Hvernig á að skilja karlmenn - Leiðarvísir

Á Facebook hefur gengið grínmynd af mjög þykkri bók, sem kallast að skilja konur. Þá er átt við að við karlmenn þurfum að lesa þetta til að skilja þær. En þegar það kemur að því að gera leiðarvísir um hvernig konur eigi að skilja karlmenn. Að þá er það skoðun mín og sannfæring , að skrifa slíka bók væri tóm þvæla, líkt og með bókina að skilja konur. Vissulega hefur maður lært í gegnum árin, að það eru til vissar týpur af fólki.

En hvernig á að skilja karlmenn ? Í fyrsta lagi hef ég ekki svarið við því, við erum ólíkir eins og við erum margir. Stundum skiljum við ekki sjálfa okkur.

Það er mín persónulega skoðun að þegar það kemur að því að eignast maka. Að fólk þurfi að gefa sér tíma til að kynnast og sjá hvort það eigi einhverja samleið, í stað þess að hoppa í bólið og byrja á röngum enda.

Persónulega finnst mér að grunnurinn eigi að vera vinátta, traust og virðig, áður en lengra er haldið. En það er bara ég. Margir eru mér ósamála með það, en það er líka allt í lagi.

En þetta er einungis þegar það kemur að því að læra skilja okkur karlmenn. Að þá endurtek ég mig og segi, við erum ólíkir eins og við erum margir. Ég hef oft haldið því fram að ég sé mjög einfaldur. Sem er rétt að mörgu leyti. Ég þykist ekki líka við fólk, slíkt finnst mér vera rangt. Mér þarf ekki heldur að líka við alla. En ég kem samt ekki ílla fram við neinn viljandi. Geri ég slíkt, að þá reyni ég eftir fremsta megni að biðjast afsökunar og sýna breytta hegðun , gagnvart þeim , til betri vegar.

Þegar mér hefur verið lýst af öðru fólki, þ.e.a.s þegar það lýsir mér, að þá hefur orðið einlægni oft komið fyrir. Ég held að slíkt sé góður kostur, og reyni að halda í einlægnina sem mest. En jú þetta á að vera leiðarvísir um hvernig á að skilja karlmenn. Ég get bara skrifað leiðarvísir af sjálfum mér.

Kosturinn við það að fólk sé ólíkt eins og það er margt, er að við getum lært af öllum, veljum við að gera slíkt. Það er ástæða fyrir því, afhvejru sumir stoppa mislengi inn í lífum okkar. Við getum lært af öllum og orðið betri útgáfa af okkur sjálfum.

Ég var mjög viltur og óheflaður, þegar ég lagði áfenginu og ruglinu á hilluna. Þá kunni ég ekki að taka leiðsögn, kunni ekki heilbrigð samskipti. Kunni ekki að segja nei, átti erftitt með að standa með sjálfum mér, var hræddur, átti erfitt með að skilja og stjórna tilfinningum mínum, og skilja þær. Ég þekkti ekki sjálfan mig eins og ég raunverulega var, þar sem ég hafði eitt mörgum árum í að þykast vera einhver annar en ég er í dag. Þannig að spurning mín á þeim tíma fyrir 17 árum síðan, var: Hver er ég ?

Með mikilli sjálfsvinnu eins og í 12 sporakerfinu oflr. Þar hef ég fengið að sjá kosti mína og galla. Ég hugsa að það reynist okkur oft erfiðara að sjá kostina okkar en gallana í eigin fari, og jafnvel annara.

Fyrsta hvað mig persónulega varðar sem karlmanns, að þá er ég ekki eins og flestir, ég skammast mín ekki fyrir það. Ég þori að vera öðruvísi. Ég er ekki allra, ég get ekki fengið alla til að líka við mig, né reynt að þóknast öðrum. 

Margir virðast hafa skoðun á mér og telja sig þekkja mig, en ég sletti ensku hérna á milli og segi, you dont know me. Nema að því leiti sem ég hef leyft þér að þekkja mig. Ég var mjög lokaður, en er það ekki í dag. Jafnvel stundum verið of opin. Ég árið 2002 er langt frá því hvernig ég er í dag. Allan tíman, hef ég reynt að leggja hart að mér, að vinna í sjálfum mér, til að verða besta útgáfan af því sem mér er ætlað að verða.

Er ég komin með etta ? nei fjarri fer því, ég er enn að þroskast og enn að læra. Lífið er skóli. Ég reyni að læra af öllum til þess að verða betri persóna, og reyni að sýna öðrum virðingu.

Ég hef oft verið skammaður fyrir það að vera of góður eða vingjarnlegur þegar það kemur að því að tengjast persónu af gagnstæðu kyni. Fólki er frjálst að hafa þá skoðun og ég virði það. En það er mín skoðun að ég er ekki allra, og það mun koma sá tími að ég finni persónu sem kann að meta mig fyrir það sem ég er.

Verstu mistök sem hægt er að gera, er að reyna stjórna mér, eða breyta mér. Slíkt vil ég ekki. Ég held að flest fólk geri þessi mistök. Reyni að breyta hvoru öðru í stað þess að læra inn á hvort annað og virða það. Allavega er það mín einlæga skoðun og sannfæring að maður tekur fólki með kostum og göllum. Helsta áskorunin er að vera ekki að reyna stjórna öðrum eða láta ráðskast með sig.

Þegar það kemur að vináttu, að þá tel ég að það sé best að taka þá kröfu af öðrum að það eigi að vera fullkomið. Vinir eru yndislegir og þarfir. En þeir eru líka mannlegir, takmarkaðir , gæddir kostum og göllum. En við lærum að elska þá fyrir það sem þeir eru, en ekki eins og við viljum hafa þá.

Karlmenn geta litið út á yfirborðinu sem harðir og kaldir í sumum tilvikum. En ég trúi því, að innra með öllum leynist gæska og góðvild. Það er bara ekki allra að draga það fram. Börnin eru þau sem eru best í þessu, draga fram kærleika, góðvild og gæsku í karlmönnum. Allavega í mínu tilviki. Þau mýkja okkur upp. Þýðir það að við séum veikir þegar slíkt gerist ? Nei fjarri fer því, það að geta sýnt tilfinningar án þess að vera spá í hvað öðrum finnst er styrkleiki.

Karlmenn sem geta viðurkennt veikleika sýna og beðist afsökunar, þegar þeim verður á, eru sterkir karlmenn, og sannir karlmenn. Eru hinir þá feik ? Nei alls ekki, þeir eru bara ekki komnir lengra á þessu sviði.

Ég held að á sumum sviðum karlmenn séu allmennt mjög þroskaðir, og á öðrum mjög óþroskaðir. En ábyrgðin er alltaf okkar að nýta lífsins aðstæður til að læra og þroskast.

En nú tel ég þessi skrif vera orðin ágætlega löng, hvernig á að skilja karlmenn ? Á sama hátt og konur. Að gefa sér tíma til að kynnast þeim. Ég get ekki alltaf skilið konur, en ég get hlustað og verið til staðar.

En það er samt eitt sem ég verð eiginlega að koma frá mér.Það snýr að ykkur konur. Afhverju hlaupa margar hverjar ykkar í burtu þegar þið kynnist góðum karlmanni ? Er það af því að þið eruð ekki vanar því að vel sé komið fram við ykkur, eða kunnið þið ekki að taka við því ? En svo þegar það kemur karlmaður, sem metur ykkur sem sorp og kemur ílla fram við ykkur að þá er hlaupið í fangið á þeim. Ég hugsa að slíkt sé leit að falsöryggi. En af allri virðingu, að þá höfum við val til að velja og hafna. Þetta er einungis pæling sem ég er að velta fyrir mér, en ekki staðhæfing. Svo allir geta andað rólega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband