Predikuninn frá fös. úr Ármúlanum

Að segja skilið við fortíðina og ganga inn í framtíðina með Kristi.

Sigvarður Halldóruson

 

Lúk.9: 57Á leiðinni sagði maður nokkur við Jesú: „Ég vil fylgja þér hvert sem þú ferð."
58Jesús sagði við hann: „Refar eiga greni og fuglar himins hreiður en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla."
59Við annan sagði hann: „Fylg þú mér!"
Sá mælti: „Drottinn, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn."
60Jesús svaraði: „Lát hina dauðu jarða sína dauðu en far þú og boða Guðs ríki."
61Enn annar sagði: „Ég vil fylgja þér, Drottinn, en leyf mér fyrst að kveðja fólk mitt heima."
62En Jesús sagði við hann: „Enginn sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur er hæfur í Guðs ríki."

 

Þegar við höfum gefist Kristi að þá er oft erfitt fyrir okkur að sleppa tökunum af því sem tilheyrir fortíðinni. Í þessu dæmi þar sem ég las í byrjun um mann sem Drottinn kallar til fylgdar við sig en hann segist fyrst og þurfa fara klára að jarða föður sinn. En Jesús segir honum til baka að sá sem er alltaf að horfa til baka í gamla lífernið er ekki hæfur í Guðsríkinu. Þegar við förum til baka þegar Abraham var uppi og það þurfti að bjarga Lot frá Sódómu áður en henni var eytt. Mig minnir að kona Lots hafi litið til baka og breyttist í salt stöpul.

Þegar við höfum gefist Kristi að þá stendur:

2.kor.5:17Ef einhver er í Kristi er hann orðinn nýr maður, hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til

81 þýðingin segir svo í sama versi. Ef einhver er í Kristi þá er hann ný sköpun hið gamla varð að engu sjá nýtt er orðið til.

Þegar við höfum tekið á móti Jesú Kristi inn í hjarta okkar að þá tekur Guð sér bústað í hjarta okkar. Guð sjálfur býr innra með okkur. Þegar við förum að rækta samfélag okkar við hann þá förum við að breytast. Og það sem Jesús er að segja þegar hann segir: Enginn sem leggur hönd á plóginn er hæfur í Guðsríki er það að, Það þarf að eiga sér stað hugarfarsleg breyting í lífi okkar.

Að iðrast þýðir að snúa sér frá gamla líferninu og ganga með Guði. Það á sér stað hugarfarsleg breyting gagnvart syndinni.

Óvinurinn sem við köllum djöfull og satan er alltaf að koma með glansmynd af lífinu sem heimurinn hefur upp á að bjóða og reyna koma með freistingar þannig að fólk fer að líta til baka. En við sem höfum reynsluna á því að lifa í myrkrinu vitum það, að þessar freistingar líta vel út á yfirborðinu en þær svíkja okkur alltaf og skilja okkur eftir tóm.

Það sem ég er að reyna koma frá mér að sú hugmynd sem við mennirnir höfum hvernig eigi að lifa lífinu er mjög brengluð og virkar ekki. Til þess að komast af því hvernig líf okkar getur orðið sem best og nytsamlegast hér á jörðinni að þá þurfum við að leyta að upphafi okkar.Afhverju erum við til? Guð skapaði okkur fyrir sig og í sinni mynd. Þess vegna veit Guð best af öllum hvaða leið er best fyrir okkur að fara.

Fil.3: 13bEn eitt geri ég. Ég gleymi því sem að baki er en seilist eftir því sem fram undan er 14og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur í Kristi kallað okkur til.
15Þetta hugarfar skulum við því öll hafa sem fullkomin erum. Og ef þið hugsið í nokkru öðruvísi, þá mun Guð einnig opinbera ykkur þetta.

Páll talar um það að við eigum að gleyma því liðna og sækjast eftir því sem Guð hefur fyrir okkur. Síðan segir hann ef við erum með eitthvað annað hugarfar en það að segja skilið við gamla lífernið að þá muni Guð opinbera þennan sannleika fyrir okkur.

Kól.3:1Fyrst þið því eruð uppvakin með Kristi, þá keppist eftir því sem er hið efra þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs. 2Hugsið um það sem er hið efra en ekki um það sem á jörðinni er. 3Því að þið eruð dáin og líf ykkar er fólgið með Kristi í Guði. 4Þegar Kristur, sem er líf ykkar, opinberast, þá munuð þið og ásamt honum opinberast í dýrð.
5Deyðið því hið jarðbundna í fari ykkar: hórdóm, saurlifnað, losta, vonda fýsn og ágirnd sem ekki er annað en skurðgoðadýrkun. 6Af þessu kemur reiði Guðs yfir þá sem hlýða honum ekki.[1]

Orðin „yfir þá sem hlýða honum ekki" vantar í sum handrit.

 þeirra voruð einnig þið áður þegar þið lifðuð í þessum syndum. 8En nú skuluð þið segja skilið við allt þetta: reiði, bræði, vonsku, lastmæli, svívirðilegt orðbragð. 9Ljúgið ekki hvert að öðru því þið hafið afklæðst hinum gamla manni með gjörðum hans 10og íklæðst hinum nýja sem Guð er að skapa að nýju í sinni mynd til þess að þið fáið gjörþekkt hann. 11Þar er hvorki grískur maður né Gyðingur, umskorinn né óumskorinn, útlendingur, Skýti, þræll né frjáls maður, þar er Kristur allt og í öllum.
12Íklæðist því eins og Guðs útvalin, heilög og elskuð börn hjartagróinni meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. 13Umberið hvert annað og fyrirgefið hvert öðru ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið ykkur, svo skuluð þið og gera. 14En íklæðist yfir allt þetta elskunni sem bindur allt saman og fullkomnar allt.
15Látið frið Krists ríkja í hjörtum ykkar því að Guð kallaði ykkur til að lifa saman í friði sem limi í einum líkama. Verið þakklát.
16Látið orð Krists búa með ykkur í allri sinni auðlegð og speki. Fræðið og áminnið hvert annað og syngið Guði sætlega lof í hjörtum ykkar með sálmum, lofsöngvum og andlegum ljóðum. 17Hvað sem þið segið eða gerið, gerið það allt í nafni Drottins Jesú og þakkið Guði föður með hjálp hans.

 

En hvernig er best að deyða það jarðneska í fari okkar og hafa hugar okkar hjá Guði og því sem er hans? Það gerum við með því að rannsaka orðið sem er Biblían. Leitum hans í bæn og biðjum hann um að vera með okkur og í því sem við gerum. Þá á ég við að Drottinn er ekki bara Guð á sunnudögum í lífi okkar heldur alltaf og í öllu sem við gerum. Þetta er æfing að framkvæma þetta við komum alldrei til með að ná þessu fullkomnlega.

En Biblían segir að náð Guðs sé ný á hverjum degi. Á hverjum degi fáum við nýtt tækifæri til að láta gott af okkur leiða og gera gagn í guðsríkinu.

Páll talar svo um í 8 Kaflanum í Rómverjabréfinu að við eigum að lifa í andum svo við fullnægjum alls ekki girndum holdsins. Fyrir mér að þá er þetta allgjör staðreynd. Því að meira sem ég fylli mig af Guði því minna langar mig að gera eitthvað sem er rangt í augum Guðs. En hvern dag að þá þurfum við að fylla okkur af orði Guðs og leggja dagin í hans hendur. Það er miklu betra að fylla sig af Guði strax í byrjun dags svo það sé ekki pláss fyrir draslið í huga okkar.

Það sem hjálpar okkur líka við að breyta hugarfari okkar er að hugleiða orð Guðs. Þá á ég við að við lesum ekki bara Biblíuna eins og einhverja venjulega bók því Biblían er engin venjuleg bók, heldur er hún full af lífi og fyrirheitum Guðs sem hann hefur fyrir líf okkar.

Til þess að fá inngöngu í himnaríki þýðir ekki að við eigum að uppfylla ákveðin skilyrði eða reina vinna okkur inn vist með verkum okkar, því það getum við alldrei gert.

Róm.10:9Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn, og trúir í hjarta þínu að Guð hafi upp vakið hann frá dauðum verður þú hólpinn. 10Með hjartanu er trúað til réttlætis, með munninum játað til hjálpræðis. 11Ritningin segir: Hver sem á hann trúir verður aldrei til vansæmdar.

Einu skilyrðin sem við þurfum að komast í himnaríki er að játa Jesú Krist sem Drottinn okkar og frelsara. En til þess að verða hæf til að þjóna í guðsríkinu að þá þarf þessi hugarfarsbreyting að eiga sér stað.

Hugur okkar á að vera uppi hjá okkar himneska Föður og það sem hann hefur fyrir okkur. Lífið hér á jörðinni er aðeins prófsteinn á því hvar við endum í eilífðinni. Allt getur mótað okkur og haft áhrif á eilífðina. Þess vegna leggur Jesús áherslu á að vera ekki að leggja ást á það sem tilheyrir heiminum.

Einn daginn mun Jesús koma sækja okkur og hvað ætlum við að vera gera þá?

Eitt sinn er ég var tiltölulega nýfrelsaður að þá viltu nokkrir vinir mínir freista mín að koma með sér inn á klámbúllu. En þá kom hugsun í huga minn ég kem á þeirri stundu sem þú væntir eigi. Um leið og þessi hugsun kom að þá sagði ég við strákana, ég get ekki komið með ykkur inn ég vil það ekki. Ef endurkoma Krists hefði átt sér stað þetta kvöld að þá hefði ég ekki viljað vera inn á klámbúllunni að horfa á konur vera bera sig upp á sviði og menga huga minn.

Þess vegna er best að reyna ekki að halda neinu eftir fyrir sjálfan sig af sínu gamla líferni heldur að gefa Guði allt. Ég heyrði eitt sinn að við værum hús með mörg herbergi og í hverju herbergi væri lykill að og að við þyrftum líka að afhenta Jesú lyklana af rusalkompunni í lífi okkar. Þá á ég við okkar svörtustu leynarmál. Síðan var talað um mann sem vildi alltaf halda einum lykli út af fyrir sjálfan sig og fékk alltaf og skildi ekkert í því afhverju hann féll.

Húsið er við lyklarnir af herbergjunum eru svið í lífi okkar sem við stjórnuðum sjálf og þurfum að afhenda Guði. Ég hef marg oft ströglað og reynt að stjórna sjálfur og ætlað að gera hlutina á minn hátt, en það hefur bara alldrei virkað. Alltaf þegar ég fer að stjórna og reyna fara mínar eigin leiðir að þá fara hlutirnir bara í tómt klúður. En þegar ég leyfi Guði að leiða mig áfram og leiðbeina mér að þá gengur allt  upp. Biblían er full af þessari leiðbeinginu. Aftur og aftur getum við séð að þegar menn gerðu það sem rétt var í augum Guðs að þá vegnaði þeim vel og blessun Guðs var yfir lífi þeirra. En um leið og menn fóru að taka stjórnina í sínar hendur og gera eitthvað annað en Drottinn Guð ætlaði þeim að þá fór þetta í allgjört klúður.

Þannig er þetta líka oft með okkar líf, við klúðrum hlutunum aftur og aftur. En Drottinn er miskunsamur og góður Guð og gefur okkur nýtt tækifæri á hverjum degi til að gera það sem rétt er í hans augum. Þegar við gerum það sem rétt er í augum Guðs að þá kemur blessun hans yfir líf okkar. Drottinn blessar ekki synd og það sem rangt er. Þess vegna kemur alltaf blessun Guðs yfir líf okkar þegar við göngum í hlýðni við hann.

Hugarfarið skiptir miklu máli. Í Orðskviðunum stendur eins og andlit horfir við andliti í vatni svo er og hjarta manns gagnvart öðrum.

Þetta þýðir það, að eins og ég hugsa um aðra og tala um aðra þannig er ég. Ef ég tala vel um aðra að þá er ég í lagi en ef ég er að baktala og hugsa ílla hluti að þá er ég ekki á réttum stað, og þarf að breyta hugarfari mínu.

Drottinn vill hjálpa okkur að hafa hugarfar krists

Fil.2: 5Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var.
6Hann var í Guðs mynd.
En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur.
7Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd
og varð mönnum líkur.
Hann kom fram sem maður,
8lægði sjálfan sig
og varð hlýðinn allt til dauða,
já, dauðans á krossi.
9Fyrir því hefur og Guð
hátt upp hafið hann
og gefið honum nafnið,
sem hverju nafni er æðra,
10til þess að fyrir nafni Jesú
skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu
11og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar:
Jesús Kristur er Drottinn.

Að endingu: Guð hefur gefið okkur öllum misjafnlega hæfileika og við meigum alldrei hugsa að við séum meiri en aðrir því að frammi fyrir Drottni eru allir menn jafnir og það hugarfar skulum við temja okkur að elska alla jafnt án þess að spá í útliti þeirra eða efnahag. Þegar við forum að þjálfa huga okkar og hjarta í að elska alla jafnt að þá breytumst við á þann hátt sem Guð hefur skapað okkur til að vera og það er að vera kærleiksrík og góð við alla menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarður. Búin að lesa ræðuna þína. Frábær og nú ertu búinn að sá og svo viljum við sjá uppskeru. Orð Drottins kemur aldrei tómt til baka. Guðs blessun.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.1.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Amen:) Guð vinnur sitt verk;) en við vökvum svo með bænum okkar að orðið nái framgangi:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 13.1.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband