Jólahugvekja:)
23.12.2007 | 10:31
Jólahugvekja....
Sigvarður Halldóruson undir leiðsögn Heilags Anda.
Hann tók á sig þjónsmynd og varð mönnum líkur..........
Fil 2:5-11
-5- Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var.
-6- Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur.
-7- Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur.
-8- Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi.
-9- Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra,
-10- til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu
-11- og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús Kristur er Drottinn.
Kjarnin í þessum versum skiptir höfuðmáli þegar talað er um jólin. Því ef við sleppum því að skoða það afhverju Jesús kom og tilgangin með komu hans. Að þá er boðskapurinn snauður og tilgangslaus. Vegna þess að það er ekki á hverjum degi sem barn liggur í jötu og er Guð sjálfur í mannsmynd.
Það segir í fyrsta versinu verið með sama hugarfari og Jesús Kristur var. Hugarfar hans var hreint og óflekkað. Þ.e.a.s. að hann var með fullkomið hugarfar. Og hugsaði um það sem gott var. Því að eins og segir í :
Mark 10:45.
-45- Því að Mannssonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga.
Hugarfar Krists var að leitast eftir því sem Guðs var, vegna þess að hann leitaðist ekki við að gera sinn vilja heldur vilja Föðurins....
Við gætum spurt hvað kemur þetta jólunum við hvaða hugarfar Kristur hafði?
Vegna þess að hann sýndi auðmýkt og góðvild til annara. Og hvað er það sem við gerum þegar við gefum hvoru öðru jólagjafir. Við erum að sýna góðvild. Og hvað erum við að gera þegar við hjálpum þeim sem minna mega sín við erum að sína góðvild og auðmýkt.... Um hver jól stendur þjóðin saman í því að hjálpa þeim sem sjá sér ekki fært um að hafa það gott um jólin. Þetta er góðvild. Svona hugarfar trúi ég að Kristur vilji að við hjöfum að við séum tilbúin að rétta þeim sem þarnast hjálpar, hjálparhönd.. Og það sem við gerum þegar við komum saman á jólunum er að við gleðjumst öll saman og erum þakklát fyrir það sem Jesús Kristur kom til að gera fyrir okkur.
Hann var í Guðsmynd.... Áður enn Jesús kom til jarðarinnar var hann í dýrðinni á himnum.
Jóh 1:1.
-1- Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.
1Jóh 1:1-3
-1- Efni vort er það sem var frá upphafi, það sem vér höfum heyrt, það sem vér höfum séð með augum vorum, það sem vér horfðum á og hendur vorar þreifuðu á, það er orð lífsins.
-2- Og lífið var opinberað, og vér höfum séð það og vottum um það og boðum yður lífið eilífa, sem var hjá föðurnum og var opinberað oss.
-3- Já, það sem vér höfum séð og heyrt, það boðum vér yður einnig, til þess að þér getið líka haft samfélag við oss. Og samfélag vort er við föðurinn og við son hans Jesú Krist.
Jesús var í himnum í dýrðinni.. Hugsið ykkur Guð sjálfur kemur fram sem maður takmarkar sjálfan sig og tekur sér bústað í mannslíkama. Jesús upphafði alldrei sjálfan sig hann kom til að gera Guðsvilja. Hann auðmýkti sjálfan sig og varð hlýðin allt til dauða já dauðans á krossi....
Við skulum reyna að setja okkur í þá kringumstæður þar sem Jesús fæddist. Lokið augunum og sjáið fyrir ykkur fjárhús, þar eru dýr, kannski hestar, asnar, nautgripir og jafnvel sauðfé. Og þarna eru María og Jósep saman, Jesús er nýfæddur, hann liggur í jötunni sem lítið og saklaust barn. Guð sjálfur sem skapaði himin og jörð er þarna sem lítið og ósjálfbjarga barn. Þið megið opna augun...
Við getum svo fært huga okkar 30 ár fram í tíman frá þeim tíma sem Jesús fæðist og hefur þjónustu sýna. Við sjáum það í þessum versum í Filippibréfinu að hann var hlýðinn allt til dauða, já dauðans á krossi. Þar lést hann einum mesta kvalarfulla dauða sem hægt var, svo reis hann upp frá dauðum og sigraði dauða og hel.
Við minnumst þess vissulega að Jesús hafi fæðst fyrir um 2000 árum síðan, enn kannski eigum við það til að gleyma afhverju hann kom. Jesús kom til að gefa okkur nýtt líf. Hann kom til að frelsa okkur frá syndum okkar.
Jes 9:6-7
-6- Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.
-7- Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í ríki hans. Hann mun reisa það og efla með réttvísi og réttlæti héðan í frá og að eilífu. Vandlæting Drottins allsherjar mun þessu til vegar koma.
mættum við um þessi jól minnast þess að Jesús hafi komið í þennan heim til að veita okkur frelsi og inngöngu inn í dýrð himins. Að hann hafi komið sem sáttarfórn, það sem við gátum ekki gert það gerði hann með dauða sínum á krossinum til þess að við mættum verða heilbrigð og frjáls frá öllum okkar syndum. Og núna í dag erum við frjáls fyrir hans benjar og höfum fengið fyrigefningu synda okkar....
Athugasemdir
Gleðileg jól.
Þorkell Sigurjónsson, 24.12.2007 kl. 11:49
Gleðileg Jól jesus is the reason for this season
Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 25.12.2007 kl. 01:13
Gleðileg jol Sigvarður og megi Guð færa þér blessun á komandi ári:)
Sædís Ósk Harðardóttir, 25.12.2007 kl. 01:26
Takk:)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 25.12.2007 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.