Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2017
Læknisfræðileg útskýring á þvi sem gerðist á krossinum
27.4.2017 | 20:56
Kraftur Krossins
Læknisfræðileg útskýring á þvi sem Jesús gekk í gegnum daginn sem hann var krossfestur.
Læknirinn Truman Davis skrifaði grein, eftir að hafa gert sér grein fyrir því, að hafa tekið krossfestingunni sem sjálfssögðum hlut til margra ára. Hann gerði sér einnig grein fyrir því hversu harðbrjósta hann var orðinn og fjarlægur Drottni. Hann gerði sér grein fyrir því að þótt hann væri læknir. Að þá gerði hann sér enga grein fyrir því hvað það var sem Kristur þurfti að líða á krossinum. Höfundar guðspjallana, hjálpa ekki heldur mikið til í þessum efnum. Þar sem refsingar með svipu og krossfestingar voru svo allgengar á þessum tímum, sem þeir voru uppi. Að þeir hafa sennilega álitið svo að nánari útlistingar væru óþarfi.
Dr.Truman skrifar:
Eftir að Kristur var handtekin um miðja nótt. Var hann leiddur í hús æðsta prestins Kafíasar. Það var sem líkamlegir áverkar byrjuðu að sjást á Jesú. Hermaður sló hann utan undir, og hæddi hann, fyrir að vera hljóður frammi fyrir æðsta prestinum. Hallarverðirnir tóku hann þá, bundu fyrir augu hans, slóu hann í andlitið og hræktu á hann.
En snemma morguns, ílla farin og allur út í sárum, þurr og örmagna eftir svefnlausa nótt. Þar var hann leiddur fram fyrir Pílatus sem fann enga sök hjá honum, og framseldi hann til Heródesar þar sem Jesús var Galeubúi. Heródes beitti Jesús engu líkamlegu ofbeldi og senti hann aftur til Pílatusar. Það var ekki vegna hróps lýðsins sem Pílatus setti Barnabas lausan, og dæmdi Jesús til pyntinar og krossfestingar.
Mönnum ber ekki saman, hvernig málum var háttað í þessu máli. Flestir af rómverskum riturum á þessum tíma, halda því fram að það hafi verið hróp lýðsins sem olli því að Pílatus gaf skipun um örlög Jesú. Þeir halda því einnig fram að Pílatus hafi ekki verið að reyna verja Cesar, gegn þessum manni sem gaf sig út fyrir að vera konungur Gyðinga.
Undirbúningurinn fyrir svipuhögginn var á þá leið að Jesús var færður úr klæðunum og hendur hans bundnar, og þær festar á gálga , þannig að hendur Jesú voru festar á þann hátt, að þær væru fyrir ofan höfuðið. Það er að segja, að böndin héldu honum standandi, meðan refsingin átti sér stað. Það er vafi á því að Rómverjar hafi fylgt fornum Gyðingalögum, sem fyrirskipuðu meira en 40 högg.
Rómverskur hermaður stígur fram með svipu sem var kölluð flaggellum í höndum sér. Þetta er svipa sem er með 2 járnkúlur bundnar með leðri, í kúlunum eru krókar. Svipunni var beitt með fullu afli, aftur og aftur, á axlir Jesú, bak og fótleggi. Í fyrstu fara krókarnir aðeins í gegnum skinnið, en því meir sem þeim var beitt, því dýpra fóru þeir inn í líkaman og tættu hann upp, sem ollu miklum blæðingum og slæmum skurðum, og tættu upp vöðvana allveg inn að beinunum.
Litlu kúlurnar með krókunum var ætlað fyrst að valda, djúpum skurðum með endurteknum höggum. Að lokum var skinnið allt tætt og bakið var með hangandi skinnfliksur, og líkaminn orðinn óþekkjanlegur og ílla leikinn og miklum skaða valdið, sem ollu miklum blæðingum. Sá sem er við stjórn pyningarnar, gætir þess að sá/sú sem er pyntaður/pyntuð sé nærri dauða, að þær séu stoppaðar. Jesús er síðan leystur úr böndunum þar sem hann, er hálf meðvitundarlaus og allur í blóði, skríðandi um stéttina óstuddur. Rómversku hermennirnir sáu eitthvað fyndið við þetta, og hæddu Jesú, og kölluðu hann konung Gyðinga. Þeir færðu hann í skarlatsrauða kápu, settu reyrsprota í hendur hans, og gerðu kórónu úr þyrnum, til að fullklára háðung sína. Þyrnikórónan var með þyrnum og þeim þrýst á höfuð hans, þannig að þeir fóru í gegnum húðina, sem ollu enn meiri blæðingum. Einnig var búið að tæta upp æðarnar í líkama hans á mörgum stöðum.
Eftir að hafa niðurlægt Jesú, slegið í höfuð hans, að þá tóku þeir reyrsprotan úr höndum hans, og slögu hann í höfuðið. Höggin urðu til þess að þyrnarnir fóru enn dýpra inn í höfðuðið á honum. Loks verða þeir leiðir á sínu sadíska sporti, þá eru skarlatsklæðin rifin af honum. Blóðið hafði storknað í skarlatsklæðunum. Um leið og þau voru rifin af, opnuðust sárin aftur og fóru að blæða enn meir. Þetta var eins og hann hefði verið svipaður aftur.
Í varnarskyni gagnvart siðum Gyðinga, skiluðu rómversku hermennirnir klæðum Jesú. Þungur planki af krossinum, sem var í kringum 50 kg, var bundin yfir axlir hans. Í fylgd Krists, sem var fordæmdur, voru 2 þjófar. Leiðinni var heitið að Via Dolorosa (Golgata). Þar sem líkami hans var örmagna, og allur tættur, sár hans blæddu, var plankinn of þungur fyrir hann til að bera. Hann fellur niður, flísarnar úr viðnum stingast inn í líkama hans, Jesús reynir að standa upp, en vöðvar líkama hans, hafa verið skaddaðir of mikið, og komin langt yfir öll mörk sem þeir eiga þola.
Símon frá Kýrene hjálpaði svo Jesú að bera krossinn. Jesús reyndi að fylgja með þar sem honum enn blæddi og kaldur sviti kom frá líkama hans. Þar sem 594 metra ferðalagi hans frá höll Pílatusar að Golgata hæð lauk.
Jesús er síðan boðið vín blandað við gall, hann neitaði að drekka það. Símon er svo skipað að leggja niður plankann í jörðina, Bundinn við plankann er Jesús svo snögglega, hent þannig að hann lendir á bakinu, og axlir hans þrýsast fast í plankann. Síðan teygja þeir úr höndum hans, reka niður nagla í gegnum úlnið hans djúpt inn í viðinn. Hann var festur þannig að hann hafði möguleika á að geta lyft sér aðeins. Síðan er plankanum lyft og hann settur á hinn hlutan af krossinum. Fyrir ofan hann er síðan skilti neglt sem stendur I.N.R.I eða Jesús frá Nasaret konungur Gyðinga.
Fætur hans eru síðan færðar upp á viðinn upp við hvora aðra, hnén reyst aðeins við og nagli síðan negldur í gegnum sitthvora rist hans. En þetta var fest þannig að hann gat hreyft sig örlítið. Fórnarlambið var hér með krossfest. Hægt og rólega byrjar sársauki frá nögglunum að leyða upp líkama hans, allveg upp í heilan. Naglarnir í ristum hans, þrýstu á taugakerfið í líkama hans. Jesús reysir sig svo upp, með því að láta þungan hvíla á ristunum, aftur upplifir hann gríðarlega sársauka.
Á þessum tíma voru hendur hans orðnar örmagna, og krampi komin í vöðvana, sáraukinn var orðin svo gríðarlegur. En þrátt fyrir þetta lyfir hans sér upp. Vöðvarnir í höndum hans lömuðust og urðu óstarfhæfir. Hann gat dregið að sér andann. Jesús barðist til að reysa sig aftur við, til að geta andað aftur. Það hafa verið sjö stuttar tilvitnanir frá honum á krossinum ritaðar niður.
Það fyrsta er þegar hann lítur niður á rómversku Hermennina að kasta upp á klæði hans: Faðir fyrirgef þeim, þeir vita ekki hvað þeir eru að gera.
Annað er þegar hann talar til annars þjófsins: Í dag segi ég þér, þú munt vera með mér í Paradís.
Þriðja er þegar hann lítur á Jóhannes og segir: Gætu móður þinnar, og lítur síðan á Maríu móðir sína og segir: Gættu sonar þíns.
Fjórða er er hróp sem var spáð fyrir um í byrjun sálms 22: Guð minn , Guð minn, afhverju hefur þú yfirgefið mig ?
Klukkustundir af stanslausum sársauka, voru farnir að taka sinn toll af líkama Jesú. Hann barðist við að lyfta sér upp aftur og aftur. Þá byrjar annað að koma fram í líkama hans. Þungur verkur byrjar að myndast í bringu hans, loft fer að safnast saman við hjarta hans, og byrjar að mynda mikin þrýsting á hjartað.
Þarna var þessu allveg að ljúka, allur lurkum lamin, berst hjarta hans við að slá, lungu hans byrja að gefa sig og þau berjast við að fá súefni. Blóðið í líkama hans var orðið þykkt, eftir mikið vökvatap og allur sársaukin leiðir upp í heila.
Fimmta tilvitnunin er: Mig þyrstir: Einn hljóp til, tók njarðarvött og fyllti ediki, stakk á reyrstaf og gaf honum að drekka. Hann tók ekki við neinu af vökvanum. Líkami hans var orðin örmagna, og hann fann hvernig dauðinn kom yfir sig.
Það varð til þess að það sjötta tilvitnunin kom fram: Það er fullkomnað
Tilgangur hans varð fullkomnaður á þessari stundu. Loksins gat hann leyft líkama sínum að deyja. Á síðasta andartaki hans.
Kom fram sjöunda tilvitnunin: Faðir í þínar hendur fel ég anda minn.
Restina vitið þið. Til þess að vanhelga ekki hvíldardaginn, óskuðu gyðingarnir þess að þeir sem voru krossfestir yrðu drepnir og fjarlægðir af krossunum. Lokastig krossfestingarnar var gert á þann hátt, að fætur þeirra voru brottnir. Það var til þess gert, að þeir gátu ekki haldið sér uppi á fótunum til að geta andað. Fæturnir á þjófunum tveimur voru brotnir, en þegar hermennirnir gengu að Jesú, sáu þeir að það var ekki þörf fyrir að brjóta á honum fæturnar. En til að ganga úr skugga um að þessu yrði fullnægt, að þá stakk hermaður spjóti sínu í síðu hans og gegnum hjartað. Samkvæmt Jóhannesar guðspjalli, 19 kafla og 34 versi: Að þá kom út úr líkama hans, vatn og blóð. Vatnið eða vökvin úr blóðinu hafði aðskilist í kringum hjarta hans. Það gefur þá sönnun að Jesú dó ekki venjulegum krossfestingar dauða, heldur dó hann vegna þess hve hjarta hans var sundurkramið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)