Er eitthver einn meiri syndari enn annar?

Ég velti því oft fyrir mér þegar ég sé hvernig fólk hagar sér. Hvort það eigi sér stað einhver flokkadráttur um syndir hjá Guði eða hvort það sé einhver kvóti á henni sem gerir það að verkum að einhver annar verðskuldi það að vera kallaður meiri syndari en einhver annar?

Guð svarar þessu sjálfur á einfaldan hátt, allt sem ekki er af trú er synd. Ég trúi því persónulega að frammi fyrir Guði sé synd bara synd. Það breytir engu máli hvernig við sem menn flokkum þær. Mér finnst líka oft mikil hræsni vera meðal sumra kristna manna sem eiga að vera erindrekar Krists og eru kallaðir til að náða, vera mestu hræsnanir. Ég hef oft fengið að finna fyrir hroka gagnvart þeim sem eru aldnir upp í kirkjunni eða frá þeim sem áttu ekki slæma fortíð.

En þessir einstaklingar skilja það ekki að náðin er gjöf til allra sem leita til Jesú. Þeir sem halda það að þeir séu eitthvað betri en aðrir mega vera í sínu Gyðingalögmáli fyrir mér og reyna réttlætast fyrir verk sín. En fyrir svona breyska menn eins og mig sem gera oft mistök og þora að viðurkenna þau, hef ég frábærar fréttir fyrir. Þú þarf ekki að vera fullkominn, þú þarft ekki að gera allt rétt. Því að náðin snýst ekki um það sem ég get gert, heldur það sem Jesús hefur gert fyrir mig og þig. 

Þetta þýðir það að þú réttlætist án verðskuldunar óháð því hvernig verk þín voru. Biblían segir líka að þetta sé Guðs gjöf og engin skuli miklast af náðinni. Við sem vorum syndug og afskrifuð af mörgum mönnum, eigum von og réttlæti í Jesú Kristi. Enda segir Jesús, ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir eru. Ég er breyskur einstaklingur sem hef losnað undan, eiturlyfjum, áfengi, síkarettum, lýgi, þjófnaði, óheiðarleika, ofbeldishneigð, baktali, klámi, lauslæti ,fordæmingu og öllu því sem hélt mér og öðlast frelsi til að lyfa ekki í synd og líferni sem er hreint og gott.

Margir myndu eflaust halda það að ég sé að réttlæta eitthvað sem er ekki. Það sem ég vil benda á, að það sem á að leiða fólk til Guðs er kærleikurinn. Við eigum ekki að vera benda á aðra eða dæma þá fyrir að vera það sem þeir eru. Við eigum að benda fólki á hversu góður Guð er, við eigum að benda þeim á að Jesús bíður með náðarskjál handa þeim fyrir allar þeirra misgjörðir. Við eigum að benda fólki á að Jesús er svarið fyrir það. Kærleikurinn á að vera einkenni þeirra sem trúa og afhverju ekki að byrja æfa sig í því að hafa ekki dæmandi hugarfar og æfa sig í því að elska alla menn jafnt?

Að lokum vil ég segja að þeir sem hafa oft fallið í fíkniefni, klám , skyndikynni eru ekkert meiri syndarar en þeir sem eru óheiðarlegir í fjármálum. Það hefur oft gerst að menn hafa verið að svíkja fé út úr fólki og oft stórar upphæðir, þessir kallar hafa síðan haldið áfram eins og fínir kallar í þjónustu. En svo koma smælingjar eins og ég og fleyrri sem hrösum í þá synd að sofa hjá fyrir hjónaband að við erum flokkaðir sem meiri syndarar og fáum ekki lengur að starfa innan safnaðana okkar. En synd er synd og fyrir allt það ranga sem maður gerir verður maður að sjálfssögðu að snúa sér frá. En Jesús er réttlæti og endurlausn syndarans. Sá sem tekur við Jesú flokkast ekki lengur sem syndari heldur sem nýsköpun í Kristi og er hreinn og lítalaus því Jesú blóð hreinsar okkur af allri synd og öllu ranglæti...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð nú bara að taka ofan fyrir þér. Ég get næstum verið sammála þér um allt hérna

Gissur Örn (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 12:42

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir það:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 2.11.2007 kl. 13:38

3 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sigvarður þetta er rétt hjá þér að Guð fyrirgefur okkur syndirnar ef við iðrumst og snúum okkur til baka. Ég þekki allt þetta sem þú nefndir hef reynt þetta og snúið við. Guð fer ekki í manngreina álit. Hann hefur áætlun fyrir alla. Þú ert flottur Guðsmaður. Guð blessi þig og þína fjölskyldu í Jesú nafni
Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 2.11.2007 kl. 16:47

4 Smámynd: Ingibjörg

Sammála :)

Ingibjörg, 3.11.2007 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband