Ljóð - Náð

Náð hversu stórfengleg þú ert,

að ég fái skilið þig.

Gjöf til mín þú ert.

Eilíft líf,

Fyrirgefning,

Kærleikur.

Persónan Jesús Kristur þú ert.

Margir reyna að skilgreina þig með orðum.

En munum við einhvern tíman skilja og meðtaka til fulls,

Að þú ert miklu stærri og meiri en orð fá lýst?

Sumir nota þig sem afsökun til að lifa í synd.

Aðrir meðtaka þig ekki til fulls.

Þú íklæðir mig réttlæti.

Þú fyrirgefur mér.

Þú umbreytir hjarta mínu.

Þú elskar mig til fulls.

Ég held áfram að opna og meðtaka þig,

Þú mikla Guðs gjöf.

Andan Heilaga þú sentir mér,

Til að opna augu mín.

Að þau mættu fá að sjá og skilja gæsku þína.

Þegar þú mættir mér sá ég gæsku þína.

Ég átti erfitt með að skilja afhverju,

Þú valdir mig.

Orð þitt segir að ég er útvalin af náð.

Ég sé þig ekki sem afsökun til að lifa í synd,

Ég ég þig sem betri leið til að lifa frjáls frá synd.

Þú leystir mig undan skömm,

Þunglyndi,ótta, ófyrirgefningu,

Hatri, reiði, lýgi, depurð,

Vímuefnum, áfengi, klámi

Og öllu því sem hefur haldið mér frá þér.

Þú gefur mér kraft til að framkvæma þau verk,

Sem þú hefur falið mér.

Þú gafst mér gjöf bænarinnar,

Og dregur mig nær þér.

Talar til mín og sýnir mér hver vilji þinn er.

Má ég vera eins og Enok og vera þér stöðuglega nálægur ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband