Smá pæling

lúk.9:27En ég segi yður með sanni: Nokkrir þeirra sem hér standa munu ekki deyja fyrr en þeir sjá Guðs ríki.“

Það sem ég er að velta fyrir mér með þetta vers er , hvað á Jesús við með því að segja þessi orð?

Á hann við að allir lærisveinarnir muni ekki deyja píslavættisdauða eða á hann við að ekki munu allir deyja áður en Guðsríki kemur yfir þá?

Þá á ég við komu Heilags Anda. En ef maður skoðar þetta í svoldlu samhengi að þá lýsir Jesús því yfir að hann muni deyja á krossinum og rísa upp á þriðja degi. Síðan segir hann að við eigum að taka okkar kross og bera hann. Síðan segir hann að við eigum að týna lífi okkar hans vegna og ef við gerum það að þá munum við finna það. Það sem ég best skil með þeim orðum er einfaldlega þetta. Guð skapaði okkur, hann veit best hvernig líf okkar á að vera og hver tilgangurinn með því er. Þá skil ég þetta þannig að við erum alltaf að reyna stjórna lífi okkar sjálf. Hvert leiðir okkar eigin sjálfshyggja okkur? hún leiðir okkur til glötunar eða í viteysu. En hvert leiðir, leið Guðs okkur? Að ævinlangri hamingju og velgengni og sigrum á aðstæðum sem koma upp í lífinu og til eilífs lífs.

En ef ég set þetta í samhengi sem Jesús sagði varðandi lærisveinana. Þá veit ég best til þess að sá eini sem lifði fram á elliár var Jóhannes postuli. Hann fékk opinberunina sem við sjáum í Opinberunarbókinni. Átti Jesús þá við það að Jóhannes þyrfti að lifa fram á elliár til að taka við þessum opinberunum og verða numin til himins til að sjá það sem framundan væri?

Hvenær kom svo Guðsríkið? var það ekki þegar Heilagur Andi kom? Ég meina þegar Jesús fór á krossinn að þá hvarf nærvera Guðs úr musterinu. Guð býr ekki lengur í musteri gerð af mannahöndum heldur í hjarta hvers manns sem tekur við Kristi. þegar þú hefur tekið við Kristi þá er Guðsríki komið yfir þig og er innra með þér.

En í hvaða samhengi sagði Jesús þetta? Er það ekki það að allir lærisveinarnir ættu að deyja píslavættisdauða nema Jóhannes því hann þyrftin að fá opinberun um hina hinstu daga?

Það sem útskýringarbækur Biblíunar segja að Jesús sagði þetta í því samhengi um komu Heilags Anda. Hann átti við að lærisveinarnir myndu vitna um upprisu Krists. Hann átti við að þegar Heilagur Andi kæmi yfir þá að þá myndu Guðsríki koma yfir þá með krafti. 

Post.1:8 segir að við munum öðlast kraft er Heilagur Andi kemur yfir okkur...

Munt þú deyja áður en þú fattar sannleikan og tekur við Jesús sem frelsara þínum og öðlast þennan kraft og eilífa lífið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann á einfaldlega við að spádómurinn um síðustu daga og "the rapture" átti að verða á líftíma samferðarmanna hans.  Samt eru menn enn að reikna út síðustu daga og sjá teikn um þá í hinu og þessu og hafa raunar gert frá þessum tíma. Allir þessir spádómar hafa klikkað og þar á meðal spádómur Jessa.  Guði sé lof.

Þarna sérðu greinilega hverslags klikkhausasamfélags ég er að vís til, þegar ég tala um sértrúarhópa.  Þeir eru til fyrir það eitt að auðgast, enda sést að þessir hópar hafa gert það og vita flestir ekki aura sinna tal.  Eins er með sjálfstæða endalokaprédíkara eins og Pat Robertsson og fleiri.  Þeir synda bókstaflega í peningum, sem þeir hafa eignast fyrir það að boða ótta og kvíða við hið ókomna og innræta fólki takmarkanir og skömm fyrir sjálft sig.

Ég vona vinur að þú farir nú að sjá í gegnum þetta bull.  Sjáðu trúarkollega þína hér á blogginu bara. Finnst þér þetta fólk vera með réttu ráði?  Finnst þér Omegaliðið með réttu ráði?   Eru þeir kannski bara að safna peningum?

Hefur þú tekið eftir að mest af fé úr söfnunum Omega fer í að opna gervihnattasenda fyrir efni, sem er óskiljanlegt ´þar sem það er sýnt, auk þess sem efnið á að ná til þjóða, sem almennt eiga ekki aðgang að sjónvarpi?  Málið er að Eiríkir og co eru hafðir að ginningarfíflum stærri trúarhringa, sem eru bara að kroppa af honum peninga.  Hvenær ætla þeir að fatta þetta? Það er verið að hafa þá að fíflum og það er að bitna á buddum fatlaðra, gamalla og óttasleginna einstaklinga hér.

Sérðu þetta ekki? Ertu búinn að lesa það sem Kristur segir um Faríseana og hvers vegna þeir eru þeir einu, sem hann skammar og úthellir reiði sinni yfir.

Hugsaðu málið.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2008 kl. 18:17

2 identicon

Góð færsla um mál sem ég er sjálfur búin að vera að rýna eilítið í. Ég minni einnig á lokaorð Jóhannesar og það sem að Jesú segir við Pétur um lærisveininn elskaða.

Jakob (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 20:13

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarði. Frábær pistill. Guð blessi þig og haltu áfram að blogga. Shalom.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.1.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband