Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018

Að horfast í augu við sjálfa/n sig

Ég velti því stundum fyrir mér, hvað það felur í sér að biðja Guð um að fjarlægja brestina sína. Sumir fara á hnén og ætlast svo til þess að allt hverfi á svipstundu. En það sem ég hef komist að er allt annað.

Ég á margar sögur af því þegar ég hef klúðrað einhverju, og farið í örvæntingu niður á hnén og beðið Guð um að redda þessu. Sumir nota orðin að gera upp á bak.

En það sem ég hef komist að, að biðja Guð um að fjarlægja brestina, er ekki að vera eins og lítið ósjálfbjarga barn, sem reiðir sig á foreldra sína að redda málunum. Þetta felur í sér samstarf milli þín og Guðs. Þú lærir að taka ábyrgð á gjörðum þínum, færð kraft til að horfast í augu við þig, akkúrat eins og þú ert, með kostum þínum og göllum.

Það sem ég hef fundið, er að um leið og ég tek ábyrgð á brestum mínum, er fyrst og fremst, hvernig hugarfar mitt breytist. Hvernig viðmót mitt breytist , og hvernig viðbrögð mín breytast við hinum ýmsu aðstæðum.

Þegar það koma upp aðstæður þar sem allt er ekki eins og ég vil hafa það, að þá get ég strax gert mér grein fyrir því að í þeim aðstæðum er ég stjórnsamur. Það hefur reynst mér vel að fara með æðruleysisbænina á slíkum stundum. Þá get ég gert mér grein fyrir því að það er ekki mitt að stjórna öðrum, eða aðstæðum.

Síðan getur það verið hinn póllinn sem er andstæðan við stjórnsemi. Einhver ætlar að stjórna mér og ég verð óttaslegin og þori ekki að mótmæla því og læt undan. Það kallast undanlátssemi.

Sama undirrótin er af báðum brestunum ótti. Sá sem vill stjórna, finnur fyrir öryggi í því að geta stjórnað öðrum og verður hræddur ef það mistekst. Sá sem lætur stjórna sér, er hræddur og þorir ekki að standa með sjálfum sér. Þarna kemur inn samstarf milli þín og Guðs hvað þetta varðar. Guð gefur þér hugrekki til að standa með sjálfum þér og kennir þér að setja skýr mörk.

Undirót mín af mörgum brestum mínum, er skömm, ótti og særindi. Fólk sem er sært, reynir að finna eitthvað til að deyfa sársaukann. Sumir leita í áfengi eða önnur vímuefni. Meðan aðrir leita í klám eða óábyrgt samskipti, þar sem það þarf ekki að skuldbinda sig eða taka ábyrgð á gjörðum sínum. En svo kemur alltaf skömmin inn. Afhverju gerði ég þetta ? Ég ætlaði ekki að gera þetta, en gerði þetta samt. Þá kemur inn skömmin, þar sem margir upplifa sig óverðug þess að vera elskuð, eða fyrirgefningar. Þetta verður oft vítahringur, við ætlum ekki að gera eitthvað en bregðumst við aðstæðum eins og prógrömmuð vélmenni og ráðum ekki við neitt.

Þess vegna fer fólk í meðferð, það fer í umhverfi þar sem það er verndað frá því að falla í þessa gryfju, og fær hjálp við að brjóta vítahringinn í því sem það er að eiga við. 

Margir notast við hugarfarið einn dag í einu.Þetta er reyndar mjög hjálplegt að hugsa svona. Því að einstaklingur sem fer kannski inn í meðferð við áfengis og vímuvanda, kann ekkert annað en að deyfa sig með þessum efnum. Gæti farið að hugsa til þess að þessi valmöguleiki er tekin frá honum/henni og orðið óttaslegin. Maður þarf ekki að taka ákvörðun um nema einn dag í einu. Í dag vil ég vera edrú eða frjáls frá þessu.

Fyrstu dagarnir eru alltaf erfiðir. En ef maður vill ná allgeru frelsi frá því sem hefur verið að eyðileggja líf manns. Að þá verður maður að gefa Guði aðgang að særindum sínum og leyfa honum að fjarlægja sársaukann. Minningarnar um atburðina verða eflaust til staðar, en við sjáum það einungis örin og getum horft í þakklæti til baka fyrir það sem Guð hefur gert. Sársaukinn hverfur, en minningin verður til staðar.

Það er ástæða fyrir því afhverju það er mælt með því að gera siðferðisleg reikningsskil á lífi sínu. Því þá náum við að kortleggja okkur nákæmlega eins og við erum. Við lærum að horfast í augu við það sem við höfum gert, og fáum tækifæri til að breyta hegðun okkar og vera fús til þess að bæta okkur sem persónur. Við lærum að þroskast og gefa af okkur. Með því að læra gefa af sér, hjálpar okkur að minnka sjálfselskuna og eigingirnina í lífum okkar. Það þýðir að til þess að sigrast á þessum tveimur brestum, að þá framkvæmum við hluti, sem eru öðrum að gagni án þess að ætlast til þess, að fá eitthvað til baka. Það getur hreinlega verið erfitt fyrir suma til að byrja með, en með því að halda áfram. Vex kærleikurinn innra með okkur, fyrir förum að hafa áhuga á öðru fólki. Við förum að samgleðjast öðrum þegar þeim gengur vel.

Þar hverfur afbrýðissemin og minnimáttarkenndin. Samkendin fer að vaxa innra með okkur, og við förum að læra að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.

Það er alls ekki auðvelt eða sársaukalaust að horfast í augu við sjálfa/n sig. En það er eina leiðin til að losna út úr sjálfs eyðileggjandi hegðun.

Með því að horfa í augun á sjálfum sér í spegli og segja ég elska þig, þú ert dýrmæt/ur, þú átt allt gott skilið, þú ert áhugaverð/ur ofl, jákvæða hluti. Að þá lærum við að tala jákvætt til sjálfra okkar. Við lærum að horfa á okkur sjálf með augum kærleikans.

Með því að vaxa í elsku til sjálfra okkar, að þá förum við að horfa öðruvísi á annað fólk. Dómharkan hverfur. Við förum að skilja að á bakvið hverja slæma hegðun, er særindi, skömm og ótti. Við förum að læra að hætta að dæma fólk, fyrir mistök þeirra. Við förum að læra að sjá lengra inn í líf fólks, og lærum að elska það eins og það er.

Það er hægt að halda lengra áfram og hugleiða þessa hluti. En það er þess virði að leyfa Guði að fjarlægja og lækna það sem miður hefur farið. Það setur okkur frjáls. Það kennir okkur að við erum dýrmætir einstaklingar. Við lærum að bera virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum. Við lærum að elska okkur sjálf og endurspeglum það til annnara. Við lærum að vera öðrum að gagni og verðum betri við okkur sjálf og aðra.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband