Ljóð - Verðleiki

Ég spurði þig hversu mikið elskarðu mig ?

Þú opnaðir faðminn þinn og gafst þitt líf,

Í minn stað og sagðir svona mikið.

Ef ég hefði verið eina persónan á jörðinni.

Að þá hefurðu samt gefið líf þitt í minn stað.

Það er vegna þess að ég er dýrmætur.

Þú gast ekki hugsað þér eilífð án mín.

Þú gast ekki hugsað þér að sjá mig glatast.

 

Nú get ég ekki hugsað mér lífið án þín.

Eilífð án þín myndi gera út af við mig.

Þú læknaðir hjarta mitt og settir mig frjálsan.

Þú leyfir mér að eyða tíma með þér stöðuglega.

Gæðastund já gæðastund með þér.

Þú ert alldrei of upptekin og þekkir hjarta mitt.

 

Þú talar til mín og leyfir mér að finna verðmæti mitt.

Elska þín flæðir um hjarta mitt.

Gleði þín er hlífiskjöldur minn.

Við göngum saman hlið við hlið,

Sonur og faðir sem eitt.

Þú heldur í hönd mína og segir við mig:

Ég elska þig.

Þú hefur velþóknun á mér.

Þú ert stoltur af mér.

Þegar ég dett að þá reysir þig mig  við.

Þú tekur burt frá mér stoltið.

Setur mig frjálsan frá sjálfum mér.

Þú fjarlægir lygarnar úr lífi mínu.

Lygarnar um sjálfan mig.

Þú talar til mín sannleika þinn um sjálfan mig.

Þú byggir mig upp,

Gefur mér sjálfstraust, öryggi og ró.

Þú hefur velferð mína að fyrirrúmi.

Ég er þinn og aðeins þinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband