Spádómur fyrir Ísland
5.10.2017 | 17:04
Spádómur fyrir Ísland
Umbreyting mun eiga sér stað á Íslandi. Mikil vakning mun eiga sér stað, þegar synir mínir og dætur rísa upp. Taka stöðu sína og ganga fram í því valdi sem ég færi inn í líf þeirra. Börnin mín munu spá enn nákvæmar inn í líf einstaklinga. Ég vil úthella bænaranda mínum yfir þessa þjóð. Þegar þið takið ykkur saman og leitið mín af öllu hjarta. Að þá munuð þið sjá dýrð mína stíga niður. Þið munuð sjá líf einstaklinga umbreytast fyrir framan ykkur í einni svipan. ( Á einu augabragði). Ég vil leysa þessa þjóð úr því myrkri sem hún situr í. Ég vil reysa við einstaklinga, sem eru tilbúnir að taka þessa þjóð fyrir mig. Ég vil gefa þeim aukið vald, ég vil fara fyrir þeim, og úthella anda mínum yfir þá. Þeir munu sjá tákn og undur gerast í enn meiri mæli. Ég vil hreinsa þessa þjóð af allri synd. Ísland skal vera þjóð sem lýsir af dýrð minni. Þjóð sem í myrkri sat, sér mikið ljós.
4 október 2017 . (Sigvarður)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.