Munurinn á viðbrögðum Péturs og Júdas eftir að hafa svikið Jesús

Það sem ég var að velta fyrir mér er munurinn á viðbrögðum Júdasar og Péturs eftir að þeir sviku Jesú.

Jesús vissi það fyrirfram að þeir myndu svíkja hann. En það sem er vert að spá í þessu að oft var talað um Júdas Ískaríot sem glötunarson. Meira segja sagði Jesús berum orðum við Pétur þú munt svíkja mig með því að afneita mér 3 sinnum áður en hani galar. Þrátt fyrir svo einlæga ákvörðun um að ætla standast þessa raun að þá klikkaði hann.

En það sem ég er að spá í er munurinn á viðbrögðum þeirra. Júdas framseldi Jesús og fékk borgað fyrir það. Þegar hann sá hvað hann hafði gert, leið honum ílla og skilaði peningunum sem hann fékk fyrir að svíkja Jesús. Hann fór og hengdi sig því þetta hefur verið það mikið mál fyrir hann að hann hefur ekki getað fyrirgefið sjálfum sér.

Pétur afneitaði Jesús þrisvar sinnum. En það var ekki fyrr en Pétur leit í augu Jesús að hann brotnaði niður í hallargarðinum og hljóp burt og grét beisklega eins og sagt er. Það hefur eitthvað átt sér stað í hjarta Péturs þegar hann leit í augu Jesú sem varð til þess að hann iðraðist. Líklegast hefur hann mætum þvílíkum kærleika að hann hefur brotnað niður.

En það sem ég er að spá, hvað hefði gerst ef Júdas hefði verið í þessum sporum eftir að hann áttaði sig á svikum sínum? Hvað ef Júdas hefði mætt þessu kærleiksríka augnráði Jesú á þessari stundu í hallargarðinum? Ætli hann hefði þá séð fyrirgefningu Krists og iðrast? Þetta er eitthvað sem maður fær víst seint svarað. En ef maður tekur mið að Getsemanegarðinum þar sem hann leiðir hermennina að Jesú til að svíkja hann og kyssir hann svika koss að þá er líklegt að ekki mikið hefði gerst.

En ef maður skoðar þetta út frá því að Júdas áttaði sig ekki á svikum sínum fyrr en eftirá. þá er mjög líklegt að hann hefði iðrast. Ég er viss um að það sem er munurinn á þessum tveim mönnum er að annar fékk að mæta kærleika Guðs eftir svik sín en hinn ekki. En ég þakka Guði fyrir að hafa ekki fengið það hlutverk að vera Júdas... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Ertu viss um að Júdas hafi farið upp? Skrítið að hann hafi verið kallaður sonur glötunar...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 20.12.2007 kl. 10:22

2 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

góð pæling ;)

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 20.12.2007 kl. 11:39

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefði ætlunarverk Krists og áætlun Guðs gengið eftir ef Júdas hefði ekki hjálpað til?  Voru svik hans, sem Kristur vissi fyrirfram að voru hlutverk hans, ekki það sem varð til krossfestingarinnar og upprisunnar?  Ætti Júdas ekki að vera í hásæti hjá Almættinu fyrir að vinna sitt hlutverk í plottinu, vel af hendi?

Júdas er greinilega göfugastur lærisveinanna og fórnaði lífi sínu og æru fyrir krist. Hvar er fyrirgefning Kristinna og umburðarlyndi þegar að þessum mesta hjálpara Kristindómsins kemur?

Jón Steinar Ragnarsson, 21.12.2007 kl. 16:19

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Hann fórnaði ekki lífi sínu fyrir Krist heldur tók sitt líf því hann afbar ekki afleiðingarnar af gjörðum sínum. En hvorum megin hann endaði getur Guð einn sagt til um enda ekki mitt að dæma. En það sem ég velti fyrir mér... hefði Júdas orðið öflugur postuli ef hann hefði iðrast...

Kærleikur er að gefa það besta þar sem þörfin er mest... menn þurfa að taka við fyrirgefningunni til að öðlast hana. Hefði hann tekið við henni þá er líklegra að hann hefði ekki tekið sitt eigið líf enda er sjálfsmorð Guði ekki þóknalegt frekar en önnur morð.

Ef þú værir að drukkna og ég væri á björgunarbát og væri að rétta þér hjálparhönd þá þyrftir þú að þiggja það að fá hjálp.. sama er með fyrirgefninguna.. maður þarf að taka við henni til að vera hólpin...

Ertu viss um að hann hafi tekið við henni, því fyrirgefninginn er fyrir alla

Sigvarður Hans Ísleifsson, 21.12.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband