Hugleiðing

Það sem ég er að velta fyrir mér núna voru viðbrögð Jesú þegar hann frétti að Lazarus væri dáinn. Það sem mig minnir að hann hafi sagt var að hann er sofnaður. Hann hélt svo áfram að gera það sem hann var að gera og fór svo ekki til hans fyrr en eftir 2 daga.

Það sem ég velti fyrir mér, ætli Faðirinn hafi opinberað fyrir honum að þetta myndi gerast þennan dag og hvenær hann ætti að fara til hans ? Ef ég lít á mannlega þáttinn. Að þá hefði ég brugðist allt öðruvísi við. Líklegast hefði ég hætt að gera það sem ég var að gera og farið í flýti til hans, órólegur og í panikki. En hann hélt ró sinni. Það sem kemur í huga minn að hann hlítur að hafa haft fullvissu um að þetta yrði allt í lagi.

Við vitum svo framhaldið að þegar hann kallar á Lazarus úr gröfinni að þá reis hann upp frá dauðum.

Þetta er ekki eina svona atvikið sem við lesum um Hann. Þegar hann frétti að Jóhannes skírari sem var frændi hans, hafði verið hálshöggvinn. Að þá komu til hans þúsundir manna, og hann margfaldaði örfá fiska og brauð handa þúsundum manna.

Þessi yfirvegun og öryggi er eitthvað sem mig langar að hafa. Að geta brugðist svona við þessum aðstæðum í fullu öryggi og ró. Er það sem er fyrir ofan minn skilning. 

Sama má segja þegar hann var með lærisveinum sínum út á bát og það gerði óveður. Þeir voru allir logandi hræddir en hann svaf sallarólegur.

Jesús sagði að við gætum gert það sama og hann gerði. En svo sagði hann annað sem vekur athyggli mína. Minn frið gef ég ykkur. Ég gef ykkur ekki eins og heimurinn gefur, heldur gef ég ykkur minn frið. Eftir því sem ég best veit að þá þýðir friður að finna fyrir fullkomnu öryggi í faðmi Guðs, og hefur með vernd að gera líka.

Ætli ástæðan fyrir því afhverju hann brást öðruvísi við aðstæðum en við, hafi verið til að sýna okkur, að við getum haft þennan sama frið og hann hafði. Að við gætum fundið okkur fullkomnlega örugg í faðmi Föðurins ? Ég held að það sé málið. Að sækjast eftir friði Krists inn í líf okkar.

Allur þessi hraði í nútíma lífinu og stress, er kannski eitthvað sem við ættum að veita athyggli og biðja Guð um að breyta því.

Jesús kenndi okkur mikilvæga lexíu með viðbrögðum sínum. Hann kom alldrei með afsökun um að hann gæti ekki gert eitthvað, hann hafnaði alldrei að hjálpa neinum. Hann kenndi okkur að í aðstæðum þar sem við erum hlaðin verkefnum að við getum sinnt því sem er nauðsynlegast án þess að stressa okkur, og haldið ró okkar. Það getur verið mikið að gera í vinnunni, og kannski meira en við teljum okkur ráða við. Það koma verkefni úr öllum áttum. Og það gæti stressað okkur upp. En í stað þess að láta stressið ná tökum á sér. Að þá ættum við að halda ró okkar og halda fókus okkar á Guði og biðja hann um leiðsögn, hvernig við getum framkvæmt þetta allt saman. 

Við getum líka verið misjafnlega upplögð og það virðist oftast vera þannig, að þegar það koma nætur sem við kannski sofum lítið. Að þá gætum við verið viðkvæmari fyrir áreiti og ekki allveg til í að takast á við allt sem dagurinn hefur upp á að bjóða. Viðbrögð okkar geta líka verið eftir því hvernig okkur líður eða hvernig aðstæður eru.

En allavega verður það verkefni mitt til æviloka er að fá að hafa þessa stillingu og ró í lífi mínu, allgerlega óháð því hvað hver dagur bíður upp á. Friður sé með ykkur í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband