Bloggfærslur mánaðarins, maí 2018
Hugleiðing um óheiðarleikann og snúa við blaðinu.
5.5.2018 | 01:48
Mér er búið að vera umhugað um orðið óheiðarleiki í dag. Þar sem ég er óvirkur alki að þá var það mér eðlislægt að vera óheiðarlegur þegar ég var yngri, og sérstaklega á því tímabili sem ég drakk mikið og var eitthvað að fikta við fíkniefni.
Það þurfti ekki að kenna mér að stela eða ljúga. Margir hlutir sem maður framkvæmdi sem barn, er manni ennþá óskiljanlegt í dag. Hvernig datt mér þetta eiginlega í hug. Það er margt sem fólk getur gert, sem það skammast sín svona seinna meir fyrir og vonast til að taka þá með sér í gröfina. Ég var 9 ára þegar ég og vinur minn stofnuðum Mafíu Vestmannaeyja. En við vorum ekki meiri gangsterar en það að láta yngri krakka, fara inn í kaupfélagið og stela kex handa okkur.
Ég var 14 ára þegar ég gaf út fyrstu bókina mína, sem hét klámvísnabókin sex. Þetta fannst mér ægilega sniðugt þá. En er mér óskiljanlegt í dag. Á þessum tíma var ég í Hvolsskóla á Hvolsvelli, þar sá ég 10 bekking semja klámvísur um kennarana og ákvað að herma eftir honum. Þar sem mér fannst þetta ægilega sniðugt.En afleiðingin var 6 vikna vist inn á BUGL...
Ég gæti eflaust haldið endalaust áfram með svona heimskulega hluti sem maður gerði sem barn og unglingur. Sem betur fer að þá eru ekki allir svona sem börn og unglingar.
En maður spyr sig þá, er einhver von fyrir fólk sem á erfit með að vera heiðarlegt ? Já það er von. Þegar ég lagði flöskuna á hilluna og fór í meðferð. Að þá fékk ég tengingu við Guð. Það sem gerðist var að mig langaði allt í einu að vera heiðarlegur. Ég kunni það ekki og varð að læra það. Tengingin við Guð gerði mér kleyft að hefja nýtt líf og gera nýja hluti.
Það sem gerist þegar við leyfum Guði að koma inn í líf okkar er að við eignumst nýjan kraft. Orðið kraftur þýðir möguleiki eða geta til að framkvæma. Það þýðir það að ég get gert og framkvæmt hluti sem ég var ekki fær um áður. Áður en ég fékk vitundarsamband við Guð að þá var það mér ómögulegt að vera edrú, en Guð tók löngun í breytt ástand frá mér. Áður ég fékk vitundarsamband við Guð, að þá var ég á þeim stað sem mig langaði ekki að lifa lengur, ég átti misheppnaðar tilraunir við að taka líf mitt, og horfði á snöruna kvöld eftir kvöld. Vonleysið og myrkrið var slíkt að ég átti enga von og hafði enga lífslöngun. Guð gaf mér lífslönunga aftur og hann gaf mér von.
Von um að ég gæti breyst og eignast nýtt líf. Nýtt líf án áfengis. Líf mitt snerist um áfengi áður en ég hætti að drekka, ég er alin upp við mikla drykkju og þekkti ekki neitt annað. Guð kenndi mér að lifa edrú. Hann kenndi mér allt upp á nýtt, samskipti, vera heiðarlegur, hjálpsamur og svo mætti lengi telja.
Það sem við getum ekki gert, það getur Guð gert fyrir okkur. Án Guðs væri ég undir grænni torfu, fangelsi eða komin á geðdeild eftir allt ruglið.
Ég skammast mín ekki fyrir að trúa á Guð, ég er stolltur af því að trúa á hann.
Sumir sem ekki skilja það eða hafa ekki reynslu af því að ganga með Guði.Útlista oft skoðunum sínum í fáfræði sinni, og reyna að hæðast af fólki fyrir það eitt að vera trúað.
En málið er það, að mér er allveg sama hvað öðrum finnst um mig. Það sem skiptir mig máli er hvað Guði finnst um mig og mér sjálfum. Það sama gildir með þig. Guð elskar þig, hann ber umhyggju fyrir þér, honum finnst þú frábær, hann er stolltur af þér, hann hefur velþóknun á þér.
Thats the bottom line, because i said so ..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)