Helgin búin að vera góð:)

Get ekki sagt annað en að helgin sé búin að vera góð og blessuð. Á föstudagskvöldið, var ég ásamt Baldri Frey að predika í Ármúlanum. Það er að segja að við skiptum þessu bróðurlega á milli okkar og frábært að sjá að meira segja predikarar geta skipt ræðum á milli sín í kærleika og einingu Andans.

Það sem skeði á þessari samkomu er að ein ung kona sem var með bein sem stóðu út úr báðum ristunum á henni, réttust og fann ég þau hreyfast til baka þegar ég bað fyrir fótunum á henni. Síðan báðum við öll saman fyrir manni sem hafði fengið heilablóðfall, hann gat staðið upp og labbað einn og óstuddur eftir fyrirbænina, hann gat rétt úr hnefanum sem var búin að vera kreptur í mörg ár, hann fékk mátt í hendina á sér sem var búin að vera tilfinningalaus, hann byrjaði að tala aftur. Einn sem var með ónýtt jafnvægi og gat ekki hoppað án þess að missa jafnvægið læknaðist líka og hoppaði um allt eins kálfur sem er nýbúið að hleypa út úr stýju.

Síðan klukkan 12 fór ég í Krossinn þar eru byrjaðar miðnætur lofgjörðarstundir frá 12 og fram á rauða nótt. Þar frelsuðust 14 manns, 4 fengu tungutal og einn sem ég bað fyrir var búin að vera með blóðeitrun í vöðvum og ég fann hvernig bólgan hjaðnaði í höndunum á honum.

Síðan í kvöld sem er laugardagskvöld þegar ég skrifa þetta, að þá fór ég  í Keflavík til að predika. Þar frelsuðust að minnsta kosti 2 sálir þannig að það eru að minnsta kosti um 300 manns sem hafa frelsast síðustu 3 vikur:) Ég trúi því að þetta sé bara rétt að byrja og lof sé Guði fyrir vakninguna sem hann hefur gefið yfir landið okkar og það eru forrétindi að fá að taka þátt í uppskerutímanum sem er innan Guðsríkisins:) Hallelujah


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

Já Dýrð sé drottni og yndislegt hvað Heilagur andi er að gera .. hann leysir,læknar og gerir kraftaverk ... og magnað að fá að skírst í heilögum anda.. takk fyrir að vera og sýna dagsdaglega með þínu athæfi í guðvilja hvað þú gerir manni eins og mér auðveldara með að meðtaka allt.. takk fyrir það bróðir.

Gísli Torfi, 4.11.2007 kl. 00:09

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Vá þetta er magnað. ÉG var að koma af tónleikum í Fíló, frábærir tónleikar, fullt hús.

Já það er fráæbrt hvað Guð er að gera og hversu mikil vakning er að eiga sér stað.  Svo bænagangan næstu helgi, bara frábært.

Sædís Ósk Harðardóttir, 4.11.2007 kl. 00:15

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Þetta er bara frábært:) takk fyrir Gísli:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 4.11.2007 kl. 13:04

4 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sæll Sigvarður það er frábært að heyra að þú sért farinn að lækna fólk í Jesú nafni. Lækningar, kraftaverk og að sjá djöfla kom út úr fólki það er fagnaðarerindið. Ármúlaþjónustan er glæsilegt Guðsverk. Einhvern meginn finnst mér einsog að Ármúlaþjónustan hafi komið eftir að Byrgið lokaði. Guð opnar nýjan stað. Guð blessi ykkur í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 4.11.2007 kl. 17:44

5 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir Það, en það eru reyndar 4 ár síðan fólk fór að læknast:) Guð er góður en við erum langt frá því að líkjast Byrginu sem betur fer...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 4.11.2007 kl. 21:19

6 Smámynd: Linda

Sigvarður, vá þvílík blessun hjá ykkur, oh dýrð sé Guði, ég varð klökk við skrif þín og þau eru mér svo mikil blessun.  Guð blessi þig og ykkar starf þar sem Jesú fær að ráða og vera í fyrirrúmi þar kemur Jesú.  Einn af góðum vinum mínum Jóhann er mikið þjáður sakir þess að það eru snúnir liðir í mjöðmum sem veldur því að hann getur illa staðið til langs tíma, setið eða gengið.  Hann er þjáður núna og ég sagði honum að við ættum að sækjast eftir fyrirbæn, sem ég geri hér og nú. 

Guð blessi þig og ykkur öll og varðveiti og veri sem klettur undir fótum ykkar svo eigi verði ykkur haggað.

Linda, 4.11.2007 kl. 23:19

7 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir:) Við biðjum fyrir honum:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 5.11.2007 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband