JóhannesarGuðspjall 17 kafli ( Passion þýðingin á íslensku)

Jesús uppfyllir áætlun Föðurins

17 Þetta er það sem Jesús bað er hann er hann horfði til himins.
    “Faðir, tíminn er kominn.
    Opinbera stórfenglega dýrð sonar þíns[a]
    svo ég megi mikla dýrð þína!
Þú hefur þegar gefið mér vald [b]
    yfir öllu fólki svo ég megi gefa gjöf eilífs lífs , til allra þeirra sem þú hefur gefið mér.

 3 Eilífa lífið merkir að þekkja þig og upplifa
    sem hinn eina sanna Guð,[c]
    og þekkja og upplifa Jesú Krist,
    sem soninn sem þú sentir (kom frá þér)
Ég hef gert þig dýrlegan á jörðinni
    með því að vera trúfastur og gera allt sem þú sagðir mér að gera.

Svo Faðir minn endurreistu mig aftur til þeirrar dýrðar,
    sem við deildum saman þegar við vorum augliti til auglits
    áður en heimurinn var skapaður.”[d]

Jesús biður fyrir lærisveinum sínum.

“Faðir, ég hef opinberað hver þú ert í raun og veru
    og svipt hulunni af þér[e] til þeirra manna og kvenna
    sem þú gafst mér.[f]
    Þau voru þín og þau gafst mér þau,
    og þau hafa varðveit orð þitt fastlega í hjörtum sínum.

 7 Og að endingu að þá vita þau að allt sem ég hef, er gjöf frá þér.
Og orðin sem þú gafst mér að tala, ég hef gefið þau áfram til þeirra.
    Þau hafa meðtekið þitt orð
    og geyma þau í hjarta sér.
    Þau eru sannfærð um að ég hafi komið frá þinni nærveru,
    og þau trúa því af öllu hjarta að þú hafir sent mig til að koma fram fyrir þína hönd.(Málsvari,Fulltrúi.)
Svo með djúpri elsku,[g] bið ég fyrir lærisveinum mínum.
    Ég bið ekki að hálfu þeirra sem trúa ekki á þig í þessum heimi,[h]
    heldur fyrir þeim sem tilheyra þér,
    þeim sem þú hefur gefið mér.
10 Því að þau sem tilheyra mér nú tilheyra þér.
    Og allir sem tilheyra þér nú tilheyra mér einnig,
    þau hafa afsalað sér lífi sínu og dýrð mín opinberast í gegnum þau.[i]
11 “Heilagi Faðir ég er um það bil að fara yfirgefa þessa veröld[j]
    til þess að snúa aftur til að vera með þér,
    en lærisveinar mínir munu vera áfram hér.
    Svo ég bið í þínu máttuga nafni,
    vernda eitt og sérhvert af þeim sem þú hefur gefið mér,
    og vaktu yfir þeim svo þau meigi vera sameinuð
    sem eitt, eins og við erum eitt.
12 Meðan ég var með þeim sem þú gafst mér,[k]
    Að þá hélt ég þeim öruggum í þínu nafni sem þú gafst mér.
    Enginn af þeim glataðist,
    fyrir utan einn sem hafði þau örlög að glatast,[l]
    svo að Ritningin mætti rætast og uppfyllast.
13 “En núna er ég að koma aftur til þín Faðir,
    Ég bið[m] að þau megi upplifa
    og ganga inn í þína yndislegu gleði [n]
    svo það megi uppfyllast í þeim og flæða yfir.
14 Ég hef gefið þeim þinn boðskap 
    og þess vegna hatar hinn vantrúaði heimur þau.
    Tryggð þeirra er ekki lengur við þennan heim
    vegna þess að ég er ekki af þessum heimi.
15 Ég er ekki að biðja þig um að fjarlægja þau úr þessum heimi,
    en ég bið að þú varðveitir hjarta þeirra frá íllu, o]
16 Því að þau tilheyra ekki lengur þessum heimi frekar en ég geri.

 17 “Þitt Orð er sannleikur! Svo ger þau heilög með sannleikanum.

 18 Ég hef gefið þeim umboð til þess að vera mínir fulltrúar
    á sama hátt og þú gafst mér umboð til að vera fulltrúi þinn.
19 Og nú helga ég sjálfan mig sem heilaga fórn
    svo þau megi lifa lífi sínu allgerlega helguð þér
    og að sannleikur þinn geri þau heilög.”[p]

Jesús biður fyrir þér

20 “Og ég bið ekki eingöngu fyrir þessum lærisveinum,
    heldur líka fyrir þeim sem munu dag einn 
    trúa á mig í gegnum boðskap þeirra.
21 Ég bið þess að þau sameinist öll sem eitt [q]
    jafnvel á sama hátt Faðir og við erum sameinaðir sem eitt.
    Ég bið þess að þau verði eitt með okkur[r]
    svo að heimurinn fái skilið að það varst þú sem sentir mig.
22 Því sú mikla dýrð sem þú gafst mér hef ég gefið þeim
    svo að þau megi sameinast öll sem eitt
    og upplifa sömu einingu og við deilum saman.[s]
23 Þú lifir fullkomnlega í mér eins og ég lifi fullkomnlega í þeim
    svo þau fái að upplifa fullkomna einingu,[t]
    og að heimurinn verði sannfærður um að það varst þú sem sentir mig,
    því að þau munu sjá að þú elskar eitt og sérhvert þeirra
    með sömu ástríðufullu elsku og þú elskar mig.
24 “Faðir, Ég bið þess að þú leyfir öllum þeim sem þú hefur gefið mér
    að vera með mér þar sem ég er![u]
    Þá munu þau sjá fulla dýrð mína—
    þá stórfenglegu dýrð sem þú hefur gefið mér
    því að þú hefur elskað mig frá því áður en tíminn varð til.
25 “Þú ert minn réttláti Faðir,[v]
    því að þessi vantrúaði heimur hefur alldrei þekkt þig
    á þann fullkomna hátt sem ég geri!
    Og öll þau sem trúa á mig[w]
    vita einnig að það varst þú sem sentir mig!
26 Ég hef sagt þeim frá því hver þú ert [x]
    og ég mun halda áfram að gera þig raunverulegan fyrir þeim,
    svo að þau megi upplifa sömu óþrjótandi(án takmarka) elsku
    og þú hefur fyrir mig,
    því að elska þín mun nú lifa innra með þeim, eins og ég mun lifa innra með þeim!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

jóhannesarguðspjall er skrifað í einu orði og með litlum staf nema að nafn guðspjallsins sé fyrsta orð í setningu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2019 kl. 21:00

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Takk fyrir að benda á það , en fyrsti stafur hverrar setningar er ávallt með stórum staf :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 29.3.2019 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband