Bloggfærslur mánaðarins, desember 2018
Gal.2.20 útskýring
13.12.2018 | 15:37
Gal 2:20 Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.
Þetta vers hefur verið mér hugleikið til margra ára. Og reglulega hef ég hugleitt þetta vers og skoðað frumtextan (grísku), og margar mismunandi enskar þýðingar, til að fá aukinn skilning á því hvað þetta þýðir. Fyrst þegar ég heyrði þetta vers á alfa námskeiði sumarið 2000. Að þá var eins og það hefði verið skotið ör í mig og sagt mér að þetta vers ætti að fylgja mér.
Þegar maður skoðar þetta í samhengi og hvað þetta þýðir, að þá kemst maður að mögnuðum upplýsingum um þýðingu og meiningu þessa vers. Fyrir mér að þá er þetta vers kjarnin í því hvað það er að vera kristinn. Það er hægt að brjóta niður versið og skoða það nánar og spyrja spurninga hvað hvert smáatriði þýðir.
Ég er krossfestur með Kristi= Ein besta útskýring sem ég hef séð hvað þetta þýðir, að mitt gamla sjálf hefur verið krossfest með Kristi. Það er að segja þegar ég lifði í heiminum. Að þá lifði ég undir lögmáli syndar og dauða og var þræll syndarinnar. Minn gamli maður eða mitt gamla eðli hefur verið krossfest. Það þýðir að ég lifi ekki lengur á þann hátt sem ég gerði áður fyrr. Það sem þarf að gerast er að hugarfar mitt þarf að endurnýjast og ég að vaxa í því að líkjast Kristi.
Sjálfur lifi ég ekki framar= Eitt af því sem ég las um hvað þetta þýðir. Er að láta af gamla líferninu og þeirri lífsstefnu sem ég fór eftir. Þetta er eins og að steypa sjálfum sér af stóli og leyfa Kristi að setjast í hásæti hjarta okkar. Þetta er eins og lýsa því yfir að við ætlum ekki lengur að lifa í okkar eigin vilja. Og leyfa Guði að leiða okkur áfram í lífinu og lifa í hans vilja. Verði þinn vilji Guð.
Kristur lifir í mér= Þegar ég hef steypt mínum vilja og egói af stóli hjarta míns. Að þá sest hann í hásætið og gefur mér leyfi til að vaxa til hans myndar. Það er að segja að markmið mitt verður að líkjast Jesú. Í honum á ég sonarréttinn. Ég er ekki lengur þræll syndarinnar. Heldur er ég sonur, elskaður og held áfram að vaxa í Kristi. Hann á að vaxa en ég á að minnka. Í Kristi er ég ekki lengur undir lögmáli syndar og dauða.Ég rembist ekki lengur að gera hlutina í eigin mætti. Í Kristi lifi ég í náð sem breytir mér innanfrá og út, sem leysir mig undan þeirri löngun að vilja syndga.
Lífinu sem ég lifi nú hér á jörð lifi ég í trúnni á Guðs son= Þetta þýðir að ég er heitbundinn Kristi. Þetta þýðir að ég á að vera trúr eða trúfastur. Þetta þýðir að ég er komin undir blóðsáttmála Krists. Allt sem Guð á tilheyrir mér. Allt sem ég á tilheyrir Guði. Þetta þýðir að allt sem Jesús gat gert, get ég líka gert. þetta þýðir að líf mitt snýst ekki lengur um að koma sjálfum mér á framfæri eða vera eitthvað í manna augum. Þetta þýðir að ég leitast fremur eftir því að lifa í Guðs vilja og gera það sem er rétt í hans augum. Þetta þýðir að allt sem Guð segir er rétt og engin málamiðlun þar á milli. Þetta þýðir að ég er ábyrgur limur á líkama Krists. Þetta þýðir að ég er elskaður sonur/dóttir Guðs. Þetta þýðir að ég er kristinn sem þýðir að vera smurður. Ég er smurður til að gera sömu verk og Jesús gerði.Þetta þýðir að ég treysti ekki lengur á mitt eigið réttlæti. Í Kristi er ég 100% réttlátur, ég er elskaður, dýrmætur og Guð hefur velþóknun á mér.þetta þýðir að ég fæ Heilagan Anda að gjöf. Þetta þýðir að ég fæ kraft frá honum til að gera þau verk sem mér er ætlað að uppfylla á jörðinni. Kraftur þýðir möguleiki eða geta til að framkvæma. Þess vegna getum við ekkert gert án Heilags Anda. Kraftaverkin gerast ekki út af okkur sjálfum. Heldur gerast þau því að Guð býr innra með okkur, við hljótum þá náð að vera hendur hans og fætur á þessari jörð. Fólk leysist og lækna vegna þess að við leyfum Guði að starfa í gegnum okkur. Allt honum til dýrðar.
Sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig= Orðið sem er notað hér yfir elskaði er agapeo sem þýðir ást án skilyrða. Þetta þýðir að við vorum sek og áttum að deyja vegna synda okkar. En Kristur tók okkar stað. Hann tók út refsinguna sem við áttum að fá. Þetta þýðir að hann var trúfastur allt til enda og fullnaði það verk sem honum var ætlað á jörðinni. Þetta þýðir að Kristur hefur brúað bilið milli manns og Guðs. Þetta þýðir að þú þarft ekki að færa fram þínar eigin fórnir eða fórna dýrum til að vera fyrirgefið. Þér er fyirgefið í eitt skiptið fyrir öll. Það sem Jesús gerði fyrir okkur á krossinum nægir okkur. Syndin hefur ekki lengur vald yfir okkur, vegna þess að í Kristi að þá lifum við frjáls án syndar.Þegar ég tala um að lifa frjáls án syndar að þá á ég við um anda okkar , sem hefur verið fullkomnlega reystur upp í Kristi. Páll lýsir þessu vel í 8 kaflanum í Rómverjabréfinu. Að við erum í baráttu milli andans og holdsins. En það er á okkar ábyrgð að fæða andann í okkur, svo holdið sé ekki að taka yfir. Þetta þýðir að við erum elskuð án skilyrða og höfum verið leyst úr fangelsi syndarinnar. Þetta þýðir að við erum frjáls Guðs börn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugleiðing
10.12.2018 | 08:34
Hann á að vaxa, en ég á að minnka.
Skoðum aðeins þessi orð.
Þegar við skoðum tungumál karakters sem er af aðalsætt og fullur af göfuglyndi. Er það þá ekki mjög endurnærandi að hitta slíka persónu ? Er einstaklingur sem hefur mikið af Kristi í sér fyrirlitlegur ? Tungumál Jóhannesar er ekki þungbúið af undirgefni.Hann þarfnast ekki náðar til að tala á slíkan hátt. Hann á að vaxa , en ég á að minnka. Þetta er tungumál gleðinar. Þetta er gleði mín að ég hef uppfyllt starf mitt á jörðinni, til að undurbúa komu Krists inn í þennan heim. Það sem hindrar okkur oft í að uppfylla það að minnka og vaxa í Kristi, er okkar eigið stolt. Margt fólk þolir ekki velgengni annara, og getur því ekki glaðst eða átt hlutdeild í þessari gleði. Þessi brestur minnimáttakenndar eða afbrýðissemi þarf að víkja, til þess að geta átt hlutdeild í þeirri gleði að minnka og leyfa Kristi að vaxa innra með sér.
Páll Postuli skildi þennan leyndardóm. Við sjáum í Galatabréfinu 2 kafla og 20 versi. Þegar hann talar um að vera krossfestur með Kristi. Þetta vers er kjarninn í því hvað það er að vera kristinn. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Þetta er það sem lífið okkar með Kristi snýst um.
Jóhannes Skírari skildi þetta og gaf þessa opinberun til okkar svo við gætum skilið hvernig líf okkar með Guði ætti að vera. Markmið sérhvers kristins manns er að líkjast Kristi. Hlutverk Jóhannesar var að undirbúa komu Krists í heiminn og hann gerði það vel. Akkúrat á þessum tímapunkti sem hann nefnir þetta vers að hann á að vaxa en ég á að minnka. Að þá var þjónusta hans fullnuð. Stuttu seinna var hann svo hálshöggvinn.
Við sjáum það líka skýrt í lífum postulanna hvað það er að eiga líf í Kristi. Þeir voru á þeim stað að þeir voru öruggir, óttalausir gagnvart dauðanum. Páll Postulli sagði að dauðinn væri ávinningur. Þeim fannst það vera gleðiefni þegar þeir rötuðu í raunir vegna Krists. Við sem búum á Íslandi gerum okkur grein fyrir því að það er mikið um kjúklinga kristindóm á Íslandi, þar sem margir eru fastir í sínum þægindaramma. Það er ekki það líf sem við höfum verið kölluð til. Að eiga líf í fullri gnægð, er ekki að mæta eingöngu á sunnudögum, eða biðja og lesa daglega í Biblíunni. Líf í fullri gnægð er að lifa eftir orðinu á þann hátt sem Kristur lifði. Hann var okkur fyrirmynd í þessum heimi.
Jesús sagði að við værum salt jarðar. Hann sagði líka ef saltið dofnar, með hverju á þá að salta. Að vera salt jarðar er ekki bókstafleg merking um að vera salt. Heldur þýðir það að við eigum að hafa áhrif þar sem við erum. Við erum öðruvísi, en fólk þessa heims sem lifir eftir holdinu.
Hugsunarháttur okkar á að vera öðruvísi og ávallt í samræmi við vilja Guðs. Hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað í lífum okkar. Það sem Guð segir að sé rétt, er rétt og engin málamiðlun þar á milli. Við getum ekki verið að milda málum við heiminn og semja um syndina til að finna ekki til óþæginda frá þeim eða þrýstings. Kristið fólk sem fer í málamiðlanir og selur gildi kristinar trúar fyrir vinsældir eða til að vera samþykkt, eru aumingjar. Það kallast að vera kjúklinga kristinn.
Að deyja sjálfum sér og lifa í Kristi, er það sem gefur okkur hina raunverulegu gleði. Ég hef ávallt fundið það, að þegar líf mitt er undir leiðsögn Heilags Anda og hjartað á réttum stað, að þá á ég þessa gleði. Gleði sem eru engu lík, gleði sem útrýmir þunglyndi og öðrum þunga. Gleði sem er ávöxturinn af því að lifa í samfélagi við Guð og fylgja hans orði, og lifa í hans vilja.
Það fylgir því að vera kristinn, að vera kallaður hinum ýmsu nöfnum, að vera borin undir rangar sakir, sökuð um að vera heilaþvegin, afvegaleiðendur ofsatrúar, sértrúar og svo mætti lengi telja. Mörgum finnst þetta ekki spennandi. En staðreyndin er sú, að okkur farnast ekki vel ef við tökum úr það sem hentar okkur eingöngu og skilja svo hitt eftir. Álit annara ætti ekki að skipta neinu máli. En því miður að þá gerir það, það oft á tíðum.
Að gefa Guði aðgang að særindum og því sem truflar okkur er lífstíðar verkefni. Það er alltaf eitthvað sem við getum unnið með. Og unnið að því að verða frjálsir einstaklingar. Jesús sagði að sá sem týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það. Þetta er í samræmi við það sem Jóhannes skírari sagði: Hann á að vaxa en ég á að minnka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þakklæti
5.12.2018 | 02:58
Ég hef tekið eftir því hvað það skiptir miklu máli að vera þakklátur. Síðustu 2 mánuði hef ég reynt á hverjum degi að finna að minnsta kosti 5 atriði á kvöldin til að vera þakklátur fyrir. Ég finn það að ég er glaðari og hugsunarhátturinn er mun jákvæðari. Mér gengur eiginlega betur í öllu sem ég tek mér fyrir hendur.
Ég heyrði eitthvern tíman sögu um 2 engla. Annar þeirra fékk eitt og eitt bréf, en hinn hafði rétt svo undan að taka við öllum bréfunum. Sá sem hafði lítið að gera spurði hinn, afhverju er svona mikið að gera hjá þér ? Ég er að taka við bænarefnunum. En afhverju er svona rólegt hjá þér ? Ég er að taka við þakkarefnunum sagði hann.
Einnig er sagt frá því í guðspjöllunum þegar Jesús læknar 10 menn, enn bara einn af þeim snéri til baka til að sýna Guði þakklæti.
Það er kannski eigingirnin í okkur sem vill taka og taka eða fá og fá. En gleymir að gefa til baka.Það sýnir okkur kannski hvað eigingirnin er óþörf í lífum okkar, og best að losa sig við hana beint í ruslakörfuna.
Mér var einhvern tíman sagt að til að þroskast andlega, að þá þarf maður að gefa af því sem manni er gefið. Sama má segja með 12 spora kerfið. Til þess að viðhalda batanum, að þá þarf að gefa áfram af því sem okkur hefur verið gefið. Annars staðnar maður og ekkert flæði er í lífi manns. Það má líkja því við fólk sem borðar og borðar, en fer ekkert á klósettið. Það endar með því að maginn á þeim springur, og verður óstarfhæfur.
Þakklæti kennir manni að vera í sátt við það sem maður hefur. Það kennir manni að taka ekki öllu sem sjálfssögðum hlut. Það er ekki sjálfgefið að hafa það sem við höfum, fæði, klæði, húsnæði og svo mætti lengi telja.Það er til fullt af fólki sem á varla fyrir mat, og mikið af fólki sem lifir við hungursneyð. Samt þykir okkur eðlilegt að leyfa mat, eða taka meira á diskinn okkar en við þurfum. En kannski ætti nægjusemi líka að eiga meira pláss í lífum okkar samhliða þakklætinu.
Það er því áskorun mín til þín sem lest þetta, að finna nokkra hluti á dag til að vera þakklát/ur fyrir :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)