markið okkar sem Guðs barna, er að líkjast Jesú, er þá ekki eftirsóknarvert að fá að dvelja í nærveru hans ? kynnast honum ? læra af honum ? hlusta á hann, og leyfa nærveru Hans að umbreyta okkur ?
Ég segi allgjörlega 100% fullviss, að það er nærvera Guðs sem vinnur verkið innra með mér. Ég get ekki bætt neinu við eða tekið af. Það er Guð sem verkar í ykkur, bæði að vilja og framkvæma.
Við sem börn Guðs, eða synir hans og dætur, erum komin með nýja réttarstöðu. Við erum komin með vald yfir öllu óvinarins veldi. Bænir okkar ættu að hljóma öðruvísi. Páll talar líka um að við erum erindrekar Krists. Hvað er það að vera erindreki, eftir því sem ég best veit og kemst næst, er að sá sem er erindreki, er sendur í Krists stað. Leyf mér að útskýra nánar. Þar sem Kristur býr í okkur, að þá er hann þar sem við erum, við biðjum í hans nafni og getum framkvæmt það sem hann framkvæmdi.
Ég þarf ekki lengur að biðja Guð um að lækna fólk. Postularnir voru með þetta á hreinu. Þegar Pétur er fyrir utan fögrudyr, að þá er þar sjúkur maður sem var að betla. Pétur sagði ekki: Góði Guð viltu lækna hann. Hann sagði gull og silfur á ég ekki, en það sem ég hef, það skal ég gefa þér: Stattu upp og vertu heill í Jesú nafni.
Þetta er það sem okkur tilheyrir í dag, að lækna fólk í Jesú nafni, að leysa fólk úr fjötrum í Jesú nafni og framkvæma undur og tákn í hans nafni. Þetta hefur ekkert með okkur sem menn að gera, það er ekki við sjálf sem læknum fólkið, heldur Kristur sem býr í okkur.
Þar sem þú ert, þar er Jesús. Þegar þú ert út í sjoppu að kaupa pylsu og kók, Þá er Jesús mættur á svæðið og allt getur gerst. Við heyrum alls konar orðanotkun um hvað við erum. Við erum hendur og fætur Jesú á jörðinni. Heilagur Frans orðaði þetta á þann hátt að við værum farvegur Guðs inn í líf annara.
Eitt sinn bað ég þessarar bænar, leyf mér að vera farvegur þinn inn í líf annara, og þá gerðust stórkostlegir hlutir.
Það er líka sagt að við sjáum Guð oft út frá þeirri mynd sem okkar raunverulegu feður eru okkur. Guð er ekki fjarlægur, hann er ekki reiður út í þig, Jesús brúaði bilið og greiddi gjaldið fyrir þig. Vegna hans að þá er Guð þér nálægur, hann elskar þig, hann hefur velþóknun á þér, og vill að þér vegni vel í því sem þú tekur þér fyrir hendur.
Annað orð yfir Faðir í nýja testamenntinu er Pather , það orð þýðir að Guð hefur gerst ábyrgur fyrir líf okkar. Þetta er í samræmi við það verk sem Jesú vann á krossinum. Hann dó í okkar stað, hann greiddi gjaldið fyrir okkur, hans vegna erum við frjáls Guðs börn. Trú mín hefur ekkert með mínar tilfinningar að gera, eða hvernig mér líður. Hún hefur með það að gera, að ég trúi og meðtaki það hver ég er, náðarverk Jesú og nýrri stöðu minni sem Guðs barni/ sonur.
Jesús gaf okkur nákvæma eftirmynd af því hvernig við megum vera. Lærum af honum og fylgjum honum. Jesús kallar enn í dag, fylgd þú mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)