Predikunin frá laugardeginum í Keflavík
5.11.2007 | 14:32
Predikun Keflavík 3 nóv 2007-
Sigvarður:
Róm 2:1-4
-1- Fyrir því hefur þú, maður, sem dæmir, hver sem þú ert, enga afsökun. Um leið og þú dæmir annan, dæmir þú sjálfan þig, því að þú, sem dæmir, fremur hið sama.-2- Vér vitum, að dómur Guðs er sannarlega yfir þeim er slíkt fremja.-3- En hugsar þú það, maður, þú sem dæmir þá er slíkt fremja og gjörir sjálfur hið sama, að þú fáir umflúið dóm Guðs?-4- Eða lítilsvirðir þú ríkdóm gæsku hans og umburðarlyndis og langlyndis? Veist þú ekki, að gæska Guðs vill leiða þig til iðrunar?
Það sem er að gera út af við líkama Krists í dag er ekki syndir okkar eða mistök. Jesús er búin að afgreiða syndina í eitt skipti fyrir öll.
Það sem er að gera út af við kirkjuna í dag er sjálfsfordæming og að dæma aðra.
Róm 8:1-2
-1- Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.-2- Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.
Það sem er að eyðileggja í dag og ýta fólki í burtu er að við erum svo oft að dæma aðra. Kærleikur Guðs á að laða fólk að ekki ýta þeim í burtu. Og ég er ekki komin hér til þess að predika um það hversu syndug við erum, heldur til þess að segja ykkur hversu hrein og fullkomin Jesú blóð gerir ykkur.
Jesús hefur afgreitt syndina í eitt skipti fyrir öll. Vandamálið er ekki lengur þessi mistök sem við gerum. Það eina sem við þurfum að gæta er að lifa í sátt við hvort annað og Drottinn. Allt það sem við höfum syndgað og eigum eftir að syndga hefur okkur verið fyrirgefið. Og þegar Páll talar um Róm.2:4 hvort við séum að lítlvirða ríkdóm gæsku hans umburðarlyndis og langlyndis að þá er hann að spyja okkur hvort við séum búin að meðtaka það sem Jesús er búin að gera fyrir okkur.
Þegar ég frelsaðist þá var það ekki af því að mér var bent á hversu mikill syndari ég væri eða að ég fékk bara allt í einu hugmynd um að fara hlýða boðorðunum 10. Ég var þannig maður að ég braut allar reglur sem ég gat brotið og það var ekki inni í myndinni hjá mér að fara hlýða eða vera heiðarlegur því ég kunni það ekki. Það sem leiddi mig til iðrunar var kærleikur Guðs til mín. Það komu hvergi menn nálægt því að ég snéri mér til hans.
Það sem gerðist er að ég sá hversu góður Guð er og hversu rangur ég var í verkum mínum að mig langaði til að koma til hans. Þetta kvöld hafði ég planað að fremja morð á manni til að hefna mín á honum. Ef menn hefðu vitað hvað ég ætlaði að gera að þá hefði ég verið dæmdur eins og skot. En það gerði Jesús ekki. Hann mætti mér og sýndi mér að hann elskaði mig þrátt fyrir það hversu breyskur ég væri og hann sýndi mér að kærleikur hans til mín og til okkar allra er miklu meiri og stærri en öll mistökin okkar til samans.
Þegar við bendum á aðra sem gera mistök þá fer einn puttinn á þá, einn upp til Guðs og 3 á okkur sjálf. Drottinn opinberaði það fyrir Páli að þegar við erum að dæma aðra þá erum við að dæma okkur sjálf í leiðinni.
Jóh 3:17
Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.
Jóh 12:47
Ef nokkur heyrir orð mín og gætir þeirra ekki, þá dæmi ég hann ekki. Ég er ekki kominn til að dæma heiminn, heldur til að frelsa heiminn.
Biblían segir að við eigum að feta í fótspor Krists:
Fil 2:5
Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.
Fyrst Jesús kom ekki til að dæma heldur til þess að frelsa, þá eigum við ekki að vera segjum öðrum hversu miklir syndarar þeir eru. Við eigum að segja þeim hversu Jesús er góður og að hann hafi fyrirgefið þeim í eitt skipti fyrir öll.
Þegar við gerum mistök þá þurfum við ekki á því að halda að það sé verið að benda okkur á hvað við erum vonlaus eða hvað við vorum nú að gera mikil mistök. Það sem við þurfum er að við séum reyst aftur við og fyrirgefið.
Þannig að þegar einhver gerir mistök þá biðjum við Guð um að fara til þess aðila og reysa hann aftur upp. Við förum ekki í síman eða förum að blaðra um syndir annara því það er ekki okkar hlutverk.
Róm 8:1-4
-1- Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.-2- Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.-3- Það sem lögmálinu var ógerlegt, að því leyti sem það mátti sín einskis fyrir holdinu, það gjörði Guð. Með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni, dæmdi Guð syndina í manninum.-4- Þannig varð réttlætiskröfu lögmálsins fullnægt hjá oss, sem lifum ekki eftir holdi, heldur eftir anda.
Takið eftir þessu, það er engin fordæmist sem þýðir að nú dæmist ekki sá sem tilheyrir Kristi Jesú því að orðið fordæming kemur af gríska orðinu catacrima og þýðir réttilega sá dæmist ekki. Við erum leyst frá lögmáli syndar og dauða. Sem þýðir það að þegar við höfum gefið Jesú líf okkar að þá er okkur fyrirgefið það sem við höfum gert og eigum eftir að gera. Það er ekkert lengur syndavandamál því það er afgreitt. Ég er ekki að segja að við eigum að misnota frelsið sem Jesús hefur gefið okkur og leika okkur að syndga. Ég er að boða það að Jesús er búin að afgreiða syndina. Jesús sigraði syndina og þegar þú ert í Jesú Kristi þá er engin synd sem getur haldið þér. Ef þú lifir í þeirri trú að þú sért fastur eða föst í einhverju þá ertu bara að leyfa djöfsa að plata þig svo hann geti fjötrað þig.
Biblían segir til frelsis frelsaði Kristur okkur. Við erum frjáls og þurfum ekki að syndga. Lögmálið kom til þess að sýna okkur mönnunum hversu ófullkomin við mennirnir værum og að við gætum ekki gert allt rétt og að við þyrftum á Jesú kristi að halda sem frelsara okkar. Jesús er sá eini sem hefur fullkomnað lögmálið með því að gera engin mistök. Jesús er fullkominn og hann lifir í okkur.
Gal 2:20
Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.
Líf okkar með Guði snýst um að vera í samfélaginu með Guði og fylla okkur af honum svo hann fái að vaxa innra með okkur. Þegar við erum alltaf að fylla okkur meira af Guði þá förum við að skilja út á hvað náðin gengur. Það er komin tími til að fólk hætti að fælast frá kirkjum því það upplifi sig ekki nógu gott eða finnist það of miklir lúserar. Ef við erum breysk og veik á sumum sviðum þá er Jesús með svar fyrir okkur: Náð mín nægir þér...
Jesús sagði líka ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru.
Róm 5:5
En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir heilagan anda, sem oss er gefinn.
Okkar hlutverk er að náða fólk og elska það en ekki vera dæma aðra eða sjálf okkur fyrir mistök okkar. Því að sama hversu mikið við munum reyna gera allt rétt, okkur mun alltaf mistakast. Jesús er okkar réttlæti. Hann er fullkomin fyrir okkur, hann hefur greitt gjaldið fyrir syndir okkar, öll mistökin.
Hann er sá sem tók á sig refsinguna okkar svo við mættum vera frjáls.
Segja söguna um ambáttina sem var keypt úr þrælasölu..
Að lokum: Þið sem hafið fundið það að þetta talar til ykkar að þá vil ég segja ykkur það að akkúrat núna er rétti tíminn til að fara æfa sig að framganga í kærleika Guðs jafnt til allra manna og hætta að benda á aðra. Það er enginn einhver meiri syndari en einhver annar.. Allir eru jafnir frammi fyrir Guði og við erum ekki réttlætt fyrir það sem við gerum, heldur fyrir það sem Jesús hefur gert fyrir okkur.
Bjóða fram til fyrirbæna...
Athugasemdir
Amen
þetta er svo satt hjá þér,frábær lesning eins og alltaf hjá þér
Róm 8:1-2
-1- Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.-2- Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans
í dag er fólk allt of fast í fordæmingu. Oft er það þannig að það sér ekki bjálkann í eigin auga en sér flísina í auga náungans. Það er frábært hvað Guð getur gert. Öll verðum við á mistök í lífi okkar en ef við biðjum Guð um fyrirgefningu þá gerir hann það og hann hreinsar okkur og vill ekki að við séum svo að fiska upp aftur gamlar syndir eins og segir: no fishing....
Hafðu það gott og Guð blessi þig og þín verk
Sædís Ósk Harðardóttir, 5.11.2007 kl. 18:03
takk fyrir það:)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 5.11.2007 kl. 19:33
Takk Firir samfélagið á laugardagin og gangi þér vel fanst ræðan góð og guð blessi þig Hafsteinn Guðsmaður
Hafsteinn Guðsmaður (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 23:32
kærar þakkir:)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 9.11.2007 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.