Hvernig gerast hlutirnir ?

Hvenær gerast hlutirnir í Guðsríkinu ? Er það þegar einhver biður rosa flott ? Er það þegar einhver predikar rosa flotta ræðu sem heillar alla upp úr skónum ? Hvorugt af þessu er rétt.

Þó svo að dagleg ganga mín með Guði nái ekki meira en rúm 15 ár, að þá er langt síðan ég skildi það, að það er Guð sem vinnur verkið ekki ég.

Ég hef oft fengið að upplifa margar sálir frelsast og stórkostlega hluti gerast. En það hefur ekkert með mig sem persónu að gera, eða aðrar manneskjur. Þetta hefur allt með Guð sjálfan að gera. Ef Guð mætir ekki, þá gerist ekki neitt. Það er eitt sem er grunnurinn af öllu saman, og það er hungrið eftir nærveru Guðs, það er þá sem við fáum að breytast innan frá og út. 

Það að biðja mikið er heldur engin mælikvarði á að eitthvað gerist. Ég get eitt mörgum dögum í að biðja og biðja, og kannski gerist bara akkúrat ekki neitt. Er það af því að Guð heyrir ekki í mér ? Nei fjarri fer því.

Mín reynsla sýnir það, að þegar ég bið að þá bið ég Heilagan Anda um að koma, og segja mér hvað það er sem ég á að biðja fyrir. Ég ákveð ekki fyrirfram hvers ég á að biðja, það kemur. Bæn samkvæmt vilja Guðs og undir leiðsögn Andans, er lykill af nærveru Guðs. Einnig er virðing við Heilagan Anda mjög mikilvæg.

En það er ekki mitt að stjórna því hvað Guð gerir eða hvenær hann gerir eitthvað. Hann segir okkur stundum að framkvæma áðkveðna hluti og mætir síðan með miklum mætti sínum. Sumir hafa þá gjöf að draga niður nærveru Guðs. Hvort sem það er með lofgjörð eða bæn.

Við þurfum að trúa því að Guð vilji og geti notað okkur, það eru engin takmörk fyrir því, hvað hann getur framkvæmt í gegnum okkur, ef við leyfum honum það. Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir.

Hafir þú ekki kynnst Heilögum Anda persónulega, þá hvet ég þig, að biðja hann um að koma og sýna þér hver hann er. Þú þarft ekkert að hafa neina mentun eða gráður í Guðsríkinu til þess. Eina sem þú þarft er löngunin í að kynnast honum. Hlutirnir gerast þegar þú ert tilbúin að leggja þig til hliðar, og leyfa Guði að komast að .. ekki ég, heldur Kristur í mér ..

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband