Bloggfærslur mánaðarins, september 2017
Efesusbréfið
18.9.2017 | 00:24
Efesusbréfið
Tilgangur: Tilgangur Efesusbréfsins var að styrkja hina trúuðu í Efesus í Kristindóminum til að útskýra eðli og tilgang kirkjunar og líkama Krists
Höfundur: Páll postuli
Áheyrendur: Kirkjan í Efesus og allir sem trúa
Bréfið skrifað: Kringum 60 e.f Talið er að Páll hafi skrifað bréfið í Róm þar sem hann sat í fangelsi
Umgjörð: Páll hafði eitt 3 árum með kirkjunni í Efesus og þeim trúuðu sem voru allsstaðar þar i kring. Ávöxturinn af þeim tíma varð sá að Páll var mjög náin kirkjunni í Efesus. Í post.20:17-38 má lesa um fund Páls við öldunga kirkjunar í Efesus við Míletus
Þessi fundur var fullur sorgar þar sem Páll trúði því að þetta yrði síðasta sinn sem hann myndi sjá söfnuðinn. Það eru engar tilvitnanir eða nótur sem benda á það að einhver vandamál hafi átt sér stað í kirkjunni í Efesus þegar Páll ritar bréfið.
Efe 1:1-1
-1- Páll, að vilja Guðs postuli Krists Jesú, heilsar hinum heilögu, sem eru í Efesus, þeim sem trúa á Krist Jesú.
Páll hefur líklega ritað bréfið í þeim tilgangi að bréfið yrði lesið í öllum kirkjum gegnum mismunandi tímaskeið allt til enda veraldar.
Kirkjur okkar eru misjafnar eins og þær eru margarleynifundir í heimahúsum ;Undir berum himni; Lofgjörð þar sem mikil þjónusta er og yfirflæði af fólki, í sjónvarpi, og stórum byggingum. Byggingar hafa sinn tíma. En Kirkja Krists er ekki takmörkuð við 4 veggi, heldur er kirkja Krists fólkið. Af margskonar kynþáttum og þjóðum, sem elska Krist og eru skuldbundin honum til þjónustu, Tími kirkjunnar byrjar á Hvítasunnudag (Post.2) Hún fæddist í Jerúsalem. Kirkjan spratt út frá þjónustu Postulana og þeirra sem tóku fyrst trú. Síðan í gegnum ofsóknir í Jerúsalem spratt kirkjan út til allra þjóða. Talið er að þetta hafi verið eina leiðin til að kirkjan dreifði sér frá Jerúsalem. Í þremur trúboðsferðum Páls má sjá stórkostlegan ávöxt og útbreiðslu kirkjunnar.
Ein af þekkustu kirkjunum var kirkjan í Efesus.Talið er að kirkjan í Efesus hafi orðið til í kringum 53 e.f.k. Þegar Páll gerði tilraun til að fara til Rómar en snéri svo til baka ári seinna úr sinni þriðju trúboðsferð. Páll dvaldi í Efesus í 3 ár, þar kenndi hann og predikaði með miklum árangri (Post.19:1-20). Á öðrum tíma, átti síðan Páll fundinn með öldungunum og hann senti Tímóteus til að veita þeim forstöðu. (1.Tím.1:3) Aðeins örfáum árum síðar var Páll sentur sem fangi til Jerúsalem.Í Róm var Páll heimsóttur af sendboðum ýmissa kirkna, þar á meðal af Týkíus frá Efesus. Páll skrifaði bréfið til kirkjunar og senti það með Týkíus. Bréfið var ekki ritað til andspænis neinum vandamálum. Efesus er bréf hvattningar og hughreistingar. Í bréfinu leggur Páll áherslu eðli eða náttúru þess að vera kirkja, og hann skorar á hina trúuðu til að lifa sem líkami Krists á jörðinni.Eftir Hlýja kynningu (Efes.1:1-2) Útskýrir Páll eðli líkama Krists (kirkjunnar) og þeirri dýrðlegu staðreynd að hinir trúuðu hafa verið böðuð í náð Guðs (1:3-8) kosin til að vera erfingjar (Efes.1:9-12), mörkuð af Heilögum Anda (Efes.1:13-14), Fyllt krafti Andans (Efes.1:15-23), fresluð frá synd, bölvun og fjötrum (Efes.2:1-10), og færð nær Föðurnum (Efes.2:11-18). Sem hluti af fjölskyldu Guðs stöndum við með spámönnum, postulum, Gyðingum og Kristi sjálfum (Efes.2:193:13). Og til að yfirstíga erfiðar hindranir með því að minnast þess alls sem Guð hefur gert fyrir okkur. Páll skorar á söfnuðinn í Efesus að halda sig í nálægð við Krist og vera honum náin, og brjótast út í lofgjörð sem kemur frá hjartanu. (Efes.3:14-21).
Páll leiðir svo athyglina á mikilvægi þess að í líkama Krists (Kirkjunni) ætti að vera eining þar sem börn Guðs er trygg Kristi í því sem þau gera, og að nota gjafir (Efes.4:1-16). Þeir fengu áskorun að lifa lífi sínu á háum standard (Efes.4:176:9). Það sem hann átti við að þau myndu hafna girndum holdsins (Efes.4:175:20), og sem fjölskyldu þýddi þetta sameigileg markmið og kærleikur (Efes.5:216:9).
Páll minnir þau svo á að baráttan sem þau eiga í er ekki við menn af holdi og blóði heldur við andaverur vonskunnar og himingeimsins, og að þau ættu að nota andlegu vopn sín í baráttunni. (Herklæðin) (Efes.6:10-17). Hann endar með því að biðja þau um bænir, og umboð Týkíusar, til þess að veita blessun (Efes.6:18-24).
Þegar þú lest þetta magnaða bréf til kirkjunnar , Þakkaðu þá Drottni fyrir fjölbreytileika og einingu í fjölskyldu hans. Biddu fyrir trúsystkynum þínum um víða veröld að þau mættu færast nær Föðurnum, gefðu þér síðan tíma til að tengjast trúsystkynum þínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nöfn Guðs
16.9.2017 | 09:55
Nöfn Guðs
1.Mós.17:1
Elóhím
Þýðir: Guð
Tilvitnanir: 1.Mós.1:1; 4.Mós.23:19; Sálm.19:2
Merking, gildi: Vísar til mátt og kraft Guðs. Hann er æðstur og er hinn sanni Guð.
Yahweh
Þýðir: Drottinn
Tilvitnanir: 1.Mós.2:4; 2.Mós.6:2-3
Merking, gildi: Drottinn þýðir, sá sem er yfir öllum.(Æðri en allir)
El Elyon
Þýðir: Guð Hinn hæsti
Tilvitnanir: 1.Mós.14:17-20; 4.Mós.24:16; Sálm.7:18; Jes.14:13-14
Merking, gildi: Hann er meiri og æðri en allir aðrir Guði, ekkert annað í lífinu er eins heilagt og Guð.
El Roi
Þýðir: Guð sem sér.
Tilvitnanir: 1.Mós.16:13; Sálm.139:7-12
Merking, gildi: Guð hefur yfirsýn yfir alla sköpun sína, og sér það sem fólk aðhefst.
El Shaddai
Þýðir: Guð allmáttugur (Guð er allmáttugur)
Tilvitnanir: 1.Mós.17:1; Sálm.91:2
Merking, gildi: Guð er allmáttugur (Honum er engin hlutur um megn)
Yahweh Yireh
Þýðir: Drottinn sem sér fyrir þér
Tilvitnanir: 1.Mós.22:13-14; Matt.6:26.
Merking, gildi: Guð mætir öllum þörfum þínum.
Yahweh Nissi
Þýðir: Drottinn er minn gunnfáni
Tilvitnun: 2.Mós.17:15
Merking, gildi: Við eigum að minnast Guðs fyrir að hjálpa okkur.
Adonai
Þýðir: Drottinn
Tilvitnun: 1.Mós.18:27
Merking, gildi: Guð einn ber höfuð og herðar yfir alla.
Yahweh Elohe Yisrael
Þýðir: Drottinn Guð Ísraels
Tilvitnanir: Dómarabókin.5:3; Sálm.59:6; Jes.17:6; Zefanía:2:9
Merking,gildi: Hann er Guð þessarar þjóðar.
Yahweh Shalom
Þýðir: Drottinn er friður
Tilvitnun: Dóm.6:24
Merking,gildi: Guð gefur okkur frið, svo við þurfum ekki að óttast.
Qedosh Yisrael
Þýðir: Hinn Heilagi Ísraels
Tilvitnun: Jes.1:4
Merking , gildi: Guð hefur fullkomið siðferði
Yahweh Sabaoth
Þýðir: Drottinn allmáttugur, er Drottinn allra yfirnáttúrulegra krafta. (Himneskra krafta)
Tilvitnanir: 1.Sam.1:3; Jes.6:1-3
Merking, gildi: Guð er frelsari okkar og verndari.
El Olam
Þýðir: Eilífur Guð
Tilvitnun: Jes.40:28-31
Merking, gildi: Guð er eilífur, hann mun alldrei deyja.
Yahweh Tsidkenu
Þýðir: Drottinn er réttlæti okkar
Tilvitnanir: Jer.23:6; 33:16
Merking gildi: Guð er standard okkar fyrir rétta hegðun. Hann einn getur gert okkur réttlát.
Yahweh Shammah
Þýðir: Drottin er hér
Tilvitnun: Esek.48:35
Merking, gildi: Drottinn er okkur alltaf nálægur
Attiq Yomin
Þýðir: Hinn forni (hinn aldraði, hinn gamli)
Tilvitnanir: Dan.7:9, 13
Merking, gildi: Guð er hið æðsta yfirvald. Hann mun dag einn, dæma allar þjóðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað segir Biblían um hjónaband ?
14.9.2017 | 08:36
1.Mós.2:18-24 | Guð skapaði hjónabandið |
1.Mós.24:58-60 | Skuldbinding er lykilatriði eða grundvöllur fyrir góðu hjónabandi |
Ljóðaljóðin.4:9-10 | Rómantík skiptir máli. |
Jer.7:34 | Tími hjónabandsins inniheldur gleði. |
Malakí.2:14-15 | Hjónaband skapar bestur aðstæðurnar til að ala upp börn. |
Matt.5:32 | Ótrúmennska eða hjúskaparbrot eyðilegur traust, sem er grunnurinn af hjónabandinu. Og getur valdið skilnaði. |
Matt.19:6 | Hjónaband er skapað til að vara eða endast. |
Róm.7:2-3 | Hjónabandið er sáttmáli, þar sem hjón eru bundin saman sem eitt, og ætti dauðin aðeins að geta rift þeim sáttmála. |
Efes.5:21-33 | Hjónabandið er byggt á ákvörðun um ást en ekki tilfinningum. Það byggist á þvi að karl og kona rækti hjónaband sitt. |
Efes.5:23,32 | Hjónabandið er lifandi táknmynd um Krist og kirkjuna (líkama Krists) |
Hebr.13:4 | Hjónabandið er gott og heiðvirt. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ákvarðanir
12.9.2017 | 16:20
Að taka ákvörðun er eitthvað sem við þurfum að gera daglega. Þegar við vöknum að þá tökum við ákvörðun um að fara á fætur. Við tökum ákvörðun um hvað við ætlum að fá okkur í morgunmat, eða hvort við fáum okkur eitthvað að borða. Þá vísa ég til þess, að sumt fólk hefur enga matarlyst þegar það vaknar.
Við tökum ákvörðun um hvað við segjum við fólk, hvort við leyfum ákveðnum hugsunum að dvelja í huga okkar. Við tökum ákvörðun alla daga, hvort sem það er fyrir augnablikið, til skamms tíma eða til lengri tíma.
Þegar ég var 9 ára tók ég ákvörðun um að halda með Arsenal í enska boltanum. Sú ákvörðun stendur enn. Fólk er á hinum ýmsu skoðunum um þegar það kemur að íþróttum og áhugamálum, með hvaða liði það heldur oflr. Ég tók ákvörðun um að halda með mínu liði, óháð gengi þeirra, og óháð því hvort ég væri sáttur við það sem væri að gerast innan félagsins. Við höfum flest okkar skoðanir á því hvernig við teljum að hlutirnir væru bestir fyrir liðið okkar.
Sama má segja með 15 janúar 2000. Þá tók ég ákvörðun um að gefa Guði líf mitt. Sú ákvörðun stendur enn í dag. Vissulega hefur mér mistekist oft á tíðum og gert margvísleg mistök. En þá hef ég alltaf þurft að taka ákvörðun, ætla ég að liggja í mistökunum mínum, og leyfa neikvæðni að ná tökum á mér. Eða ætla ég að standa upp og gera mitt besta í dag. Það er sagt að eymd sé valkostur. Það hefur líka með ákvörðun að gera. Dag hvern þarf ég að taka ákvörðun að fóðra andann í mér, bæði með því að lesa í Biblíunni, biðja, hlusta á lofgjörð, eyða tíma í nærveru Guðs. Eiga samskipti við trúsystkyn mín. Ég þarf að taka ákvörðun um hverskonar hugarfar ég vil hafa. Ég þarf að taka ákvörðun að breyta hugarfari mínu, og æfa mig í því að vera jákvæður. Það er hægt að taka endalausar ákvarðanir dag eftir dag.
En það sem liggur á hjarta mínu í dag, eru ákvarðanir mínar í samræmi við áætlun Guðs með líf mitt ? Þá er ég þó fyrst og fremst að tala til sjálfs míns. Því vissulega tek ég stundum rangar ákvarðanir. Og mig skortir oft visku í sumu af því sem ég ákveð. Mér var tjáð það að við höldum áfram að vaxa og þroskast. En við þörfnumst alltaf leiðsagnar.Þá kemur þessi spurning er ég á réttri leið? Er líf mitt vitnisburður um Guðs náð ? Er eitthvað í mínu fari sem stenst ekki frammi fyrir Guði. Er eitthvað sem ég þarf að gera betur ?
Þá kemur að því að það hvernig ég bregst við lífinu, er allfarið á mína ábyrgð. Allgerlega óháð því sem kemur í veg minn. Ég einn ber ábyrgð á þeim ákvörðunum sem ég tek. Ég get ekki bent fingrum og kennt öðrum um, ef miður fer. Þegar ég er leiðréttur, að þá er það á mína ábyrgð að bregðast við og taka ákvörðun um að taka leiðsögn og fara eftir því.
Þegar við tökum ákvörðun um að óhlýðnast, að þá vitum við að það mun ekki leiða neitt gott af sér. Ákvörðun er stór þáttur í lífi okkar. Og því endurtek ég mig og spyr, er eitthvað við ákvarðanir okkar sem við þurfum að endurmeta og skoða betur ? Ef ég svara fyrir sjálfan mig, þá er það mjög einfalt svar: Já. Því ég er alldrei orðin svo fullkomin eða klár að ég sé komin með þetta. Eins og ein góð segir: Framför en ekki fullkomnum. Þannig að ef ég miða mér við sjálfan mig í dag, og kannski fyrir einu ári. Að þá sé ég miklar framfarir á mörgum sviðum. Yfir því get ég tekið ákvörðun um að gleðjast að ég er á réttri leið. Og notað það sem hvatningu um að halda áfram að gera vel og bæta mig á öllum sviðum lífsins.
Lífið er ævintýri. En það er okkar ákvörðun hvernig við lifum því og bregðumst við því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)