Bæn dagsins

Bæn dagsins:

 

Drottinn viltu hjálpa mér að hætta minni fyrri breytni og afklæðast hinum gamla manni, sem er spilltur af tælandi girndum. Viltu hjálpa mér Faðir að endurnýjast í anda og hugsun og íklæðast hinum nýja manni, sem skapaður er eftir þínu réttlæti og heilagleika sannleikans.  amen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Falleg og auðmjúk bæn.

kv Sirry 

Sigríður Jónsdóttir, 31.10.2007 kl. 14:30

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Takk:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.10.2007 kl. 14:41

3 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sæll minn kæri Sigvarður það sem þú ert að biðja um er nokkuð sem er ekki þægilegt. Þú ert að biðja Guð um að deyða hið jarðneska í fari þínu, ef þú ert að biðja í alvöru þá mun Drottinn hjálpa þér við það. Guð agar hvern þann son sem hann tekur að sér. Lestu Róm 12:1-2. (Ég er sammála að Arsenal sé bezta liðið hef haldið með þeim síðan 1972) Guð blessi þig og varðveiti í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 31.10.2007 kl. 17:39

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Páll talar um í Gal.2:20 að við séum krossfest með Kristi, sjálf lifum við ekki framar heldur lifir Kristur í okkur:)  Bæn Jóhannesar skírara var sú að hann myndi minnka og Jesú myndi vaxa:)

Þetta er reyndar ekkert easy en fyrir mér snýst ganga mín með Guði út á þetta að líkjast honum meir og meir og deyja af sjálfum mér...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.10.2007 kl. 19:11

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Góð bæn," var mín hugsun. Þakka þér.

Jón Valur Jensson, 1.11.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband