Hvers virði ertu ?
12.2.2019 | 16:57
Ég velti því stundum fyrir mér hugsunarháttur fólks. Þá sérstaklega gamla tímann, þar sem yfirstéttafólk kom ílla fram við verkalýðinn, og gerir enn. Ég spái stundum í því, hvort þau haldi að þeirra líf sé eitthvað meira virði en annara.
Niðurstaðan við þessari hugsun minni er einfalt nei. Það er engin persóna eitthvað dýrmætari en önnur. Líf okkar allra er jafn mikils virði.
En hvernig metum við sjálf okkur ? metum við okkur út frá mistökum okkar, eða því sem við gerum vel ? Metum við okkur út frá menntun,þjóðfélagsstöðu, eða því veraldlega sem við höfum og eigum ?
Eitt sem er kallað menntahroki. Fólk sem er hámenntað metur sig út frá því og upplifir virði sitt í því. Af því það hefur menntun að þá er það betra en annað fólk. Sú hugsun byggir í raun og veru á lélegri sjálfsmynd.
Hvers mikils virði við erum, hefur ekkert með ytri aðstæður að gera. Það hefur með þig að gera sem persónu. Þú ert dýrmæt persóna. Þegar við förum að upplifa verðleika okkar, að þá förum við að eiga auðveldara með að neita því sem freistar okkar, eða fær okkur til að líða ílla.
Það er tildæmis góð æfing þegar við vöknum, að fara fyrir framan spegilinn. Horfa í augun á sér og segja ég elska þig, þú ert dýrmæt/ur, þú átt allt gott skilið, þú ert verðug/ur, Þú ert eftirsóknarverð/ur, Þú getur meira en þú heldur. Svo mætti bæta við eftir því sem kemur í huga okkar.
Jákvæð sjálfsmynd hefur með gildi okkar að gera. Þegar við sjáum hversu dýrmæt við erum, að þá förum við að endurspegla það til annara. Önnur mannslíf verða dýrmæt fyirr okkur. Við förum að bera meiri virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum.
Þannig að svarið við spurningunni hvers virði ertu er: Þú ert mikils virði.
Bara með því að segja til dæmis börnunum og þeim sem við umgöngumst að þau séu dýrmæt. Hefur áhrif á útkomuna á því sem þau gera í daglegu lífi.
Ég get tekið 2 stutt dæmi hvernig þetta breytir aðstæðum. Einn vinur minn fékk símtal frá skóla sonar síns. Þar er honum tjáð að hann sé að meiða aðra. Hann tekur son sinn í faðm sér og segir við hann, ég elska þig, en ég vil ekki að þú gerir þetta. Strákurinn sem var búin að gera eitthvað af sér og bjóst við refsingu. Fer að hugsa pabbi elskar mig, en vill ekki að ég geri þetta. Faðir drengsins lét hann vita að hann væri elskaður, það varð til þess að hann hætti að meiða önnur börn. Hann hefði getað haldið ræðu yfir honum og skammað hann. En afleiðinginn hefði getað orðið sú að drengurinn hefði upplifað sig ekki nógu góðan, og getað byrjað að upplifa skömm. Þannig að þessi aðferð hjá honum að segja drengnum að hann væri elskaður sama hvað, varð til þess að hann vildi ekki lengur gera ranga hluti.
Annað dæmið er um mann. Hann fær boð frá kvenmanni að koma í heimsókn. Hann svarar strax já. En innst inni vill hann þetta ekki. En þorir ekki að segja það við konuna, því hann er svo hræddur um að særa hana. En hann fer byrjar að hafa sig til og skellir sér í sturtu. Því hann vill líta vel út. Í sturtunni fær hann hugsun, ég er alltof dýrmætur til að gera þetta. Ef ég fer og hitti hana og sef hjá henni, að þá á mér eftir að líða ílla. Bara að hugsa um hvers mikils virði hann var, að þá fékk hann kraft til að standa með sjálfum sér og koma sér út úr aðstæðum sem hann vildi ekki vera í.
Fólk sem brýtur mikið af sér og klúðrar málunum oft. Er ekki misheppnað. Það á ennþá eftir að meðtaka hversu mikils virði það.
Persóna sem upplifir verðleika sinn, vill ekki gera ranga hluti sem fær hann/hana til að líða ílla. Og vill ekki heldur skaða eða meiða aðra..
Þú ert dýrmæt/ur ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.