Ljóð til Jesú

Ljóð til Jesú

Sigvarður 8 júní 2019

Jesús elskuhugi sálar minnar.

Ég vil þakka þér fyrir svo margt.

Veit varla hvar ég ætti að byrja.

Þakklætis listinn er langur.

En þó eru nokkur sem mig langar að nefna.

Takk Jesús fyrir Golgata.

Takk fyrir blóð þitt sem rann.

Takk fyrir höggin 39.

Takk fyrir að taka við mér brotnum,

og gera mig heilan.

Ég var afskrifaður en þú hafðir trú á mér.

Ég var vonlaus en þú gafst mér von.

Ég var undirokaður og fjötraður,

en þú settir mig frjálsan.

Þú tókst í burt synd mína,

og gafst mér þitt líf.

Þú læknaðir sárin mín,

og fylltir mig af elsku.

Þú tókst í burtu hatur og reiði,

og gafst mér kærleika og ró.

Þú tókst við óróleika mínum ,

of gafst mér þinn frið.

Þú tókst í burtu vonleysið,

og gafst lífi mínu tilgang.

Þú fjarlægðir myrkrið sem bjó innra með mér,

og gafst mér þitt ljós.

Þú tókst við mínu brotna steinhjarta,

og gafst mér hjarta úr holdi og blóði.

Þú tókst við særindum mínum ,

og gafst mér lækningu og heilindi.

Þú tókst í burtu skömmina og sekktarkendina,

og gafst mér þitt réttlæti.

Þú heyrðir neyðaróp mitt,

þegar ég var á leiðinni til heljar.

Þú gafst mér tækifæri til að koma aftur,

og lifa á þessari jörð.

Þú gafst mér tækifæri ,

til að lifa fyrir þig.

Þegar ég hef dottið,

þá hefurðu reyst mig við.

Þegar ég hef vilst af leið,

að þá hefurðu náð í mig,

og fært mig aftur á rétta braut.

Þegar ég hélt að ég væri búin að klúðra öllu.

Að þá sagðirðu mér að standa upp og halda áfram.

Þegar það hafa komið erfiðir tímar,

þá hefurðu verið mér öruggt skjól.

Þú kenndir mér að elska,

þegar ég vissi ekki hvað elska var.

Þú tókst við frosnum tilfinningum mínum

og læknaðir þær.

Þú kenndir mér að finna til samkenndar.

Þú tókst í burtu eigingirni mína

og gafst mér kærleika til annara.

Þú tókst í burtu nísku mína,

og gafst mér gjafmilt hjarta.

Þú tókst í burtu stoltið mitt,

og gafst mér auðmjúkt hjarta.

Þú tókst í burtu munaðarleysið mitt,

og gafst mér sonarrétt.

Þú tókst í burtu fátækt mína,

og gafst mér þitt ríkidæmi.

Ég átti ekki ást þína skilið,

en þú valdir að elska mig.

Þú tókst í burtu óöryggi mitt,

og gafst mér öryggi.

Þú tókst í burtu óttann minn,

og gafst mér hugrekki.

Ég er ekki eins og ég var,

ég er nýr maður í dag.

Þín vegna fæ ég að lifa.

Ég ætti ekki einu sinni að vera lifandi.

En þú hefur ávallt verndað mig.

Þegar ég hef verið í aðstæðum,

þar sem dauðinn vildi taka mig,

sentir þú engla þína til að gæta mín og vernda mig.

Þegar ég var í myrkrinu,

þá var hönd þín yfir mér.

Allt frá móðurkviði hefur hönd þín,

verið yfir mér og þú bankað á hjarta dyrnar.

Þegar ég hleypti þér inn, varð allt nýtt.

Ég hafði hugsað mér að minnast á nokkur atriði,

til að vera þakklátur fyrir.

En þegar ég hugsa til baka,

fyllist ég af þakklæti og stolti,

fyrir að fá að tilheyra þér.

Ég minnist á allt þetta,

svo aðrir fái séð,

hver þú ert í raun og veru.

Þú ert ekki eingöngu frelsari minn,

þú ert mér lífið sjálft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband