Að horfa inn á við

Afhverju að horfa inn á við ? Maður spyr afhverju maður ætti að vera að þvi. Ef við tökum dæmi allveg niður í Edengarðinn. Þegar Adam og Eva höfðu óhlýðnaðst Guði. Að þá spurði Guð Adam hvort hann hefði borðað af trénu sem mátti ekki borða af. Svar Adams var konan sem þú gafst mér, lét mig gera þetta. Eva svaraði höggormurinn lét mig gera þetta. 

Með því að skoða og hugleiða þetta, og hvernig við mennirnir erum í dag. Að þá er það svoldið ríkt í okkur, að kenna öðrum um, í stað þess að taka ábyrgð á gjörðum okkar.

Sama má segja með viðbrögð okkar við aðstæðum. Að þá finnst mér gott að skoða, afhverju bregst ég svona við ? Að þá er það yfirleitt út af einhverju sem hefur gerst áður, og ég hef ekki gert upp eða tekið á.Ég er fjarri því að vera fullkomin, en ég geri mitt besta í að læra að verða betri persóna. Og er viljugur til að breytast til batnaðar. Vissulega koma dagar, þar sem manni líður alls ekkert vel, eða er alls ekki vel upp lagður í daginn. Það er allt í lagi, að eiga slæman dag. Það sýnir okkur hversu ófullkomin við erum, og við getum þá verið þakklátari fyrir góðu dagana sem við eigum.

Það sem það gerir persónulega fyrir mig að líta inn á við. Er að ég læri að hætta að kenna alltaf öðrum um, og tek ábyrgð á því sem ég geri. Það er óþarfi að skammast sín fyrir veikleika sína, eða röng viðbrögð. Frekar ætti maður að líta inn á við og líta á þetta sem tækifæri, að það sé verið að sýna okkur. Þetta er eitthvað sem ég verð að laga. Þá getur verið gott að hugsa til baka, eða biðja Guð um að sýna sér, hvað er það sem veldur því að ég bregðist svona við.

Oftast eru þetta gömul særindi sem maður ber með sér. En ef maður velur að fyrirgefa og leyfa elsku Guðs að komast að særindunum að þá verðum við frjáls. Sumir segja já en ég trúi ekki á Guð, og sumt fólk á alls ekki skilið að vera fyrirgefið.

EF einhver brýtur á mér og ég verð sár, ég neita að fyrirgefa, og hitti svo sömu persónuna aftur eftir 20 ár og segi, nei ég vil ekki fyrirgefa þér. Hver er þá að kveljast ? Er það ekki ég í því tilviki ? Eigum við eitthvað skilið að kveljast fyrir eitthvað sem annar gerði á okkar hluta í 20 ár ? Var það ekki nóg að það særði okkur og hafði áhrif á okkur þegar það var gert ? Allavegana lít ég á fyrirgefninguna sem Guðs gjöf til að lifa frjáls í breiskum heimi. Heimi fullum af ófullkomnu fólki, sem kemur til með að særa, eða segja eitthvað rangt.

Fyrirgefning er ekki sama og samþyki. Fyrirgefningin er til að setja okkur frjáls frá því að lifa í eigin fangelsi særinda og vanlíðunar. Með því að velja fyrirgefa að þá hefst ferli innra með okkur. Þar sem við vinnum í því að lifa frjáls. Þetta er ferli og tekur tíma. Sumt er hreilega mjög erfit að fyrirgefa, það veit ég sjálfur. Ég hef oft á tíðum átt erfitt með að fyrirgefa suma hluti og það hefur tekið tíma að ná því, og stundum hef ég þurft á aðstoð að halda að fyrirgefa.

Það er oft ekki nóg að segja ég fyrirgef, en það er byrjunin. Maður gæti þurft að minna sig á að maður hafi valið að fyrirgefa mörgum sinnum, áður en maður nær að sleppa allveg tökunum.

Það að fyrirgefa hjálpar okkur að líta inn á við og horfast í augu við raunveruleikann eins og hann er.

12 Sporavinna er frábært verkfæri til að læra að líta í eigin barm. Og það sérstaka við þá vinnu að þar fær maður tækifæri til að taka til í lífi sínu og fara til þeirra sem maður hefur gert á hluta. Þar er líka tækifæri til að fyrirgefa öðrum og setja þau og sjálf okkur frjáls.

Þitt er valið 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband