Stórfurðulegt símtal

Þriðjudagskvöld eða reyndar svoldið seint það kvöld eða 20 mín í 2 um nóttina sem er þá reyndar miðvikudagur. En það kvöld fékk ég stórfurðulegt símtal. En af virðingu við þann aðila segi ég engin nöfn.

Þetta símtal var hálf furðulegt því að stelpan sem hringdi kynnti sig með nafni. Ég vissi ekkert hver hún var nema hún var með allveg eins rödd og ein stelpa sem ég þekki. Þessi stelpa vildi að ég myndi hitta sig og draga sig á samkomur og vissi vel hvar ég hafði verið að mæta. En ég var ekki að fatta hver þetta væri. Hún sagðist vera með síðu en man ekki vefslóðina og notaði það sem afsökun að það væri svo langt síðan hún opnaði síðuna að hún man ekki hver vefslóðin er.

Síðan eftir smástund´fór hún að spyrja mig hvort ég væri á lausu. Ég sagði já ég er það. Þá tilkynnti hún mér það að það ætti eftir að breytast fljótt. Hún sagðist líka vera mjög sæt. Dökkhærð hávaxin og ég heyrði í litlu barni í kringum hana. En hún sagði barnið sitt sem var strákur ekki vilja fara sofa.

Ég sagði henni að það væri voða erfitt að svara því hvort ég hefði áhuga á henni þar sem ég væri ekki að fara hver hún væri. En samþykkti að hitta hana á samkomu í Samhjálp síðasta fimmtudag og hjálpa henni með trúnna.En hún mætti ekki og hefur ekki hirngt aftur þar sem hún hringdi úr leyninúmeri. En hún sagðist vera vinkona eins manns sem ég þekki og hafa fengið upplýsingar hjá honum. Og að hann hafi sagt að ég gæti hjálpa sér með þetta. En hann kannast ekki við neitt.

Enginn kannast við þetta nafn og þær lýsingar sem hún gaf. Það sem er óþægilegast við þetta að vita ekki hver þetta var. Hvort þetta hafi verið einhver að vila á sér heimildir til að klekkja á mér eða hvort þetta hafi í raun verið þurfandi manneskja sem þarf hjálp.

En ég tók samt eina ákvörðun um þetta mál. Hvort sem að þetta hafi verið feik eða allvöru að þá fyrirgef ég þessari stelpu sen hringdi. Því að hvaða heilbrigð manneskja hringir í einhver sem hún þekkir ekki um nótt og fer að spyrja svona? Eflaust einhver sem er hjálparþurfi:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sammála, ef þetta er djók, það er þetta frekar sjúkt og súrt djók. Svona hvernig sem maður lítur á málið er um veika manneskju að ræða.  Vonandi finnur hún sér hjálp.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 9.1.2008 kl. 09:53

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Já vonandi..

Sigvarður Hans Ísleifsson, 9.1.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Mér finnst þetta mjög ómerkilegt og sé ekki humor í þessu.  Fólk á að koma hreint fram, hvort sem að manneskjan sé feimin eður ei.  Greinilega einhver sem á bágt og þarf hjálp og því frábært hjá þér að taka hana að þér og bjóða henni með á samkomu.  Það verður bara að biðja fyrir heinni og Guð mun hjálpa henni.

Sædís Ósk Harðardóttir, 9.1.2008 kl. 15:07

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarði. Kannski eins og þú skrifaðir átti þessi stúlka í erfiðleikum og þarf á fyrirbæn að halda. En svo getur þetta verið stúlka sem ætlaði að vera fyndin. Það er ómerkilegt og þá að hringja um nótt  ég vona að þessi stúlka frelsist. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.1.2008 kl. 16:01

5 identicon

he he, eins og þú segir þarf hún hjálp hvernig sem á stendur

Jakob (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 00:06

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hún hlýtur að vera veik og kannski þurft þína hjálp.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.1.2008 kl. 17:10

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ. Nú kannski er hún leyndur aðdáandi þinn?  Heyrumst

Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.1.2008 kl. 20:31

8 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

hahaha fyndinn.. ég veit allveg núna hver þetta var.. en fer ekki að nafngreina stelpuna...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 11.1.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband