Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2020

Þakkarljóð til Föðurins

Þakkarljóð til Föðurins.

Sigvarður 9 ágúst 2020

Þú kallaðir á mig úr myrkrinu,

Færðir mig inn í þitt ljós.

Þegar mér fannst enginn vilja mig, elskaðir þú mig.

Þrátt fyrir þann stað sem líf mitt var á.

Elska þín umbreytti hjarta mínu.

Þú tókst vonleysið burt og gafst mér von.

Þegar engin löngun var til að lifa og engin leið út úr myrkrinu.

Komst þú með ljós þitt og gafst mér lífsviljann aftur.

Þegar ég sá ekki hvað framundan var, komst þú og leiddir mig í gegnum myrkrið.

Þegar aðrir héldu að ég ætti engan séns, að þá vissir þú betur.

Þú hefur alltaf haft trú á mér.

Þú hefur ávallt verið þolinmóður við mig.

Þú leiddir mig sérhvert skref.

Þegar ég datt, að þá reystir þú mig við.

Þú gafst mér drauma og sýnir og sýndir mér hvað þú vildir gera.

Þú gafst mér margar gjafir og tókst mig frá fyrir þig.

Ég iðrast í hvert skipti sem ég hef verið fjarlægur þér.

Og fyrir hvert skipti sem ég hef óhlýðnast boðum þínum.

Hver dagur er nýtt tækifæri, tækifæri til að gera betur í dag en í gær.

Suma hluti hef ég lengi ströglað við, en þú gefur mér von og segir mér að reyna aftur.

Það sem ég hef ekki verið fær um að gera, hefur þú gert fyrir mig.

Þú sýndir mér leyndardómin að í þjónustu í ríki þínu,

Að þá ert það þú sem vinnur verkið í gegnum mig.

Ekki ég , heldur Kristur í mér.

Þú hefur tekið mig í gegnum fullt af ævintýrum,

Leitt mig í gegnum sorgardalinn.

Leitt mig í gegnum erfiða hluti og hjálpað mér að sjá þig í öllum kringumstæðum.

Þú hefur hjálpað mér að standa af mér erfiða storma.

Þar hefur þú verið mitt skjól .

Mörg eru sporin mín sem vantar í sandinn.

Mörg eru skiptin sem þú hefur haldið á mér í gegnum dimma dali.

Mörg eru skiptin sem þú hefur þyrmt lífi mínu, þegar óvinurinn vildi klára mig.

Mörg eru skiptin sem þú hefur sýnt mér traust.

Mörg eru skiptin sem þú hefur reyst mig við, og gefið mér nýtt upphaf.

Mörg eru skiptin sem þú hefur talað til mín og gefið mér opinberanir.

Margar eru gæðastundirnar sem þú hefur gefið mér með þér.

Þú talaðir verðleika inn í tilveru mína.

Þú sýndir hver ég er í þér.

Þú hefur umbreytt lífi mínu og gefur mér allt það sem ég þarfnast.

Þú hefur breytt ótrúlegustu kringumstæðum á svipstundu.

Þér er enginn hlutur um megn.

Þú getur allt, þú ert allmáttur Heilagi Faðir.

Því færi ég þér þakkir fyrir líf mitt,

Færi þér þakkir fyrir gjafir þínar og blessanir.

Þú sagðir mér að gleyma fortíð minni og líta ekki til baka.

Gafst mér ráð að rita niður hvað þú segir um mig.

Gafst mér ráð að muna öll góðverk þín og gæsku þína.

Ég vil muna allt hið góða með þér.

Þær stundir eru dýrmætari en gull,

Dýrmætari en allt heimsins brjál.

Ég veit ekki hvar ég væri án þín.

Þú hefur haldið í mér lífinu frá móðurkviði,

Og ákvarðað daga mína í bók þinni á himnum.

Þú vissir allt áður en ég varð til. Vissir um leyndarmálin, töpin og sigrana.

Þú vissir hvaða hæðir og lægðir myndu bíða mín.

Vissir að ég kæmist í gegn með þinni hjálp.

Mætti líf mitt vera vitnisburður um mátt þinn og dýrð þína.

Mætti líf mitt vitna um náð þína og þá stórkostlegu gjöf sem náðin er.

Mætti líf mitt vitna um þig í mér.

Þú kenndir mér lífsins vegu, og gafst mér ráð.

Leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta allveg eins og Davíð.

Leiðir mig á staði og gefur mér tækifæri til að vera farvegur þinn inn í líf annara.

Þú skapaðir mig í þinni mynd, til að verða líkari Jesú.

Mætti það vera markmið mitt að fullna skeiðið með þér og uppfylla það sem þú

hefur fyrir mig á þessari jörð, áður en ég kem heim til þín í dýrðina.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband