Máttu hafa skoðun ?

Fólk hefur ólíkar skoðanir, og oft verða árekstar út af málefnum sem gata valdið hita. En hvað er þetta mál varðar um að hafa fræðslu um samkynhneigð í skólum, er ekki galin hugmynd og allt í lagi að fræða börn á því að sumir eru öðruvísi, og fólk á ekki að skammast sín fyrir að vera það sem það er ...

Enn staðreyndin er samt sú, að þær aðfarir og hótanir í garð þeirra sem eru þessu ekki sammála eru hreint út sagt með ólíkindum. Það þarf að hafa umræður á málefnalegan hátt, en ekki beyta hópþrýstingi og múgæsing til að þvinga aðra inn á sömu skoðunar ..

Hvað með það þó Gylfi Ægis, sé þessu ósammála ? Má hann ekki vera það ? truflar það ykkur að hann sé með öðruvísi hugsanahátt enn þið gagnvart þessu ?

Ég tók strax afstöðu að ég vildi ekki eiga neinn þátt í þessum látum. Þó svo að við höfum öll ólíkar skoðanir og viljum rökræða hlutina. Að þá er það ekkert alltaf til góðs. 

Fyrir einhverjum árum hafði ég afskaplega gaman af rökræðum og segja mínar skoðanir, enn hvað uppskar ég við það ? akkúrat ekki neitt nema leiðindi ...

Fyrir mér persónulega, finnst mér að ég eigi að halda sumum skoðunum út af fyrir mig.

Mér leiðast riflildi og múgæsingar.

Fyrir mér snýst þetta líka stundum um að, skoða ávextina af umræðunum, eru þær til góðs, eða eru þær að skapa leiðindi ... anda inn og anda út .. róa sig ...

Þetta er svona megin ástæða þess að ég forðast það að vera rífast um hluti eða skoðanir ...

Enn af því að ég lækaði óvart á síðu þar sem stóð verndum börnin, og var svo ekkert að pǽla í því meir, að þá þykir mér það afskaplega leitt að fólk sé með skítköst og leiðindi og ákveða fyrirfram hvað mér finnst..

Það liggur við að maður taki upp gamalt orðbragð og æsi sig ... en ég nenni því ekki ..

Ég ætla bara halda áfram að hafa mína skoðun, og ef þér líkar hún ekki, þá er það þitt vandamál en ekki mitt. Þér er frjálst að segja hvað þér finnst um mig eða ákveðin málefni .. en leyfðu mér að hafa mínar skoðanir, ég einn ákveð hverrar skoðunar ég er .. ég er opin og alltaf til í að hlusta á annara sjónarmið, enda er maður alltaf að læra ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband