Hugleiðing um Bænina

kirkja sem biður, er sigrandi kirkja. Kirkja sem hlustar eftir Guði, er sigrandi kirkja. Bænin er andardráttur trúarinnar. Hún verður ekki sett í kassa eða takmörkuð. Án hennar gerist ekkert. Guð valdi að starfa í gegnum bæn. Bæn er samskipti. Bænin ryður veginn. Bænin sáir. Bænin verndar. Bænin hefur vald. Jesús sagði að það sem við bindum á jörðu, verður bundið á himni. Það sem við leysum á jörðu, verður leyst á himnum. Í þessum orðum Jesú bendir hann okkur á að við höfum vald. Vald sem þarf að beita í bæn, leysa og binda. Binda verk óvinarins, og leysa þau sem eru fjötruð.

Þegar við byrjum að læra að biðja, að þá gerum við það út frá þeim skilningi sem við höfum. Síðan þroskast hún. En hvernig lærir maður að biðja rétt ? Með því að biðja eins og Biblían sýnir okkur. Jesús er fyrirmynd okkar þegar það kemur að bænininni. Þegar hann var spurður hvernig við ættum að biðja. Að þá svaraði hann með Faðir vorinu. Hann var alltaf að benda okkur á hvernig við eigum að ávarpa Guð. Sem Föður. Við biðjum til Föðurins , undir leiðsögn Heilags Anda í Jesú nafni.

Bænin er stór og víðmikið efni. Hún hefur marga vinkla og því erfitt að útskýra hana í nokkrum orðum. En staða okkar breytist töluvert þegar við tökum á móti Jesú Kristi, sem Drottni okkar og frelsara. Við verðum Guðsbörn, synir og dætur. En þá er svo mikilvægt að læra hver staða okkar gagnvart Guði verður. Hún verður sú að þú kemur fram fyrir Föðurinn sem barnið hans. Staðreyndin er sú að hann elskar þig, hann vill vera þér nálægur, og vill fá að taka þátt í lífi þínu. Hann vill lækna þig, leysa þig frá því sem heldur þér niðri og fjarlægir þig frá honum. Hann vill elska þig til lífs, þannig að elska hans fer að endurspeglast frá þér til annara. Að þegar fólk sér þig, að þá sér það hann. Að þú endurspeglir kærleika hans til annara.

Bæn er samskipti, hún er beiðni til Guðs. Hún er þakkargjörð fyrir það sem hann hefur gert fyrir okkur. Hún er leið hans til að eiga samskipti við okkur. Þessi leið felur ekki í sér eintal. Hún felur líka í sér hlustun jafnt og tal. Ha vill Guð tala við mig ? Já hann vill það.

Bænin getur stundum verið eins og 2 menn sem fara á kaffihús. Þeir setjast niður, annar byrjar að tjá sig, og segir allt sem liggur sér á hjarta. Þegar hann er búin að segja allt sem hann ætlar að segja. Fer hann. Hinn situr eftir, fékk einungis að hlusta, en ekki komast að. þetta kallast eintal og er brenglað form af bæn.

Hlustun er mikilvæg jafnt og að tala. Okkur verður öllum á einhvern tíman á þessu sviði. En við erum alltaf að læra.

Kristin persóna sem  biður ekki, er eins og bíll sem hefur ekkert drifskaft, hann stendur í stað og kemst ekkert áfram. Hann lifir ekki sigrandi lífi og ríkir ekki eins og honum/henni er ætlað að gera.

Þú sem barn Guðs, er ætlað að ríkja með Kristi. Til þess að læra það, að þá þarftu að lesa í Biblíunni og biðja.

Bænin sem byggir okkur upp mest persónulega , er tungutal. Öllum er gefið að tala tungum sem okkur er gefið, til að byggja okkur upp persónulega. Tungutalið gerir okkur hæfari, losar um höft, hjálpar okkur að sjá hlutina í stærra samhengi. Og byggir okkur upp. Þess vegna er það kallað tungutal til persónulegrar uppbyggingar. það eru til 5 tegundir af tungutali. Það er ekki öllum gefið að hafa þau öll, en öllum er ætlað að fá þetta tiltekna tungutal.

Bænin hefur áhrif, hún breytir, verndar og sér það sem er framundan, og undirbýr jarðvegin fyrir það sem koma skal. Hún vökvar svo það get orðið vöxtur.

Bænin er drifhjólið í andlega lífi okkar, sem drífur okkur áfram og hvetur okkur áfram til góðra verka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband