Brandari dagsins
4.1.2008 | 12:36
Eldri hjón lágu í rúminu kvöld eitt. Eiginmaðurinn var við það að sofna, en frúin var í rómantísku skapi og vildi spjalla. Hún segir: " Það var nú sá tími að þú varst vanur að halda í höndina á mér þegar við fórum að sofa" Samviskusamlega rétti hann höndina yfir til hennar augnablik og reyndi svo að sofna á ný. Nokkru seinna segir konan; "Svo varstu vanur að kyssa mig" Svoldið pirraður beygði hann sig yfir hana og smellti einum á kinnina konu sinni sneri svo bakinu í hana og reyndi enn á ný að sofna. Mínútu seinna segir hún; "...og svo varstu vanur að bíta mig í hnakkann..." Reiðilega sviptir eiginmaðurinn sænginni af sér og æddi fram á bað. "Hvert ertu að fara?" spyr hún. " Nú, að ná í tennurnar!!!"
Athugasemdir
Kona þín er frábær knús til þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.1.2008 kl. 22:52
á ekki konu hehehe... en það fer að lagast
Sigvarður Hans Ísleifsson, 5.1.2008 kl. 01:28
Ertu viss?
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 02:24
já allveg handviss;)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 8.1.2008 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.