Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2017
Hugleiðing út frá Galatabréfinu nr 1
30.8.2017 | 13:54
Eftir að hafa lesið Galatabréfið yfir að þá var tvennt sem stóð upp úr og talaði til mín.
Það fyrsta er setningin: Þar til Kristur er myndaður í ykkur. Það fyrsta sem gætin komið upp í huga þess sem er nýr í trúnni, er þessi spurning hvað þetta þýðir. Það fyrsta sem kom í hugsa minn þegar þessi orð töluðu til hjarta míns. Voru orð Jóhannesar skírara: Hann(Kristur) á að vaxa en ég á að minnka. Ég trúi því að þetta hafi með eðli mitt að gera. Nýja Testamenntið vitnar oft í gamla eðlið. Gamla eðlið er ég þegar ég lifði án Krists. Ég trúi þvi að kjarni þess að vera kristinn sé í Gal.2:20 . Þar talar um að vera Krossfestur með Kristi. Það er að segja að ég lifi ekki framar sjálfur , heldur Kristur í mér.
Það er margt í fari okkar þegar við erum nýfrelsuð sem stenst ekki frammi fyrir Guði. Rangir hlutir sem við vorum vön að gera, segja og jafn leyfðum að grasserast í huga okkar. Markmið okkar sem Guðsbarna, er að við minnkum eins og Jóhannes skírari orðaði svo rétt. Og að Kristur fái að vaxa innra með okkur. Páll vitnar líka í vaxtartakmark Krists. Það er markmið okkar að líkjast Kristi. Við minnkum og Kristur fær að vaxa innra með okkur. Þetta er ekki eitthvað sem gerist í hvelli. Þetta er hlutur sem tekur alla ævi. Þessi breyting á sér ekki stað þegar við rembumst við að breyta okkur sjálf, sem mun alltaf mistakast á einhverjum tímapunkti. Þessi breyting kemur innan frá og út. Það er sagt að við líkjumst þeim sem við umgöngumst. Það er akkúrat þannig sem þetta gerist hjá mér. Því meiri tíma sem ég eyði með Guði, því meir breytist hjarta mitt. Það eru þessu guðlegu áhrif á hjarta mitt sem á sér stað. Að ég umbreytist stöðuglega, og mun halda áfram að breytast. Oft eru það líka aðstæður sem við lendum í í lífinu, sem kenna okkur að færa okkur nær Guði, og læra treysta honum. Aðstæður hafa áhrif á því hvernig við breytumst. En valið er alltaf að treysta Guði og fá að breytast frá dýrð til dýrðar.
Það seinn sem stóð upp úr og talaði til mín var: Umskurn og yfirhúð skipta engu, heldur að vera ný sköpun. Það fyrsta sem kom í huga minn þegar orðið ný sköpun kom upp. Var 2.Kor.5:17 Ef einhver er í Kristi er hann/hún skapaður á ný, hið gamla varð að engu sjá nýtt er orðið til.
Það er það sem gerist þegar við frelsumst að nýtt eðli er sett innra með okkur. Öll okkar mistök allar okkar syndir oflr, hefur verið fjarlægt og eytt. Við fáum nýtt upphaf og nýja byrjun frammi fyrir Guði. Eflaust velta því margir fyrir sér, hvað umskurn og yfirhúð þýða. Innan Gyðingdómsins, var það regla að sveinbörn voru umskorin á 8 degir minnir mig. Nú leiðrétti mig einhver ef ég hef rangt fyrir mér. Á þessum tíma sem Páll skrifar þetta bréf, að þá var komin upp staða að menn skiptust í 3 flokka. Það voru þau sem höfðu tekið trú á Krist og trúðu því að, þau væru hóplin fyrir trú, og það hefði ekkert með verk að gera. Sem er rétt, því við getum hvorki bætt við né tekið af því verki sem Jesús Kristur vann á krossinum. Svo voru það Gyðingar sem voru allgjörlega á móti Kristinni trú. Og þriðji hópurinn myndi eflaust kallast miðjumenn. Þeir tóku hlut af lögmálinu, og hluta af fagnaðarerindinu. Þeir vildu fá fólk til að fara að siðum Gyðinga, og það virtist fara ílla í þá að Páll væri að opna öllum mönnum leið að Kristi, til að frelast. Þeir vildu meina að fagnaðarerindið og blessunin væri aðeins fyrir hina útvöldu þjóð Ísrael ( Gyðinga). Þannig að Galatabréfið er málsvörn Páls gegn þessu rugli sem var í gangi á þeim tíma. Martin Lúter leit á Galtabréfið sem eiginkonu sína, þetta var bréfið sem hann fékk hvað mestu opinberanirnar um. Þetta var bréfið sem kom siðbótinni af stað.
Þannig að þessi orð að vera ný sköpun og að Kristur myndist innra með okkur, helst í hendur. Við frelsumst, nýtt eðli er sett innra með okkur. Okkar gamla eðli fjarar út hægt og rólega. Og eðli Krists fær að vaxa innra með okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)