Bænin hugleiðing

Þegar það kemur að bæninni, að þá er heil flóra af viðfangsefnum, hvað hana varðar til að leiða hugan að. En það sem er í huga mínum er sameigileg bæn fólks sem er að kynnast og taka saman. Þá á ég við kristið fólk sem á samfélag við Guð. Ég hugsa og trúi því að bænin skipti miklu máli hvað það varðar. Að fólk geti farið saman fram fyrir Guð, og gefið honum tíma saman, og leyft honum að komast að í sambandinu. Fyrir þau sem eru ekki kristin að þá gæti þetta hljómað svoldið skrítið. 

En til að útskýra mál mitt, að þá sagði Jesús í Matt.19:6 Framar eru þau ekki tvö,heldur eitt, það sem Guð hefur tengt saman, má maðurinn eigi sundur skilja.

Síðan talar um það annars staðar að betri er þrefaldur þráður en tvöfaldur.

Allavegana er minn skilningur á þessu. Að fólk sem er skotið í hvort öðru og byrja kynnast. Að þá skipti máli, að þau leiti leiðsagnar frá Guði. 

Vera má að annar aðilinn sé feiminn og þori kannski ekki allveg strax að biðja upphát með hinum makanum. Að þá er það mín persónulega skoðun, að það ætti alldrei að vera nein þvingun í því að báðir aðilar þurfi að biðja. Því eins og Jesús sagði, framar eru þau ekki tvö heldur eitt. Þannig að annar sem þorir að biðja upphátt, biður ekki fyrir hönd sjálfs síns, heldur fyrir hönd beggja aðila. Það er allavegana mín skoðun og virðing og kærleikur ríki í samskiptum fólks, þegar það kemur að þessum part og öllum líka.

Ég trúi því að bænin, getur líka verið leið, til að vera öðrum að gagni, Og hjálpað okkur að vera ekki eigingjörn. Stundum hef ég verið að biðja með mörgum öðrum, þar sem bænin gengur hringinn. Í byrjun nefna allir bænarefni sem þau vilja fá hjálp með. En stundum þegar það kemur að vissum aðilinum. Að þá snýr bænin eingöngu að þeim persónulega, en ekki öðrum. Það er mín persónulega skoðun, að slíkar bænir ættum við að eiga í einrúmi. Og læra að hlusta á hvert annað og vera samhuga í bæninni. Guð heyrir jafn vel í okkur öllum. Allavegana er ég það sérvitur, að ég hlusta eftir bænaefnunum og það hvernig aðrir biðja, er þeim sammála og læri af þeim. Síðan þegar það kemur að mér, að þá reyni ég að hlusta eftir því hvað Heilagur Andi, hefur að segja. Síðan bið ég það út.

Vera má að ég sé eitthvað fanatískur þegar það kemur að þessum atriðum. En ég vil sýna metnað þegar það kæmur að bæninni. Því hún er andardráttur trúarinnar, og skiptir miklu máli. Þess vegna skoða ég vers sem innihalda leiðbeiningar í ritningunni. Hvernig skuli biðja, hvern á ég að ávarpa oflr.

Fólk biður misjafnlega og það er margt. Ég skoðaði sérstaklega, hvernig Jesús bað. Og hvernig hann leiðbeindi lærisveinunum í bæninni. Það sem ég sé þar, er hvernig skuli ávarpa í bæn. Því Jesús bendir okkur alltaf á að ávarpa Föðurinn.

Til að færa rök fyrir þessari skoðun minni og sannfæringu. Að þá talar Páll Postuli um , að þegar við komum til Krists og frelsumst, Að þá fæðumst við að nýju, og við öðlumst barnaréttinn. Og verðum Guðs börn. Páll notar orðið Abba, sem þýðir pabbi. Þetta gefur mér þannig skilning. Að Guð er kærleiksríkur, hann elskar mig, og í gegnum verk Krists á krossinum að þá verð ég sonur. Þannig að nálgunin að honum breytist. Ég veit að hann er mér nálægur, en ekki fjarlægur. Hann hefur velþóknun á mér, hann er ánægður með mig og vill mér allt það besta, því ég er barnið hans.

Jesús sagði: Hvað sem þið biðjið Föður minn um í mínu nafni, mun hann veita ykkur. Þannig að fyrir mér er þetta mjög einfalt, ég á samfélag við Föðurinn í Jesú nafni undir leiðsögn Heilags Anda.

Hvort sem fólk segir að það skiptir ekki máli hvernig maður ávarpar Guð. Að þá er það kannski öðruvísi hjá þeim sem eru ný í trúnni. En við þurfum að þroskast og læra að hlusta á Guð. Að þá er það mín persónulega sannfæring og trú. Að það sem Guð segir að sé rétt, er rétt og engin málamiðlun þar á milli. Jesús gaf okkur nákvæmar leiðbeiningar varðandi bænina. Og þess vegna trúi ég því að það skipti máli að fylgja þeim, og þroska með sér bænalífið út frá Orði Guðs, sem er Biblían. 

Talað er um vatnið og Andinn. Þannig að Lestur í Biblíunni og læra að biðja út loforð og fyrirheiti Guðs, skiptir máli.

Það má vera að einhver sé mér ósammála hvað þetta varðar, að þá er það líka allt í lagi mín vegna. En ég persónulega vel að gera þetta á þennan hátt og uppsker eftir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband