Ekki mín vika
7.11.2007 | 12:26
Ég get ekki sagt að þetta sé mín vika núna, eitthvað leiðinlegt sem skeður á hverjum degi og hefur skeð síðan á laugardaginn.
Á laugardaginn tognaði ég í kviðnum
Á sunnudeginum tognaði ég framan á lærvöðva
Á mánudaginn læsti ég mig úti og það var ráðist á mig og endaði með þvi að það þurfti að sauma á mér eyrað oflr áverkar.
Á þriðjudaginn læsti ég mig úti í vinnunni og aðilinn sem réðist á mig kom með annan með sér og ætlaði að hjóla aftur í mig.
Í dag reyndi svo gaurinn aftur að ögra mér og ég læsti mig úti og fékk svo reikning í hausinn sem ég vissi ekkert um...
Það erfiðasta við þetta allt saman er að þegar menn veitast svona að manni að þá hefði ég í gamla daga lamið hann í klessu. En þar sem maður er frelsaður í dag að þá má maður ekki svara með ofbeldi til baka. Ég fyrirgef honum en það er ekki auðvelt þegar hann kemur alltaf aftur og aftur og man svo ekkert eftir því sem hann gerði... En það er bara að taka æðruleysisbænina á þetta...
Athugasemdir
Þú ert því miður að upplifa árásir sem tengjast óvininum, eina leiðinn er fyrirbæn fyrir þína hönd, þú ert orðin sterkur í trú, því lætur djöfsi þig ekki í friði. Lestu Efesus 6 og ég bið Almáttugan Guð að berjast með þér og styrkja þig, að umvefja þig í vernd sinni og blessun. Í Jesú nafni Amen.
Linda, 7.11.2007 kl. 12:32
takk fyrir það:)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 7.11.2007 kl. 13:03
Það eiga allir sína góðu og slæmu daga.. Maður verður bara að passa að láta slæmu dagana ekki hafa áhrif á sig
Íris María , 7.11.2007 kl. 21:29
váá þetta er frekar mikið á einni viku vona að allt verði i lagi en hvernig ferðu að þvi að læsa þig alltaf úti :)
Ingibjörg, 8.11.2007 kl. 00:20
Já sigvaldi. Þetta eru árásir frá djöflinum. Hvort sem það var að loka sig úti eða einhverskonar tognun og djöfulinn ræðst líka á hagan þinn og reynir að draga þig niður í myrkrið aftur vegna þess að þú til heyrðir honum einu sinni en ekki lengur. Þú ert sigurvegari og meira en það. Biblían segir okkur að standa gegn djöflinum stöðugur í bænin og þá mun hann flýja þig. Jak 5 kafla. Veistu Sigvaldi þú átt vald yfir djöflinum og öllu hans pakki. Lúk 10:19. Sjá ég hef gefið þér vald til að stíga á höggorma og spordreka og yfir öllu óvinaris veldi og alls ekkert mun þeir gera.
Sigvaldi Guð blessi þig og veri með þér í Jesú nafni Amen.
Þormar Helgi Ingimarsson, 8.11.2007 kl. 00:31
Ég lít nú ekki á þetta allt sem árásir djöfsa, hahaha en ég heiti Sigvarður ekki Sigvaldi. Imba ég hef bara ekki hugmynd um það hehe.. gleymi bara lyklunum og svona:)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 8.11.2007 kl. 10:40
Ja hérna! Þvílíkt og annað eins, þetta er hárrétt hjá þér Sigvarður - ekki má kalla allt árásir djöfsa, það væi mikil einfeldni, sumt fólk er bara svona frá fæðingu. Ég vildi ég hefði verið viðstaddur því þá hefði ég hjálpað þér við þennan dólg! Gleymdu ekki, að það eru til takmörk hvað hægri kinnin þolir, við eigum stundum að dusta rykið af skónum okkar og vei þeim sem hlýðir ekki á orð okkar.
Líf og dauði er á tungunnar valdi, mér finnst gott hjá þér nota ekki ofbeldi sem andsvar. Enda gaf Guð okkur heila og munn, það getum við notað og smogið inní hjartarætur hvers manns með Orði Guðs.
Guð blessi þig Sigvarður, þú ert með þeim meiri trúmönnum sem ég hef séð lengi, og er það ótrúleg blessun að fá þig á akur Drottins.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.11.2007 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.