Pæling um ábyrgðina á syndafallinu.

Ég veit ekki hvort margir hafi velt sér upp úr syndafallinu. Afhverju bar Adam ábyrgð á þessu þrátt fyrir að Eva klikkaði á undan og lét freistast af djöfsa (höggorminum).

Er þetta af því að konan er svona ábyrgðarlaus að hún getur ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum? Nei þetta er ekkert svona karlrembu dæmi. Ég hef oft velt þessu fyrir mér og hugsa þetta núna út frá hjónasáttmálanum.

Matt 19:6.Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja.

Guð skapaði þau karl og konu til þess að þau yrðu eitt. Ástæðan fyrir því að Adam er gerður ábyrgur er fyrst og fremst tel ég  út af þessum sáttmála. Guð er Guð sáttmálans og hann rífur engan sáttmála. Hann er trúr þótt að við reynumst ótrú. Þar sem þetta var sáttmáli sem var settur af Guði að þau urðu þau að fara saman úr Eden. Þannig að ég trúi því samt að ábyrgð þeirra sé sameigileg. Því það gat ekki myndast aðskilnaður á milli þeirra tveggja í þessu tilviki. En Guð er miskunsamur og huldi nekt þeirra og sendi okkur svo son sinn Jesú Krist til að koma því í lag sem fór úrskeiðis í Eden. Þ,e,a,s að endurreysa þetta nána samfélag við Föðurinn eins og var í Eden.

En aftur af þessu. Maðurinn er nátúrulega höfuð fjölskildurnar sem þýðir ekki að hann sé einhver drottnari eða ráði öllu. Heldur skil ég þetta sem þannig að hann á að sjá fyrir fjölskildu sinni og vernda hana. Þess vegna er karlinn miklu líkamlega sterkari en konan.

Það er eitt sem er vert að skoða í þessu falli mannsins. Það er hver ber ábyrgðina? Því að Adam sagði strax við Guð þegar hann spurði hann hvað hann hefði gert, konan sem þú gafst mér hún lét mig gera þetta. Adam skellti ábyrgðinni strax á Guð. Hann hefur þá verið að koma frá sér hey sko þú gafst mér þessa konu og hún klúðraði þessu og plataði mig. En Eva svarar svo sko höggormurinn plataði mig. Þetta er ekki mér að kenna virðist hún vera segja heldur höggorminum því hann plataði hana.

Það sem er hægt að læra af þessu, er að maður á ekki að vera benda alltaf á aðra og kenna þeim um það sem miður fer hjá manni. Ég sjálfur ber ábyrgð á gjörðum mínum þó svo einhver hafi freistað mín til að gera þetta. Vegna þess að ég valdi það sjálfur að freistast. Þess vegna trúi ég að vegna þess að þau 2 völdu það að óhlýðnast Guði að þá eru þau ábyrg fyrir fallinu sjálf. þau 2 voru tengd saman af Guði og því gat ekki myndast aðskilnaður á milli þeirra. En það sem gerðist og var verra fyrir þau að þau gátu ekki lengur lifað í nálægð við Guð og misstu yfirráðin af jörðinni í hendurnar á satan. En Jesús sigraði satan á golgata þannig að þeir sem veita Kristi viðtöku hafa vald yfir óvinarins veldi í Jesú nafni og eru þvi ekki lengur undir oki eða fjötrum satans heldur frjáls í Kristi:) En ábyrgð íllskunar í heiminum er mannsins en óvinurinn blæs íllskunni í fólk en fólkið sjálft ber ábyrgð á því hvort það óhlýðnist eða hlýði Guði:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Jesús er vegurinn sannleikurinn og lífið:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 16.11.2007 kl. 15:25

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Humm karlremutal er þetta ehhhe En er þetta ekki bara alveg eins og staðan er í dag, fólk er svo mikið að reyna að koma sér undan ábyrgð á gjörðum sínum, koma vandræðum sínum yfir á aðra í stað þess að horfast í augun við sannleikann.  Þá er ég sannarlega ekkert undanskilin þessu, maður lætur freistast og fann alltaf einhverja afsökun fyrir hlutnum í stað þess að taka á málinu, viðurkenna vandann.

Góð samkoman í dag í kotinu fannst þér ekki?

Sædís Ósk Harðardóttir, 18.11.2007 kl. 21:28

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Jú hún var mögnuð, ég fékk svona gimsteinaryk í lófana  En kvöldið endaði í U.N.G í Samhjálp

Sigvarður Hans Ísleifsson, 18.11.2007 kl. 22:31

4 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

já frábært, ég fékk einmitt tvennar lækningar.  Guð er stórkostlegur

Sædís Ósk Harðardóttir, 19.11.2007 kl. 07:47

5 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Amen

Sigvarður Hans Ísleifsson, 19.11.2007 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband