Alvæpni Guðs

 Efe 6:10-23
-10- Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans.

-11- Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins.

-12- Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.

-13- Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt.

-14- Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins

-15- og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins.

-16- Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda.

-17- Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð.

-18- Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum.

-19- Biðjið fyrir mér, að mér verði gefin orð að mæla, þá er ég lýk upp munni mínum, til þess að ég kunngjöri með djörfung leyndardóm fagnaðarerindisins.

-20- Þess boðberi er ég í fjötrum mínum. Biðjið, að ég geti flutt það með djörfung, eins og mér ber að tala.

-21- En til þess að þér fáið einnig að vita um hagi mína, hvernig mér líður, þá mun Týkíkus, minn elskaði bróðir og trúi aðstoðarmaður í þjónustu Drottins, skýra yður frá öllu.

-22- Ég sendi hann til yðar einkum í því skyni, að þér fáið að vita, hvernig oss líður, og til þess að hann uppörvi yður.

-23- Friður sé með bræðrunum og kærleikur, samfara trú frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi.

 

Hver eru alvæpni Guðs?

 

1)      Belti sannleikans.

2)      Brynja réttlætisins.

3)      Skór Fúsleikans.

4)      Skjöldur trúarinnar.

5)      Hjálmur hjálpræðisins.

6)      Sverð Andans.

 

Það sem ég vil skoða er hvernig virka alvæpni Guðs og hvaða tilgangi þjóna þau?

 

Styrkur okkar í trúargöngunni verður að koma frá Drottni því að ef við eigum ekki samfélag við hann og fáum kraft frá honum að þá munum við fljótlega gefast upp í trúargöngu okkar. Við þurfum að klæðast alvæpni Guðs svo við fáum staðist vélabrögð djöfulsins. Hinir ólíku hlutar þessa alvæpnis tákna andlega viðmótið, sem hinn trúaði verður að hafa . Með þessu Alvæpni er hinn trúaði verndaður og ekki hægt að snerta hann í þjónustu valdsins. Allt sem hann þarf að gera, er að viðhalda þessum vopnum vel og íklæðast þeim dyggilega. En nú skulum við skoða hvað þessi alvæpni gera.

 

1)      Fyrsta vopnið er, sannleiksbeltið. Það táknar hreinan skilning á Orði Guðs. Það heldur vopnum okkar á sínum stað, rétt eins og belti hermannsins gerir.

2)      Annað vopnið er brynja réttlætisins, þetta hefur tvöfalda merkingu; Jesús er réttlæti okkar, og að við setjum hann í fyrsta sætið. Það sýnir líka hlýðni okkar við Orð Guðs.

3)      Þriðja vopnið er að fætur okkar eru skóaðir með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. Þetta táknar trúfesti í þjónustunni við að breiða út Orð Guðs

4)      fjórða vopnið er skjöldur trúarinnar. Skjöldurinn skýlir öllum líkamanum. Þetta táknar fullkomið öryggi okkar undir blóði Krists, þar sem enginn kraftur óvinarins getur komist í gegn.

5)      Fimmta vopnið er hjálmur hjálpræðisins. Í fyrra Þessalonikubréfi.5;8 er talað um von hjálpræðisins. Von hjálpræðisins er eini hjálmurinn, sem varið getur höfuð okkar á þeim tíma þegar vikið er frá sannleikanum. Þá er átt við að þessi hjálmur ver þig þegar menn fara út í villukenningar eða birja að kenna eitthvað annað en Guðs orð segir.

 

6)   Sjötta vopnið er sverð Andans, sem er Orð Guðs.Þetta sýnir að nota á Orð Guðs til sóknar. Hin vopnin eru aðallega til varnar, en sverðið - Orð Guðs - er vikrt sóknarvopn. Efefs.6.18 segir Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum. Skilurðu hvers vegna bænabaráttan virkar ekki alltaf? Það er vegna þess að við höfum ekki íklæðst hertygjunum. Við erum fyrst tilbúin í bænabaráttu, þegar við erum skrídd alvæpninu. Bænir beðnar í Andanum framkvæma verkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

innlitskvitt og þetta er í uppáhaldi hjá mér þessa daganna, sem og fyrra Kórinth bréfið 11 kafli.  Guð blessi þig.

Linda, 8.11.2007 kl. 10:53

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Ekki gleyma Nýja Testamentinu og kærleiksboðskapi Jésúm Krists.

Í Matteusar guðspjalli segir Meistarinn:

Mat 22:37  Hann svaraði honum: ",Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.'

Mat 22:38  Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð.

Mat 22:39  Annað er þessu líkt: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.'

Mat 22:40  Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir."

Margir kristnir menn virðast gleyma Guði kærleikans sem Jésú talaði um og tilbiðja heldur Guð gamla testamentisins og ef við erum alveg heiðarleg í lýsingu okkar á honum þá hljómar hún svona: Hann er öfundsjúkur, meinfýsinn, sadískur, hommafælin, kynáttahatari sem hefur gerst  sekur um allt frá barnamorðum til þjóðarmorða. Þetta er ekki Guð kærleikans sem Jésú talaði um.

Jón Þór Ólafsson, 8.11.2007 kl. 11:38

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Jón Þór koment þitt á ekkert skillt við bloggið hahaha

Sigvarður Hans Ísleifsson, 8.11.2007 kl. 12:35

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

hehe...ekki beint fyrirgefðu ...mér finnst bara svo mikilvægt þegar ég heyri í trúheitu fólki að minna á kærleiksboðskapinn.

Jón Þór Ólafsson, 8.11.2007 kl. 14:15

5 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Kærleikurin er náttla nr 1 en það á að boða allan sannleikan en ekki hluta af honum;)  Kærleikur er að gefa besta þar sem þörfin er mest, því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf sinn eina son. Hverjum gaf Guð hann? náttla föllnu mannkyninu sem var á leið til glötunar en á hjálpræðið í Jesú Kristi, þ.e.a.s eilífa lífið oflr:)   Þetta er kærleikurinn sem við eigum að boða að Jesús Kristur kom til þess að gefa öllum þeim sem tæku við honum eilíft líf og hefur keypt okkur undan þrældómi syndarinnar. Gleðifregnin er sú að við þurfum ekki lengur að lifa í synd því við erum frjáls og dýru verði keypt. Hvað er synd? allt sem ekki er af trú 

Sigvarður Hans Ísleifsson, 8.11.2007 kl. 16:01

6 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Kærleikurinn er svo mikilvægur sbr. 1. korintubréf 13. 1-13

Sædís Ósk Harðardóttir, 9.11.2007 kl. 00:45

7 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Sigvarður. En hvað er sannleikurinn? Þegar Rómar keisari Konstantín sá kristni sem pólitískt sameiningar afl fyrir heimsveldi sitt og boðaði 300 helstu leiðtoga kristinna söfnuða til þings í Níkeu, 325 eftir krist, voru leiðtogarir ekki einu sinni sammála um eðli frelsarans sjálfs. Sumir sögðu hann mannlegan, aðrir guðlegan og svo voru þeir sem sögðu hann hvort tveggja.

Á þinginu voru gerðar málamiðlannir til að sameina boðskapinn og aðeins guðspjöll og ritningar sem þessir menn sammæltust um komust í bók "sannleikans," Biblíuna. Síðan hefur hin kristna kirkja klofnað ótal sinnum, og oft á kenningum um eðli sjálfs Meistarans.

Nú efast ég að þú hafir sömu hugmyndir um Meistarann og sáluhjálpina og þessir kirkjufeður og kenningar Kaþólku kirkjunnar í dag, sem eru ekki þær sömu og í upphafi. Svo ég spyr: hver hefur "sannleikann?" 

Sjálfur hef ég ekki fundið sannleikann í bókum, en margar þeirra hafa hjálpað mér að skilja hvað hindrar okkur og hjálpar að upplifa ómælanlegan kærleika fyrir tilverunni og öllum mönnum. Þetta er það eina sem ég hef upplifað sem ég get kallað sannleika. Þetta sýnist mér vera það sem Jésú talar um.

Jón Þór Ólafsson, 9.11.2007 kl. 11:00

8 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Vulgata er fyrsta Biblían sem er sett saman í kringum 400 eftir Kristsburð og var á latínu. Jesús sagði ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið;)

Vukgata var nú að mig minnir sett saman af einum kirkjuföður. En Rómverjar gerðu Kristni að ríkistrú í kringum 300 og tel ég það stór mistök. Enda eiga kirkjur og ríki að vera aðskilin. Síðan er annað í þessu að Orð Guðs á að breyta lífum okkar en við ekki að búa til kenningar til að hagræða hlutunum okkur í hag. 

Sigvarður Hans Ísleifsson, 9.11.2007 kl. 15:06

9 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Vulgata átti þetta að vera ekki Vukgata hehe

Sigvarður Hans Ísleifsson, 9.11.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband