Bloggfærslur mánaðarins, september 2018

Hvað er að varðveita hjarta sitt ?

Setningin að varðveita hjarta sitt framar öllu öðru. Hefur með andlega hjartað okkar að gera. Þó svo að við þurfum að sjálfssögðu að fara vel með okkur líkamlega til að hafa heilbryggt og gott hjarta í líkamann.

En það sem ég hef verið að velta fyrir mér er hvað þetta þýðir. Í rauninni hefur þetta með það að gera að sýna sjálfum eða sjálfri sér virðingu, setja mörk og elska sig.

Að elska sig hefur ekkert með sjálfselsku að gera, heldur að elska sig það mikið, að maður er ekki tilbúin að leyfa öðrum að koma ílla fram við sig.

Að leyfa öðrum að koma fram við sig eins og maður sé dyramotta, er ekki aðvarðveita hjarta sitt.Ef einhver persóna er að reyna notfæra sér tilfinningar þínar til hennar/hans. Að þá er sú persóna ekki þess virði að hafa inn í lífi þínu.

Afhverju að leyfa öðrum að særa sig aftur og aftur ? Kannski er ég einn um að hafa gert slíkt. En í dag reyni ég að gæta mín. Mér finnst það ekki í lagi að koma ílla fram við aðra, eða notfæra mér góðmennsku þeirra. Fólk sem metur þig fyrir það sem þú ert, og kemur vel fram við þig, fólk sem uppörvar þig, fólk sem hrósar þér, fólk sem hvetur þig áfram, fólk sem er til staðar fyrir þig, fólk sem hlustar á þig. Er fólk sem er eftirsóknarvert að vera í kringum.

Fólk sem virðir ekki þau mörk sem þú setur þeim, fólk sem hlustar ekki á þig, fólk sem kemur ílla fram við þig, fólk sem reynir að notfæra sér þig, fólk sem hugsar eingöngu um sjálft sig er ekki þess virði að vera í lífi þínu.

Við höfum oft brotna sjálfsmynd, eftir áföll ofl. sem hefur komið upp á í lífum okkar. Í sumum tilfellum höfum við ekki kraft til að standa með sjálfum okkur, eða setja fólki mörk. Það er allt í lagi að segja nei ef við erum beðin um eitthvað. Við erum ekki vondar persónur ef við viljum ekki gera eitthvað sem við erum beðin um. Mér var kennt að ég ætti ekki segja strax já við einhverju. Því ég var yes man og tilbúin að þóknast öllum, sem er erfitt starf. Það fyrsta sem ég þurfti að gera var að spyrja sjálfan mig, langar mig að gera þetta ? Get ég staðið við þetta ? Er ég að gera eitthvað annað á þessum tíma ?

Það getur fylgt því að hafa slaka sjálfsmynd, að leggja allt sitt til hliðar og þóknast öðrum. Ef þú ert með einhver áform. Segjum tildæmis, þú ert búin að skipuleggja að fara út að borða með vin eða vinkonu. En svo hringir einhver í þig og biður þig um að gera eitthvað á sama tíma. Að þá er allt í lagi að segja, ég er því miður ekki laus í kvöld, hvað með seinna ? og reynt svo að finna tíma sem henntar.

Ég er langt frá því að vera fullkomin í þessu, og nýlega búin að segja já við einhverju sem ég gat svo ekki staðið við. Það sem ég þarf að gera í þessu tilfelli er að biðja persónuna sem ég gaf loforð afsökunar. Því ég stóð ekki við það sem ég lofaði.

Við getum öll brugðist á einhverjum tímapunkti, eða valdið fólki vonbrigðum. En það sem við getum gert í staðin, er að reyna bæta þeim upp sem við brugðumst á einhvern hátt. Fólk er misjafnt eins og það er margt. Sumir/sumar eru fljót/ir að fyrirgefa og eru þakklát/ir fyrir það að við getum komið hreint fram. En svo er til fólk sem er viðkvæmt og brotið og bregst kannski ílla við því að við stóðum ekki við orð okkar. Jafnvel lokar það fólk á okkur, eða fer í fýlu, spilar sig sem fórnarlömb ofl.

En pointið í því sem ég er að reyna segja er að, við erum mannleg. Við gerum mistök. En það er alltaf val okkar að bæta fyrir þau, og reyna vera betri í dag en í gær.

En aftur að varðveita hjarta sitt. Þú ert dýrmæt persóna, þú átt allt það besta skilið og því ætturðu alldrei að sæta þig við slæma framkomu, eða leyfa þér að valta yfir aðra.

Lifðu og leyfðu öðrum að lifa þýðir. Berðu virðingu fyrir þér og öðrum. Það er allt í lagi að vera ósammála öðrum og við þurfum ekki alltaf að hafa rétt fyrir okkur. Eigðu góðan dag :)

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband