Ljóð - Bænin
4.4.2019 | 12:26
Þú gafst mér þá gjöf að biðja niður himininn.
Þú gafst mér þá gjöf að halda út í bæn.
Þú kenndir mér leyndardómin að hlusta á þig.
Þú sýnir mér hvað er á hjarta þínu.
Sýnir mér hvað ég má og ekki má.
Segir mér hvað biðja skal,
Sýnir mér hvaða leysa og binda má.
Bænin færir niður nærveru þína.
Hún leysir út vilja þinn.
Færir niður konungs ríki þitt á jörð.
Þú kenndir mér að skilja leyndardóm bænarinnar,
Að fæða fram það sem verða skal.
Þú sendir mér engla til að vernda mig.
Þú sýnir mér leyndardóm himinins.
Gefur mér sýnir og hefur velþóknun á mér.
Bænin er gjöf frá þér til mín.
Bestu stundir lífs míns eru í nærveru þinni.
Allt annað verður eins og fölnað gras.
Ég vil fá að vera með þér um eilífð.
Ég vil fá að dvelja í nærveru þinni,
Ég vi fá að upplifa meira með þér .
Það er löngun mín að upplifa þig,
Og dvelja með þér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.