Jólin hugleiðing

Núna er að renna í garð ein stærsta hátíð ársins. Jólin eru látin líta út fyrir að vera mesti gleðitími ársins. En þvi miður að þá er raunveruleikinn ekki þannig hjá mörgum. Margir upplifa kvíða, ótta og þunglyndi. Margir hafa áhyggjur að ná endum saman. Margir eru einmanna og upplifa jólin alls ekki sem gleði hátíð. En burtséð frá allri jóla geðveikinni. Að þá breytist hugarfar sumra með aldrinum, hvað jólin varðar. Ég man eftir því sem barn, hversu eftirvæntingin var mikil. Hvað fæ ég í jólagjöf ? Sem barn voru jólin gleðilegur tími. En þegar líða fór á árin komu upp atburðir, sem breyttu öllu. Jólin hættu að vera gleðileg. Þó fóru að vera tími þar sem kvíði og minningar um slæma atburði komu upp. 

Það var ekkert lengur nein eftirvænting eftir þessari hátíð. Hugsun mín á þeim tíma, var að fer ekki þessari hátíð að ljúka. Í 5-6 ár voru jólin þannig hjá mér, ömurleg hátíð knúin að geðveiki landans og öfgum. Ég fór síðan á námskeið 2006. Þar greip ég þá kennslu. Þetta snýst allt um hugarfarið okkar. Ég varð meðvitaður um það, að ég þurfti að koma til sjálfs mín og gera upp það liðna, leyfa því að fara og skapa nýjar ánægjulegar minningar. Ég tók þá ákvörðun það ár, að þetta yrðu góð jól. Staðreyndin varð sú, að þetta urðu bestu jól sem ég hafði upplifað í langan tíma.

Árið eftir langaði mig að skapa minningu um öðruvísi jól. Þar sem ég var að vinna með mönnum sem bjuggu á götunni. Að þá langaði mig að prufa að eyða jólunum með þeim, og sjá hvernig þeir upplifa jólin.

Þessi jól eru eftirminnileg vegna þess, að ég fékk að eyða tíma með mönnum, sem nægði að fá húsaskjól og fá mat að borða.

Eftir þessi jól hefur hugsun mín breyst. Í dag er ég þakklátur fyrir að eiga fjölskyldu, þakklátur fyrir að hafa þak yfir höfuðið. Þakklátur fyrir að fá mat að borða. Þakklátur að gjafir skipta mig engu máli lengur. Heldur að fá að eyða tíma í faðmi fjölskyldunar. Þakklátur fyrir að minnast þess afhverju Jesús kom inn í þennan heim. Það er jú afhverju jólin eru haldin, til að minnast komu frelsarans inn í þennan heim. Þó svo að fræðilega séð að allt bendi til þess að Jesús hafi fæðst í apríl eða að vori til. Að þá minnumst við komu hans inn í þennan heim um jólin.

Það eru einhverjir sem trúa ekki á Guð, en halda samt jólin og leggja þá eflaust meiri fókus á jólasveinanna. En hvað af þvi sem líður, að þá held ég að við getum flest verið sammála um að jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna. Þar sem þau gleðjast yfir öllum þeim gjöfum sem þeim er gefið. En stærsta gjöfin er til þín og mín, hún er frelsarinn Jesús Kristur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband