Jólin

Jólin se  eiga að vera gleðileg hátíð fyrir alla menn er það ekki alltaf. Oft er þetta þá tengt minningum frá jólum fortíðar þar sem slæmir hlutir hafa gerst.  Öðrum líður ílla við allari þessari geðveiki og bilun sem fylgir því að halda gleðileg jól. Jólin sem eiga að vera hátíð ljós og friðar eru orðin kapphlaup og standpínukeppni hver gefur flottustu gjafirnar eða hver skreytir mest og bla bla.

Fyrst og fremst eiga jólin upphaf sitt að rekja til sólstöðuhátíðar en var svo breytt í hátíð til að minnast fæðingu frelsarans Jesú Krists. En Jólasveinarnir hafa ekkert breyst með að vera þjófóttir og eru farnir að reyna stela jólunum af Jesú.

Fyrir mér að þá er þessi hátíð komin svo langt út fyrir það sem henni var ætlað að gera. Fyrir mér skipta gjafir engu máli í þessu tilviki. Þær skiptu mestu máli þegar maður var barn. En í dag er það sem skiptir mestu máli að geta komið saman með fjölskildu sinni og átt góðar stundir.

Við erum komin inn í þannig þjóðfélag þar sem fólk vinnur of mikið og reynir of mikið að eignast hitt og þetta og vanrækir börnin sín og leyfir sjónvarpinu að ala þau. Sjónvarpið og tölvur eru ekki eins saklaust og fólk heldur. Vaxandi ofbeldi, klám og hryllingur er orðið daglegt brauð á skjánum og fólk brenglast á því að horfa á þetta ruslfóður.

En aftur að jólunum. Fyrir öllum eru jólin ekki hátíðleg, þeim líður ílla og vilja helst að þessi tími klárist strax. En fyrir mér varðandi slæmar minningar tengdar jólunum að þá snýst þetta um hugarfarið. Í fyrra ákvað ég að í stað þess að hugsa alltaf um hvað þetta er ömurlegur árstími að þá ætlaði ég mér að eiga góð jól. Það reyndist rétt því þetta voru mín bestu jól sem ég man eftir. Þannig að það má breyta hugarfari sínu gagnvart því liðna því það er það sem liðið er..

En núna er tími þar sem allir eru á fullu að versla jólagjafir og eins og ég skrifaði hér fyrir ofan menn oft í keppni hver gefur flottustu og bestu gjöfina... Þó svo að menn geti eitt mjög miklum fjármunum í jólagjafir að þá toppar enginn hin Himneska Föður, því hann gaf það besta sem hægt er að gefa. Hann gaf sinn son til lausnargjalds fyrir okkur. Þannig að jólagjöfin í ár er að meðtaka eilífa lífið í Kristi Jesú og fyrirgefningu syndana...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðir punktar hjá þér  !

Fólk á ekkert að vera að stressa sig yfir þessu gjafaæði, og einbeita sér heldur að því að komast til ástvina um hátíðarnar og njóta samvistana í staðinn .

 Ég hef afþakkað allar gjafir, og þarf því ekki að standa í skilaleiðöngrum eftir áramót . Svo á ég líka allt sem ég nenni að nota ! 

Jésú sagði : Ef þér elskið mig, haldið þá boðorð mín . Minnist hvergi á þessi jólagjafainnkaup . 

conwoy (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband