Uppgjör við árið 2007
31.12.2007 | 13:00
Þá er síðasti dagur ársins og því að gera upp við árið.
Árið byrjaði ekkert sérlega vel og leiðindamál í gangi eins og Byrgismálið sem maður gat ekki allveg verið laus við afskipti af. En ég tók þátt í því að fletta ofan af Guðmundi í Byrginu og varð sáttur þegar við náðum að taka hann úr umferð svo hann myndi ekki skaða fleyrra fólk. Á þessu ári hef ég unnið til þrennra verðlauna fyrir bloggið á minnsirkus. Þá bæði sem bloggari ársins 2006 og 2007 og síðan vinsælasti bloggarinn. En ég er samt ekkert að nenna að vera þar mikið lengur. Í Febrúrar var ég svo í viðtali í Mannlíf út af Byrgismálinu en það mál tók sinn toll. En svona til að gefa upp ástæðuna afhverju ég tók þátt í þvi að setja myndbandið á netið af Guðmundi er einföld fyrir mér. Þarna var einstaklingur sem va komin langt út fyrir það sem telst heilbrigt og búin að notfæra sér aðstöðu sína til að misnota einstaklinga og þá konur í kynferðislegum tilgangi.
Ástæðan fyrir því að ég gerði þetta var sú að einstaklingar risu upp og vitnuðu gegn honum og hann gerði lítið úr þeim og sakaði þá um lygar. Ástæðan fyrir þessu myndbandi var til að sanna að hann væri sekur. En þetta fór samt úr böndunum og á annan hátt en þetta átti að gerast. Þetta hafði líka sínar afleiðingar að ég mátti ekki starfa innan kirkjunar sem ég tilheyri. En þó svo að árið byrjaði ekkert sérlega vel að´þá hefur margt gott gerst á þessú ári. En það sem kom mér þó á óvart að þegar á reyndi hvað það er mikið af fólki sem segist vera kristið en þorir svo ekki að verja trú sína þegar svona áföll koma fyrir. Þannig einstaklinga myndi maður kalla skápakristna og kannski tími á að þeir komi út úr skápnum og láti reka út af sér chicken spirit. Það er eitt sem maður verður að hafa hugfast þegar svona spillingarmál koma upp að það var ekki trúin sem klikkaði heldur einstaklingur sem notfærði sér trúnna og vann myrkraverk fyrir djöfulinn í skjóli hennar. Guð klikkar alldrei og það er það sem ég er svo þakklátur fyrir að þetta snýst ekki um mig eða hvað ég get verið klár, þetta snýst um Jesús og hver hann er og hvað hann hefur gert fyrir okkur og hefur fyrir líf okkar.
Fjárhagurinn hjá mér hefur sjalda eða alldrei verið betri og skuldir hafa minnkað til muna og eru nánast orðnar að engu. Ég hef leyft mér að gera hluti nánast í hverjum mánuði sem ég gat ekki leyft mér áður og allt án þess að koma mér í einhverjar skuldir.
En þegar kemur af trúarlífinu að þá hafa verið miklir sigrar þar. Í Upphafi árs tók ég þátt í því að koma U.N.G af stað og fleyrru hefur maður fengið að taka þátt í eins og Kærleikanum sem er í Ármúla. Ég á Baldri Frey og mörgum öðrum mikið fyrir að þakka að leyfa mér að taka þátt í því sem hefur gerst og út frá Kærleikanum hef ég farið að starfa aftur og predika. Mikil vakning hefur átt sér stað síðan við byrjuðum í Ármúlanum og hundruðir frelsast. Bara í okt að þá frelsuðust um svona 300 manns. Mikið af ungu fólki innan skóla og annað gáfu líf sitt til Krists. Meiri eldur hefur komið í kirkjuna sem var orðin hálf sofandi. Þessi vakning byjaði í Júlí við vorum bara svona 20-30 í heimahóp hjá Baldri sem kom reyndar út frá Birni Inga. En síðan sprakk þetta út og á innan við 2 mánuðum vorum við orðin 200 og húsið búið að sprengja utan af sér. En það sem við geðrum var að beina fólki inn í söfnuði þar sem það gæti fundið sitt andlega heimili, enda fórum við af stað í þeim tilgangi að glæða líf í trúarlíf Íslendinga. Marg frábært hefur gerst svo í kjölfarið eins og Bænagangan oflr og mikið gott er framundan. Kærleikurinn stofnaði svo útibú eða nýtt starf í Keflavík. Þar reysti Drottinn upp öflugan hermann hann Gunnar Jóhann sem leiðir kærleikan þar með stakri prýði. Krikjan þar hafði beðið um vakningu og fékk hana. Miklir og góðir hlutir eru að gerast í Keflavík og Drottinn hefur reyst upp marga hermenn þar. Næsta skref er að fara á Akranes og kveikja í liðinu þar. En mig langar líka að fara af stað aftur í trúboðsferðir eins og ég gerði 2005 þá náði ég að fara 15 ferðir. En þá eru ofarlega í huga mínum að heimsækja Ísafjörð og boða trúnna þar, Vestmannaeyjar, Selfoss, Hornafjörð oflr staði. Og þar sem ég er að fá bílprófið mitt aftur í byrjun næsta árs að þá get ég leyft mér að fara meira um landið og hjálpa til en ég hef gert áður.
Markmiðið sem mig langar að ná á næsta ári er að eignast konu sem gengur sama veg og ég:) Fara fleyrri ferðir um landið og hjálpa til við að breiða út trúnna... Ætli ég reikni ekki með því að vera mikið á flakki allt næsta ár og fara svona 1-2 ferðir í hverjum mánuði sem ættu þá að ná á annan tug sem er þannig séð lítið mál... En ég trúi því að næsta ár verði áframhaldandi ár uppskeru og sigurs. Við munum fá að að sjá marga stórkostlega hluti gerast í líkama Krists og marga komast til trúar. Ég trúi því að það sem við höfum séð í haust sé aðeins byrjuninn á miklum og stórum hlutum sem gerast á næsta ári. Árið 2008 verður vakningarárið mikla og ég segi við ykkur prestar farið og byggið stærri kirkjur til að geta tekið við þeim sem munu frelsast... á þessu ári hafa í kringum 1000 manns frelsast en eigum við ekki að setja markmið og segja 5 þúsund á næsta ári sem munu komast til lifandi trúar og síðan allt Ísland í kjölfarið af því.. ÉG ætla að spá því kotmótið verði með fjölmennustu útiáhátíðum um verslunarmannahelgina og á komandi árum orðin sú lang stærsta...
Athugasemdir
Hlakka til að sjá þig á Selfossi, vertu velkominn í Flóann.
Ragnar Kristján Gestsson, 1.1.2008 kl. 11:50
Þakka þér fyrir Ragnar.. það gæti gerst að maður færi sig austur þar sem maður er að spá í einni dömu þar í söfnuðinum:)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 1.1.2008 kl. 16:35
En ég kem allavegana í heimsókn:)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 1.1.2008 kl. 16:35
nú ???
Ragnar Kristján Gestsson, 1.1.2008 kl. 18:50
secret:) segi ekkert fyrr en ég er viss:)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 2.1.2008 kl. 00:12
Frábært hvað er búið að ganga vel hjá þér á árinu Megi Guð færa enn meiri blessun inn í líf þitt á þessu ári.
Sædís Ósk Harðardóttir, 2.1.2008 kl. 21:35
gaman að sjá hvernig þú vinnur fyrir Guð, ég bið Guð um að blessa þig og varðveita og að nýja árið verði þér gæfuríkt og hamingjusamt.
Linda, 4.1.2008 kl. 05:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.