Tvær stuttar hugleiðingar.
18.5.2015 | 14:48
1.
Fyrsta hugleiðingin er vöxtur í trúnni. Þegar barn er nýfætt, þá vita allir að það þýðir ekkert að henda nautasteik á disk með meðlæti og segja barninu að borða. Nýfætt barn getur aðeins drukkið mjólk, og hún er allt sem það þarf. Sama má segja þegar Páll talar um að sumir þoli einungis mjólk en ekki fasta fæðu. Einstaklingur sem er nýkominn til trúar, er eins og nýfætt barn. Það þarf að hlúa að honum/henni, kenna, taka utan um, elska, reysa við og vera til staðar. Það er ekki réttlátt að gera sömu kröfur til einstaklings sem hefur gengið vegin með Guði til margra ára, og þess sem nýkominn er til trúar. Þannig að ég trúi því að þau sem eru ný í trúnni, þurfi mest á því að halda að vera elskuð og fá að finna að þau eru dýrmæt Guðsbörn.
2.
Önnur hugleiðingin kom þegar ég var að ganga með þungan ruslapoka á eftir mér. Fyrst var pokinn tómur og svo þyngist meir og meir það sem ég bar á eftir mér. Sama má segja með ófyrirgefningu, hatur, gremju, reiði, lýgi, særindi og allt það sem getur ýþyngt okkur. Ef við lítum á þessa hluti sem rusl, að þá vitum við það að það þarf að tæma ruslið reglulega. Sama má segja með þegar einhverjir særa okkur oflr ... að þá er það alltaf okkar valkostur að fyrirgefa svo við sjálf getum verið frjáls. Fyrirgefning er ekki sama og samþyki fyrir því sem er gert á okkar hlut eða við á hlut annara. Fyrirgefningin er svo við sjálf getum verið frjáls, og þurfum ekki að bera þungar byrðar. Jesús sagði komið þið öll sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita ykkur hvíld. Takið á ykkur mitt ok lærið af mér. Hvað er það sem Jesús bendir okkur á að læra af sér ? Ef við setjum það í samhengi við versið í heild sinni, að þá sjáum við að við eigum að fyrirgefa og elska aðra. Það er það sem veitir okkur raunverulegt frelsi og ýþyngir okkur ekki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.