Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2021
Hugleiðing
15.1.2021 | 06:59
Það sem ég er að velta fyrir mér núna voru viðbrögð Jesú þegar hann frétti að Lazarus væri dáinn. Það sem mig minnir að hann hafi sagt var að hann er sofnaður. Hann hélt svo áfram að gera það sem hann var að gera og fór svo ekki til hans fyrr en eftir 2 daga.
Það sem ég velti fyrir mér, ætli Faðirinn hafi opinberað fyrir honum að þetta myndi gerast þennan dag og hvenær hann ætti að fara til hans ? Ef ég lít á mannlega þáttinn. Að þá hefði ég brugðist allt öðruvísi við. Líklegast hefði ég hætt að gera það sem ég var að gera og farið í flýti til hans, órólegur og í panikki. En hann hélt ró sinni. Það sem kemur í huga minn að hann hlítur að hafa haft fullvissu um að þetta yrði allt í lagi.
Við vitum svo framhaldið að þegar hann kallar á Lazarus úr gröfinni að þá reis hann upp frá dauðum.
Þetta er ekki eina svona atvikið sem við lesum um Hann. Þegar hann frétti að Jóhannes skírari sem var frændi hans, hafði verið hálshöggvinn. Að þá komu til hans þúsundir manna, og hann margfaldaði örfá fiska og brauð handa þúsundum manna.
Þessi yfirvegun og öryggi er eitthvað sem mig langar að hafa. Að geta brugðist svona við þessum aðstæðum í fullu öryggi og ró. Er það sem er fyrir ofan minn skilning.
Sama má segja þegar hann var með lærisveinum sínum út á bát og það gerði óveður. Þeir voru allir logandi hræddir en hann svaf sallarólegur.
Jesús sagði að við gætum gert það sama og hann gerði. En svo sagði hann annað sem vekur athyggli mína. Minn frið gef ég ykkur. Ég gef ykkur ekki eins og heimurinn gefur, heldur gef ég ykkur minn frið. Eftir því sem ég best veit að þá þýðir friður að finna fyrir fullkomnu öryggi í faðmi Guðs, og hefur með vernd að gera líka.
Ætli ástæðan fyrir því afhverju hann brást öðruvísi við aðstæðum en við, hafi verið til að sýna okkur, að við getum haft þennan sama frið og hann hafði. Að við gætum fundið okkur fullkomnlega örugg í faðmi Föðurins ? Ég held að það sé málið. Að sækjast eftir friði Krists inn í líf okkar.
Allur þessi hraði í nútíma lífinu og stress, er kannski eitthvað sem við ættum að veita athyggli og biðja Guð um að breyta því.
Jesús kenndi okkur mikilvæga lexíu með viðbrögðum sínum. Hann kom alldrei með afsökun um að hann gæti ekki gert eitthvað, hann hafnaði alldrei að hjálpa neinum. Hann kenndi okkur að í aðstæðum þar sem við erum hlaðin verkefnum að við getum sinnt því sem er nauðsynlegast án þess að stressa okkur, og haldið ró okkar. Það getur verið mikið að gera í vinnunni, og kannski meira en við teljum okkur ráða við. Það koma verkefni úr öllum áttum. Og það gæti stressað okkur upp. En í stað þess að láta stressið ná tökum á sér. Að þá ættum við að halda ró okkar og halda fókus okkar á Guði og biðja hann um leiðsögn, hvernig við getum framkvæmt þetta allt saman.
Við getum líka verið misjafnlega upplögð og það virðist oftast vera þannig, að þegar það koma nætur sem við kannski sofum lítið. Að þá gætum við verið viðkvæmari fyrir áreiti og ekki allveg til í að takast á við allt sem dagurinn hefur upp á að bjóða. Viðbrögð okkar geta líka verið eftir því hvernig okkur líður eða hvernig aðstæður eru.
En allavega verður það verkefni mitt til æviloka er að fá að hafa þessa stillingu og ró í lífi mínu, allgerlega óháð því hvað hver dagur bíður upp á. Friður sé með ykkur í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21 ár edrú í dag
6.1.2021 | 16:45
6 janúar árið 2000 hófst nýtt líf sem mig hafði ekki órað fyrir. Þennan dag fór ég í mína fyrstu og einu meðferð sem ég hef farið í. Ég er komin lengra en mig gat dreymt um. Ég hugsaði með sjálfum mér þennan dag. Kannski næ ég 6 mánuðum og þá lætur löggan mig kannski í friði. Þegar ég horfi til baka og sé hvernig ég sjálfur var. Að þá er lífið mitt í dag andstæðan á því sem það var þá. Ég var búin að vera daglega undir áhrifum áfengis og suma daga eiturlyfja. Áfengi var mitt stöff eins og það er orðað.
Í apríl 1999 kom upp tímabil þar sem ég fann að það vantaði eitthvað í líf mitt. Ég hafði allt sem ég þarfnaðist. En gerði mér ekki grein fyrir því afhverju þessi tómleiki kom upp. Ég fékk þá hugmynd að fyrst það er svona gaman að vera fullur, að þá ætla ég alltaf að vera fullur. Hófst þá 8 mánaða tímabil af daglegri drykkju og notkun eiturlyfja með. Lífið fór strax í stjórnleysi. Sumir dagar í black outi, vaknandi í fangaklefa og vita ekki hvað gerðist daginn áður. Eða vakna á stöðum sem ég myndi allrei fara á undir venjulegum kringumstæðum. Ég drakk og gat ekki haft stjórn á neinu. Eftir að hýrast á götunni, sofa á stigagöngum,plastkömrum, ræna mat í búðum. Að þá kom ákveðin tímapunktur. Þar sem mig langaði að stoppa en gat það ekki. Ég horfði til baka og hugsaði um meðferð. En varð hræddur við tilhugsunina að verða edrú.
Ég hélt að ég gæti þetta alldrei. Það var jú búið að vera mata mig á þvi frá þvi ég var barn. Að ég gæti ekki gert neitt rétt, að það væri engin jafn slæmur og ég, og það yrði alldrei neitt úr mér. Þarna voru þessi orð sem töluð voru yfir mig orðin uppfyllt. Lífið var búið. Mig langaði ekki að lifa lengur. Ég sá enga leið út úr þessu myrkri sem ég var fastur í. Ég gat ekki verið undir áhrifum og ekki verið edrú. Áfengið var hætt að virka og vanlíðanin og vonleysið tók stjórnina.
Það voru nokkur kvöld í röð þar sem ég var með snöruna fyrir framan mig og langaði að enda líf mitt. Mér fannst ég vera misheppnaður og það væri engin leið út. Mér fannst ég vera búin að klúðra öllu. Ég var búin að særa og skaða marga. Tilgangurinn með lífinu var horfinn og lífslöngunin farin að fjara út.
Til að kóróna þetta allt saman tók ég inn eitraðar e pillur og overdósaði. Þetta var skrítin lífsreynsla. Lífið fjaraði úr mér og mér fannst ég vera komin út úr líkamanum og á hraðri leið til heljar. Ég kallaði eftir hjálp til Guðs þar sem mig langaði ekki að deyja. Á sömu stundu fékk ég meðvitund aftur. Þar hófst tímabil þar sem ég þorði ekki að fara sofa, hélt að hjartað væri að fara útúr líkamanum. Og að ég myndi ekki vakna aftur.
Óttinn við allt sem ég hafði gert öðrum myndi elta mig og refsa mér heltók mig. Það var svo ekki fyrr en ég fór inn á Hlaðgerðarkot 6 jan 2000. Að lífið tók óvænta stefnu sem mig gat ekki órað fyrir. Ég fór að geta sofið og óttinn við að vakna ekki aftur var tekin frá mér. 15 jan gerðist svo kraftaverkið. Þann dag fékk ég slæmar fréttir sem urðu til þess að mig langaði að rjúka út úr meðferðinni og hefna mín á einum aðila. En það var eins og það hefði verið settur spotti í hnakkadrambið á mér. Áður en ég vissi af , var ég komin upp í kapellu og skildi ekkert hvað ég væri að gera þar. En þetta kvöld fékk ég andlega vakningu og kynntist mínum æðri mætti. Á einu augnabliki varð 180 gráðu snúningur. Lífslöngunin kom aftur. Ég fór að taka leiðsögn í fyrsta skiptið á ævi minni. Tilfinningar sem ég hafði ekki fundið áður fóru að koma. Ég var tilfinningalega frosin og skemmdur þegar ég fór í meðferð. En þarna opnaðist fyrir þær.
Óttinn við að fólki myndi ekki líka við mig, ef ég segði satt til um hver ég væri var tekin frá mér. Ég opnaði mig í fyrsta skiptið á ævinni og burðarpokinn á öxlinni var tekin frá mér. Það var eins og mér hefði verið afhent verkefni fyrir hvern dag til að takast á við.
En svo að þetta sé ekki of langt. Að þá breyttist lífið enn meir þegar ég fór að vinna 12 sporavinnu. Öryggi fyrir því að ég þyrfti ekki að drekka aftur kom aftur. Áhugi á þvi að að hjálpa öðrum kom til staðar. Auðmýkt að viðurkenna að ég gæti haft rangt fyrir mér kom. Gleði við að hjálpa örðum kom. Nýr tilgangur kom með lífinu og von um nýtt og bera líf. Einn dag í einu er orðin að 21 ári af lífi án hugbreytandi efna. Líf sem hefur tekist á við margar áskoranir og raunir, en alldrei þurft að drekka eða nota. Fyrst ég sem var stimplaður vonlaust keis, stend ennþá í dag. Að þá vil ég segja við þig sem lest þetta. Að það er von fyrir alla. Einn dag í einu. Tíminn sjálfur er aukaatriði. Það sem skiptir máli er dagurinn í dag, að í dag erum við edrú og þakklát fyrir vonina sem okkur hefur verið gefin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)