Hugleiðing um Ulf Ekman og Hebreabréfið
14.3.2014 | 23:25
Það sem ég hef verið að hugleiða undanfarið eru nokkrir hlutir. En það fyrsta er varðandi Ulf Ekman sem nýlega sagði skilið við Livets Ord sem hann stofnaði og skráði sig sem kaþólikki. Ég reyndar sá þessa frétt fyrst á status á Facebook og sárnaði að sjá neikvæðnina hjá sumum sem eiga að vera kærleikans börn en ekki dómarar Guðs. Í stað þess að vera með einhverjar vangaveltur um hvað aðrir voru að segja, að þá skoðaði ég myndbandið með honum þar sem þetta kemur fram. Hann tekur það skýrt fram að það er skaparinn sjálfur sem er að kalla þau hjónin þangað. Það sem ég sá strax er að Drottinn er að brjóta niður veggi kirkjudeildna og opinbera fyrir okkur mikilvægi einingarinnar. Við Íslendingar ættum að þekkja slíkt, því það er ekki langt síðan hátíð Vonar var. Einnig er mikið um að kirkjuleiðtogar og prestar sameinist á bænastundum.
Þó svo við skiljum ekki alltaf hvað Guð er að gera, eða sjáum það ekki. Að þá er ekki þar með sagt að okkur sé gefið skotveiðileyfi til að dæma fólk. Mér líkar mjög vel við einkunarorð Reykjavík United, dæmum engan, elskum fólk til lífs. Kærleikur Guðs er að verki í því starfi, og mikil vakning er þar núna og búin að vera. Það er af því að þau sem fara fyrir þessu starfi, hafa tekið ákvörðun um að starfa í kærleika Krists. Kærleikurinn laðar að, en dómharkan fælir frá.
Annað sem ég hef verið að skoða eða rannsaka, hver gæti hugsanlega verið rithöfundur Hebreabréfsins. Í gegnum aldirnar hafa menn verið mikið ósammála um hver höfundurinn sé. Í mörgum gömlum þýðingum stendur Bréf Páls til Herbrea. En ritstíllinn er ekki Páls. þótt höfundur bréfsins sé undir áhrifum þeirrar opinberunar sem Páll Postuli hafði. Það sem einkennir bréf Páls, er að öll bréf hans byrja með kveðju. En Herbreabréfið byrjar á sterkri yfirlýsingu á því hver Kristur er, og hvað hann hefur gert fyrir okkur með fórnardauða sínum og upprisu. Einnig þarf að taka það inn í myndina að Höfundurinn þarf að hafa verið vel að sér í fræðunum, og einnig að hafa starfað með Páli. Þegar það kemur að því að skoða þá möguleika, hverjir það eru, sem gætu komið til greina sem hugsanlegir höfundar Hebreabréfsins. Að þá standa tveir menn upp úr. Það eru þeir Barnabas og Appólos. Ég tel það persónulega að Barnabas sé líklegri höfundur bréfsins. Vitna ég þá til staðfestingar og röks að hann var meira með Páli og eitthvað í siglingum í trúboðsferðum Páls. Það ætti að hafa gefið honum tíma að verða fyrir áhrifum boðskaps náðarinnar sem Páll boðaði.
Hebreabréfið hefur verið mörgum torskilið og sumt sem, fólki þykir erfit að heyra eða skilja úr því. Þar á meðal er punktur sem ég man ekki allveg orðrétt: Ef einhver snýr sér frá sannleikanum eftir að hafa kynnst honum, og lifað í honum. Að þá verður hlutir hans verri en áður var. En það sem er raunverulega átt við, er að ef fólk afneitar Kristi, að þá er engin önnur leið inn í himininn. Jesús er vegurinn, sannleikurinn og lífið, engin getur komið til Föðurins nema fyrir hann. Þetta þýðir ekki að ef fólk snýr sér frá Guði og fer að lifa eftir sínum eigin geðþótta, að það megi ekki koma aftur til Guðs. Náð Guðs er ný á hverjum degi. Hvern dag fáum við nýtt upphaf og nýja byrjun að gera eins vel og við getum. Jesús talar sjálfur um að hafa ekki áhyggjur af morgundeginum, heldur ættum við að leyfa hverjum degi að nægja sín þjáning.
Það er líka góður punktur varðandi að lifa í deginum í dag: gærdagurinn er liðinn og allur heimsins auður getur ekki fært þér þann dag aftur. Morgundagurinn er ekki komin og því ekki í okkar valdi þessa stundina hvað verður úr þeim degi. Það eina sem við þurfum að gera er að lifa í núinu eða hér og nú og njóta hverrar stundar með Guði. Þannig fáum við sem mest út úr deginum, að lifa í honum. Ekki í fortíðinni eða framtíðinni, heldur hér og nú.
Ég er alls ekki að segja að fólk eigi ekki að gera framtíðarplön. Ég er að tala um daglega lífið, áhyggjur oflr. Það er nefnilega tímasóun að hafa áhyggjur sem draga úr manni orku. Betra er að fela Drottni öll málefni sín og treysta honum, því hann mun vel fyrir sjá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.