Er youtube full of shit ?

Líklega skoða flestir youtube reglulega. En það er með ólíkindum ef við skoðum einhver video. Hversu miklu rusli er reynt að troða í okkur í leiðinni. Mesta ruglið sem ég verð var við. Er þegar ákveðnir einstaklingar eru teknir fyrir og ásakaðir um að vera hitt og þetta.

Hefur fólk í allvörunni ekkert betra að gera en að dæla skít yfir aðra ? Einhver sagði við persónu sem hafði verið að tala ílla um hann. Er líf þitt virkilega svona óáhugavert, að þú þarft að vera breiða út lygar og tala ílla um mig ?

Annar punktur sem er mjög áhugaverður er: Það hvernig við tölum um aðra, segir meira um okkur sjálf en þau sem við tölum um. Þannig að það borgar sig að gæta tungu sinnar.

Ástæða þess að ég er með þessa hugleiðingu er sú að ég hef orðið var við mikið af videoum sem ráðast gegn einni söngkonu. Ég ákvað að láta slag standa og svaraði einum sem hélt fram frekar ógeðfeldum hlutum um hana. Ef nokkur svör fram og til baka þegar þessi einstaklingur þurfti að éta skít sinn sjálfur. Að þá byrjuðu skítköstin hans í minn garð. Sem mér er svo sem nokkuð allveg sama. Einhver kall bakvið tölvuskjá, sem myndi væntanlega ekki vera svona hugrakkur face to face.

Það virðist oft vera í eðli þeirra sem eru með slæmt umtal og slúður, að bregðast við í reiði ef einhver dirfist til að svara þeim eða mótmæla. Okkur er að sjálfssögðu frjálst að hafa okkar skoðun á öllu. En það þýðir ekki að við höfum rétt fyrir okkur, og gefur okkur svo sannarlega ekki leyfi til að ljúga, slúðra eða baktala..

Einnig er annað í huga mínum. Heimildarmyndin Leaving Neverland. Ég hef enga skoðun á því hvort þeir séu að segja satt eða ekki. En það sem mér finnst fjölmiðlar gleyma að gera sér grein fyirr. Að hann á börn sem þurfa að horfa upp á þetta. Hvað með þau ? finnst fjölmiðlum allt í lagi að leggja líf þeirra í rúst ? Og hvað þá að koma með falsfréttir að dóttir MJ hafi reynt að taka líf sitt út af þessari heimildarmynd og hafi lent á sjúkrahúsi.

Einhver góð kona sagði eitt: Aðgát skal höfð í nærveru sálar..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband