Erum við sjálfmiðuð og hugsun aðeins um okkur sjálf ?

Ein pæling varðandi samskipti okkar við fólk. Höfum við eingöngu samband við það, þegar okkur vantar eitthvað ? Eða tékkum við á því til að athuga hvernig þau hafa það ? Upplifun okkar getur verið sú að sumir hafa eingöngu samband við okkur þegar þeim vantar eitthvað. En alldrei þess á milli til að athuga hvernig við höfum það.

Hvað með fólk sem lætur lítið fyrir sér fara ? Tékkum við á þeim og spyrjum þau hvernig þeim líður ? 

Ég hugsa að það sé allavegana áhugavert að skoða sjálfan sig aðeins og spyrja sig að þessu. Og kannski er það eigingirnin í okkur sem fær okkur ekki til að sjá þörf annara. Og við sjáum þá eingöngu það sem við erum að gera.

Hvað með fólk sem við þekkjum lítið og við vitumm að er einmanna? og upplifir sig ekki tilheyra? Er það þá ekki pínu í okkar verkahring að tékka á þeim. Eða er þessi hugsunarháttur ég á nóg með sjálfa/n mig og hef ekki tíma til að hjálpa öðrum ?

Hvað með einfalt hrós til náungans ? eða bjóða eldri borgurum úti á götu góðan daginn ? Eða jafnvel bjóðast til að halda á poka fyrir fólk yfir götuna? Eða aðstoða það á einhvern hátt ?

Persónulega finnst mér þetta áhugaverð pæling og ætla að spegla mig aðeins í þessu ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband