Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017

Hugleiðing um Náðina og frelsi frá Fordæmingu.

Róm.8: 1Nú er því engin fyrirdæming búin þeim sem eru í Kristi Jesú. 2Því að lögmál þess anda sem lífið gefur í Kristi Jesú hefur frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.

Orðið fyrirdæming eða fordæming , sem hefur með það að gera að dæma sjálfa/n sig. Kemur af gríska orðinu Catacrima.Það sem er svo gott við að skoða frumtextan er, að oft að þá þýða orðin miklu meira en þau eru þýdd í Biblíunni. Það gefur okkur möguleika að sjá víðara samhengi í þvi sem við erum að lesa. Ef ég set tildæmis fyrsta versið í víðara samhengi. Að þá kemur það svona út. Það er engin tilgangur í þvi fyrir þau sem tilheyra Kristi Jesú, að vera dæma sig sjálf.

Svarið kemur svo strax í 2 versinu. Þar sem segir við höfum verið frelsuð frá lögmáli syndar og dauða. Það sem lögmálið gerir, er að þá sýnir okkur svart á hvítu. Hvað er rétt og hvað er rangt. Gerumst við sek eða brotleg við lögmálið sjálft. Að þá dæmir það okkur sek.

Við vitum að við gætum alldrei farið eftir öllum þessum reglum lögmálsins, allveg sama hversu hart við myndum leggja okkur fram í því að gera sem best. Það kæmi alltaf upp sá tímapunktur að við myndum bregðast, eða missa marks, eins og það er orðað. Þegar okkur verður á, að þá kemur sektarkennd, skömm og ótti um að vera ekki nógu góð. 

Allir þessir hlutir valda því, að við fjarlægjumst Guð án þess að hafa ætlað okkur það í fyrstu. Þess vegna er svo mikilvægt að skilja og meðtaka. Að við erum ekki lengur undir lögmáli, heldur undir náð. 

Náðin er samt ekki gjafabréf til að lifa í synd, hún er betri leið til að losna frá synd. Hún er betri leið til að setja okkur frjáls. Frjáls frá fjötrum, frjáls frá ófyrirgefningu, frjáls frá sektarkennd, frjáls frá skömm, frjáls frá höfnunarkennd, frjáls frá sjálfstortímingju, frjáls frá öllu því sem gerir okkur fjarlæg Guði.

Náðin felur í sér að treysta á náðarverk Jesú á Krossinum. Náðin er líka persónan Jesús Kristur, sem lifir innra með okkur. Hún er Guðs gjöf til þín. Hún er kraftur Guðs til þín, hún er fyrirgefning Guðs til þín, hún er elska og kærleikur Guðs til þín, Hún hefur Guðleg áhrif á hjarta þitt. Náðin umbreytir þér innan frá og út. Náðin opnar aðgang að hásæti Guðs. Sem þýðir að þú getur komið hvenær sem er, fram fyrir Guð vitandi að hann elskar þig, sama hvað þú hefur gert, og allgerlega óháð því hversu oft þér finnst þú hafa brugðist sjálf/um/ri þér.

Náðin er stærri og meiri en mistök þín, náðin er ný á hverjum degi, hvern dag hefur þú tækifæri, til að fá nýtt upphaf og nýja byrjun. Á hverjum degi færðu tækifæri, til að gera þitt besta.

Það sem er svo gott við náðina að hún réttlætir þig 100 % fyrir golgata, voru bara 3 persónur sem höfðu gengið á jörðinni verið 100% réttlátar. Adam og Eva fyrir syndafallið, og svo Jesús sjálfur. En í dag, erum við öllum 100% réttlát sem höfum gert Jesú Krist að Drottni okkar og frelsara.

Jesús sagði, ef réttlæti ykkar ber ekki af réttlæti fareisea og fræðimanna, munuð þið alldrei vera hólpin. Hvernig má svo vera ? Staðreyndin er sú, að á þessum tíma sem lögmálið var í gildi, að þá reyndu menn að réttlætast fyrir verk sín. Þeir treystu á sitt eigið ágæti. En þegar það kemur að náðinni, að þá felur það í sér, að treysta á náðarverk Jesú á Krossinum. Jesús er mitt réttlæti. Með því að meðtaka náð Guðs, þá meðtek ég réttlæti Krits, og verð réttlæti Guðs í honum. 

Ég er krossfestur með Kristi, sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu sem ég lifi hérna á jörðinni. Lifi ég í trú á son Guðs, sem elskar mig, og gaf líf sitt í sölurnar fyrir mig.

Kristur lifir innra með sérhverjum sem á hann trúir. Þess vegna er það tímasóun að vera dæma sig fyirr þau mistök sem maður hefur gert. Það er tímasóun, að lifa í fortíðinni og minna sig á það sem maður hefur gert rangt. Staðreyndin er sú, að við verðum að horfast í augu við sjálf okkur, hver við erum og við það sem við höfum gert. Fyrirgefa sjálfum okkur og öðrum svo við getum verið frjáls, og fara til þeirra sem við höfum skaðað og gera upp við þau.

Náð Guðs setur okkur frjáls.


Hugleiðing

1.kor.1:  9Trúr er Guð sem hefur kallað ykkur til samfélags við son sinn Jesú Krist, Drottin vorn.

 

Hvað þýðir það að vera kallaður til samfélags við Krist ? Að eiga samfélag, hefur með samskipti að gera. Þegar við lifum okkar lífi án Guðs. Að þá er oft tómarúm innra með okkur, sem við reyndum að fylla upp í á mismunandi hátt.

Peningar geta ekki fyllt upp í þetta tómarúm, eignir geta það ekki, annað fólk getur það ekki. Og hvað sem við reynum að fylla þetta tómarúm með, að þá eykst það ef eitthvað er.

Ég held að á vissum tímapunktum í lífum okkar, að þá upplifum við þetta. Þar sem við höfum allt til alls, en samt er eins og það vanti eitthvað. Ég upplifði þetta vorið 1999. Ég hafði allt til alls, en samt var eitthvað sem vantaði. Partur af mér vildi fá Guð, en ég gerði mér ekki grein fyrir því þá. Það sem ég gerði á þessum tímapunkti, er að ég fór að drekka daglega og taldi það færa mér einhverja hamingju, að vera allaf fullur. En það gerði það ekki. Á ákveðnum tímapunkti, hætti áfengið að virka. Það var ekki lengur gaman að drekka, þetta fór að vera kvöð. 

Það sem ég hélt að myndi veita mér gleði í lífinu, virkaði ekki lengur. Fikt við sterkari efni, komu mér ennþá meira á botnin. Stjórnleysi einkenndi líf mitt. Ég missti tökin á lífinu. Og stefndi á hraðri leið niðurávið.

Margir hafa verið í þeim sporum að hafa talið eitthvað veraldlegt veita sér hamingju. Þeir sem eiga mikið af peningum, falla oft í þá gryfju, að verða gráðugir í meiri peninga. Og oft á tíðum framkvæma menn siðlausa hluti, bara til þess eins að eignast meiri auðæfi. Sá staður sem menn fara á í þeim málum er ekki góður. En svo vitum við líka að það er til mikið af auðugu fólki sem er snjallt í viðskiptum oflr, sem er gjafmilt og gott, og notar auð sinn til að vera öðrum að gagni, og til hjálpar.

En þegar ég var komin á þann stað að ég réði ekki við líf mitt lengur, að þá var lífslöngunin horfin, og aðeins svartnætti framundan. Ég misti sjónar af þeim tilgangi, afhverju ég var skapaður og hvað það var, sem var ætlast til af mér í lífinu.

Á ákveðnum tímapunkti, upplifði ég uppgjöf, og aðstæður leiddust þannig, að ég gaf líf mitt til Guðs. Síðan þá hefur margt breyst.

Guð hefur fyllt upp í þetta tómarúm, gefið lífi mínu meiri tilgang, tekið burt margt slæmt úr fari mínu. Læknað sár lífsins. Breytt karakter mínum. Og gert mig að betri manni í dag, en ég var þá.

Vissulega halda sumir, að vera kristin, þýði það að þú eigir að vera fullkomin og megir ekki gera nein mistök. Það hlakkar í mörgum ef okkur verður á, og það er notað gegn okkur. En það sem fólk skilur ekki. Er að það sem gerist þegar við tengjumst Guði, og öðlumst persónulegt samfélag við hann. Að þá förum við að breytast hægt og rólega. Munurinn á þeim sem ganga með Guði og þeim sem ekki gera það. Er sá að sá/sú sem gengur með Guði, er að henni/honum hefur verið fyrirgefið, og fær hjálp frá Guði til að breyta rétt.

En það fylgir því líka ábyrgð. Það er engin að fara eiga samfélag við Guð, fyrir mig. Ég tek ábyrgð á því sjálfur. Hvern dag sem ég vakna, þarf ég að velja Guð, og velja að ganga hans veg. Vissulega, mistekst okkur alloft, og gerum hluti sem við eigum ekki að gera.

En hvern dag, er Náð Guðs ný. Þá hef ég val, hvort ég treysti á sjálfan mig, eða hvort náð Guðs nægir mér. Þetta hljómar kannski eins og ég sé að segja, að það sé allt í lagi að gera ranga hluti, af því að hvern dag er náðin ný. En það er alls ekki það sem ég á við. Það er ekki í lagi, að hafa það hugarfar, þetta er allt í lagi, Guð fyrirgefur mér hvort sem er. Slíkt kallast að syndga upp á náðina og er alls ekki það við eigum að gera.

Ég er mannlegur, breiskur og get ekki gert allt rétt. Ég get ekki treyst á mitt eigið réttlæti. Eina sem ég get gert er að treysta á Náð Guðs. Það sem Jesús gerði á krossinum, nægir mér.Ég get ekki tekið neitt af því, né bætt við náðarverk hans á krossinum.

Það að vera kallaður til samfélags við Guð, þýðir að ég var skapaður honum til ánægju, og til að lifa fyrir hann.

Við göngum oft í gegnum erfiða tíma, og stundum líður okkur alls ekkert vel. En munurinn á mér í dag og áður. Er sá að í dag, get ég tekist á við lífið eins og það kemur fyrir. Áður fyrr gat ég það ekki. Mín leið þá var að fljýja. Áfengi var hlutur af þvi að lifa í raunveruleikaflótta og þurfa ekki að takast á við lífið.

Líf án Guðs, er eins og að vera skip sem siglir út á hafið, hefur engan áttavita, og veit ekki hvert það stefnir. Vissulega hafa flestir plön, drauma og væntingar til lífsins. En hvað svo ? Hvað tekur við þegar lífið á jörðinni er búið ?

Hvað gerist ef ég dey í bílslysi á morgun ? Hvað verður um mig þá ? Það er stóra spurningin sem allir verða að velta fyrir sér. Hvar vil ég enda eftir lífið á jörðinni. Ég veit að ég vil verja minni eilífð með Guði.

Guð skapaði mig fyrir sig, til þess að ég gæti gengið lífð með honum og átt samfélag við hann, en ekki án hans.Við upplifum oft sorg í lífinu, eftir að hafa misst einhvern frá okkur, og það fer misílla í okkur. Þá væntanlega eftir því, hversu persónan sem við misstum var tengd okkur. En ef Guð yrði tekin frá mér, að þá yrði mér það erfiðara en allt til samans sem ég hef gengið í gegnum í lífinu. því ég yrði hjálparlaus og týndur án hans.

Því vil ég halda áfram að lifa fyrir hann og með honum. Lífið er mér Kristur.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband